Morgunblaðið - 27.08.2009, Síða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Afi Steini var eng-
inn venjulegur afi. Við
vorum oft hjá ömmu
og afa út af vinnu for-
eldra okkar. Í minn-
ingunni frá því við vorum litlir
klæddist afi oftast kjólfötum, því
hann var ýmist að fara á frímúr-
arafund, að syngja með Fóstbræðr-
um eða syngja við jarðarför. Ef
hann var heima var hann oftast með
bók í hendi eða að læra næsta söng-
verk við píanóið. Hann og amma An-
nie dekruðu við okkur, hún lagaði
besta mat í heimi og eru dönsku
kjötbollurnar hennar eftirminnileg-
ar. Þau keyptu allt sem okkur þótti
gott og hjá þeim lærðum við að
drekka kók, við misjafna hrifningu
foreldra okkar.
Amma var alltaf svo geðgóð og
kát og afi var alltaf tilbúinn að miðla
okkur af visku sinni. Afi var hafsjór
af fróðleik, sérstaklega þegar kom
að sögu og landafræði. Hann var af
gamla skólanum, honum þótti gam-
an að fara með okkur út að borða og
fannst sjálfsagt að fá sér bjór með
matnum og sígarettu á eftir. Christi-
an vildi frekar hlusta á 14 Fóst-
bræður fyrir svefninn en að láta lesa
sögu fyrir sig, það þótti afa vænt
um.
Eftir að við eltumst varð sam-
bandið öðruvísi og hann talaði við
okkur eins og vini sína og jafningja.
Hann spurði okkur um skóla,
skemmtanir og kvennamál. Þegar
afi var ungur og í Danshljómsveit
Borgarness hefur hann ábyggilega
verið mikill töffari og vinsæll hjá
borgfirskum meyjum.
Elsku amma og afi, takk fyrir allt
sem þið gáfuð okkur, andlegt og ver-
aldlegt.
Hvíl í friði.
Friðrik Arnar
og Christian Thor.
Það er mikil gæfa að eignast góð-
an samferðamann, eins og við Svala
fengum með honum Steina Helga.
En hann er farinn á undan okkur,
sem er mikil eftirsjá með þann góða
mann. Á hans yngri árum í Borg-
arnesi nutum við öll félagsskapar
hans og kærleika. Hann var einnig
músíkmaður mikill og stofnaði árið
1945 Danshljómsveit Borgarness,
sem varð mjög vinsæl. Hann var
alltaf til sóma í sínum störfum.
Brottför hans frá Borgarnesi var
öllum mikil eftirsjá. Að missa þenn-
an góða og skemmtilega félaga, sem
alltaf vildi og rétti hjálparhönd af
kærleika og réttlæti þegar einhverj-
ir erfiðleikar steðjuðu að. Og oftast
fann hann réttu lausnina. Allir, sem
Steina kynntust, nutu framkomu
hans og velvilja. Eftir að Steini flutti
til Reykjavíkur fór hann í karlakór-
inn Fóstbræður, söng þar og starf-
aði af mikilli ánægju og áhuga.
Steini eignaðist góða eiginkonu,
Annie, og með henni þrjá sómasyni,
þá Helga, Jakob og Þorstein. Steini
Þorsteinn R. Helgason
✝ Þorsteinn R.Helgason fæddist
í Borgarnesi 5. apríl
1925. Hann lést á
nýrnadeild Landspít-
alans 8. ágúst 2009 og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 18. ágúst.
missti konu sína 2002.
Það var honum þungt
áfall, sem hann aldrei
náði sér eftir að fullu.
Síðustu árum ævinnar
eyddi Steini á Drop-
laugarstöðum og naut
þar hinnar bestu
umönnunar eftir að
hann gat ekki lengur
búið einn og hugsað
um sig sjálfur. Fyrir
það erum við vinir
hans ákaflega þakklát-
ir. Já, það er mikil eft-
irsjá að þessum góða
vini. Vonandi líður honum nú vel hjá
ástvinum sínum, sem farnir eru á
undan honum og hann hefur nú
fundið aftur. Það er von okkar og
vissa.
Við sendum ykkur bræðrunum og
fjölskyldum ykkar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Svala og Reynir.
Kveðja
frá Nordisk Sangerforbund
Menn koma og fara. Með lífi sínu
og starfi skrá þeir sögu sína, sögu
sem markaðar eru misdjúpum
dráttum, stundum svo að aðrir verða
ósjálfrátt hluti eða þátttakendur
sögunnar. Þegar litið er yfir sögu ís-
lenskrar og norrænnar karlakóra-
menningar má víða finna nafn þess
sem hér skal kvaddur. Allt frá því að
Þorsteinn R. Helgason gekk til liðs
við Fóstbræður árið 1954, hefur
hann verið ötull í starfi bæði fyrir
Samband íslenskra karlakóra jafnt
sem Nordisk Sangerforbund þar
sem hann sat í stjórn fyrir Íslands
hönd samtals í tæpa tvo áratugi.
Tónlistin er töfravald sem er
máttugra en öll tungumál jarðarinn-
ar samanlögð. Hún hefur einnig sér-
stöðu meðal annarra listgreina því
hún er alþjóðlegt tungumál sem allir
skilja og getur veitt okkur innsýn í
veruleika sem engin orð fá lýst.
Þetta skildi Þorsteinn, en við fráfall
hans hverfur af sjónarsviðinu maður
sem sannarlega setti svip sinn á tón-
listarsöguna, svip sem byggður var
á reynslu og þekkingu manns sem
ávallt hafði að leiðarljósi öll þau gildi
sem hollust eru hverjum manni.
Þegar menn hittast í hverri viku í
áratugi með það að markmiði að ná
samhljómi í söng verður ekki hjá því
komist að samhljómurinn nái út yfir
sönginn sjálfan. Þannig skapast
djúp og einlæg vinátta milli manna.
Gleðistundir, bæði heima og erlend-
is, hnýta enn fastar vinaböndin. Allt
síðan sá er hér ritar hóf söng í karla-
kór, þá með Fóstbræðrum, varð
ekki hjá því komist að verða Þor-
steins var, enda liggja eftir hann
mörg verkin í þágu karlakóramenn-
ingar. Þorsteinn var söngmaður
góður og tónvís, enda var honum
tónlist í blóð borin. Hann bjó yfir
djúpri og fallegri bassarödd og var
maður sem tekið var eftir, mynd-
arlegur og snyrtilegur, og hélt reisn
sinni til hinsta dags.
Það var okkur yngri mönnunum
jafnan gleðiefni að eiga stund með
mönnum eins og honum, sem áttu
svo ríkan hlut af sögu Fóstbræðra.
Trúmennska hans við félag sitt var
einlæg og traust. Kom það vel í ljós
hin síðari ár, en líf hans var samofið
karlakórasöng í um hálfa öld. Ég
átti þess kost að vinna með honum
að margvíslegum málum í gegnum
starfið sem formaður Fóstbræðra,
Sambands ísl. karlakóra og Nordisk
Sangerforbund. Síðar, í störfum
mínum á vettvangi norrænnar söng-
menningar hef ég víða rekist á nafn
Þorsteins. Þorsteinn var heiðurs-
félagi í ýmsum norrænum kórum
einnig.
Hann var ekki sú manngerð að
flíka störfum sínum eða upphefðum,
en lét verkin tala. Hann var afar ná-
kvæmur í störfum sínum. Þorsteinn
bjó yfir fallegri rithönd sem ásamt
nákvæmni hans gerði hann vinsælan
í stjórnarstörfum. Í huga þeirra sem
þekktu Þorstein mun hann í minn-
ingunni geymast sem einn af mik-
ilvirkustu fulltrúum karlakóramenn-
ingar á síðari tímum.
Ég hef verið beðinn að flytja
kveðjur frá Karlakórnum Muntra
Musikanter í Finnlandi og þá sér-
staklega frá gömlum söngbróður
Þorsteins, Per-Erik Floman og eig-
inkonu hans, Evu.
F.h. stjórnar Nordisk Sangerfor-
bund þakka ég Þorsteini vel unnin
störf í þágu tónlistar. Guð blessi
minningu hans.
Eyþór Eðvarðsson.
Hann afi okkar Steini hafði alveg
einstaklega skemmtilegan hlátur og
var oft með bros á vör. Við eigum
eftir að sakna hans mjög mikið. Afi
var góður maður. Hann elskaði Tóp-
as og súkkulaði og var mjög dugleg-
ur að gefa okkur nammi með sér.
Okkur fannst gaman að heim-
sækja hann á Kaplaskjólsveginn þar
sem hann átti heima með ömmu
Annie. Þar spilaði hann stundum á
píanóið sitt og leyfði okkur stundum
að leika líka, þó svo að við kynnum
ekki að spila lag. Það kunnum við
hins vegar núna, því við erum búin
að læra það og ætlum að vera dug-
leg við að æfa okkur svo að við verð-
um jafn dugleg og afi Steini var.
Amma og afi voru góð hjón og afi
saknaði ömmu mikið þegar hún dó.
Þá flutti hann á Droplaugarstaði.
Þar var líka gaman að heimsækja
hann og allt hitt gamla fólkið, þó svo
að hann afi væri orðinn dálítið latur.
Hann varð samt aldrei latur við að
hlæja sem betur fer. Hann var klár
maður og vissi mjög mikið. Við eig-
um eftir að sakna afa en vitum að
honum hefur liðið vel við að hitta
ömmu Annie aftur. Blessuð sé minn-
ing þín elsku afi og hvíldu í friði.
Þín
Ísold Ylfa og
Alex Elí Schweitz Jakobsbörn.
Með eftirfarandi ljóðlínum eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur kveð ég
vin minn Þorstein R. Helgason.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
Vertu Guði falinn, minn kæri vin-
ur. Ég er viss um að nú dansið þið
Annie „Waltzing Matilda“ við undir-
leik Magnúsar míns. Berðu þeim
kveðju mína.
Samúðarkveðjur til Helga, Jak-
obs, Þorsteins og fjölskyldna þeirra.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
Selási 12,
Egilsstöðum,
verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugar-
daginn 29. ágúst kl. 14.00.
Jónína Sigrún Einarsdóttir, Guðmundur Agnarsson,
Margrét Einarsdóttir, Jón Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Ásta Jósepsdóttirfæddist í Páls-
húsum í Garðahverfi
7. nóvember 1933.
Hún lést á heimili
sínu aðfaranótt 16.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Guð-
mundsdóttir hús-
freyja, ein af 17
systkinum frá Stóra-
Nýjabæ í Krýsuvík,
f. 16. apríl 1902, d.
19. apríl 1985, og
Jósep Guðjónsson,
bóndi í Pálshúsum í Garðahverfi,
f. á Aðalbóli í Vestur-Húnavatns-
sýslu 16. júní 1899,
d. 10. nóvember
1989. Systkini Ástu
eru: 1) Ester ljós-
móðir, f. 19. júní
1930, maður hennar
var Davíð Davíðsson,
prófessor, f. 7. nóv-
ember 1922, d. 4.
febrúar 2007. Þau
eiga sex börn, 2)
Guðjón bóndi í Páls-
húsum f. 9. sept-
ember 1932.
Ásta verður jarð-
sungin frá Garða-
kirkju í dag, 27. ágúst, og hefst
athöfnin kl. 11.
Lífsgöngu sérstæðrar konu, henn-
ar Ástu í Pálshúsum í Garðahverfi,
er lokið. Hún fæddist í Pálshúsum og
þar ól hún allan sinn aldur.
Minningar hrannast upp er tengj-
ast Ástu. Hin fyrsta er frá því er ég
tæplega fimm ára kom að Pálshúsum
eftir að foreldrar mínir fluttu að
Króki. Í Pálshúsum bjuggu frændur
og fóstbræður móður minnar sem
voru ætíð ómetanlegar hjálparhellur
okkar í Króki. Þarna á stofugólfinu
skreið lítil hnellin ljóshærð telpa
tæplega ársgömul. Fljótt kom í ljós
að það sem litla telpan vildi skoða,
þurfti hún að bera alveg upp að aug-
unum. Sýnilegt var að eitthvað var
að þessum fallegu bláu augum.
Læknar töldu að ský væri á augun-
um sem nema mætti burt og þá feng-
ist eðlileg sjón. Ég man hvað við
krakkarnir hlökkuðum til að Ásta
fengi fulla sjón og gæti fylgt okkur í
einu og öllu. En það fór á annan veg.
Aðgerð var gerð á öðru auga og hún
mistókst. Sjónin hvarf á þessu auga.
Vonbrigðin voru gífurleg, ekki að-
eins fyrir fjölskylduna í Pálshúsum
heldur alla í Hverfinu, því fólkið í
þessu litla samfélagi deildi saman
sorg og gleði.
Ásta gekk í barnaskólann á Garða-
holti. Allt nám gekk henni ágætlega
þrátt fyrir skerta sjón. Hún hafði af-
burða minni og næma heyrn. Að-
stæður buðu ekki upp á framhalds-
nám. Samt aflaði hún sér
margvíslegrar þekkingar og varð vel
að sér um margt, ekki síst um öll
störf innan húss og utan. Undravert
var hvað hún gat unnið mikla handa-
vinnu þrátt fyrir mjög skerta sjón.
Útvarpið var henni óþrjótandi
fræðslumiðill og afþreying. Hún
nýtti sér einnig hljóðbækur. Það var
ótrúlegt hve miklar upplýsingar og
þekkingu hún geymdi í minni sínu.
Þegar systir Ástu bjó með fjöl-
skyldu sinni í London varð það að
ráði að Ásta færi þangað í von um að
læknar þar gætu bætt sjón hennar.
Sú varð þó ekki raunin. Þótt svo færi
varð Lundúnaferðin henni nokkurt
lífsævintýri. Þegar fram liðu stundir
tóku þau systkinin Guðjón og Ásta
við af foreldrum sínum í Pálshúsum
og sáu um búskap og heimili með
svipuðum hætti og áður hafði verið.
Síðustu árin sem faðir þeirra lifði
önnuðust þau um hann af nærfærni
og dugnaði.
Oft var gestkvæmt í Pálshúsum.
Vinir og kunningjar komu í heim-
sókn og þáðu kaffi og gómsætt með-
læti. Margt var spjallað yfir kaffinu.
Þar naut frásagnarhæfileiki Ástu
sín. Fýsti mann að vita um eitthvað,
t.d. um atburði eða ættartengsl, var
ekki komið að tómum kofunum hjá
Ástu. Hún leysti vel og greiðlega úr
þeim spurningum og fóru gestir
fróðari af þeim samfundum. Ásta var
fríð stúlka með mikið þykkt ljóst hár
og skínandi fallegt bros. Hún hafði
sterka skapgerð og ákveðnar mein-
ingar um menn og málefni og fór
ekki dult með þær. Hún var mikill
dýravinur og féll vel að umgangast
dýr. Kettir og kindur voru sérstakir
vinir hennar.
Á seinni árum átti Ásta við þrálát
veikindi að stríða. Skiptust þar á
skin og skúrir. Naut hún þá aðstoðar
systkina sinna og vina. Einkum
mæddi þetta á Guðjóni, bróður henn-
ar, sem sýndi ótrúlega þrautseigju í
veikindastríði systur sinnar.
Að leiðarlokum kveð ég Ástu
frænku og þakka góðar og gjöfular
stundir.
Elín Vilmundardóttir.
Ásta Jósepsdóttir
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út. Greinar, sem berast eftir að út-
för hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur
verið gerð í kyrrþey, eru birtar á
vefnum, www.mbl.is/minningar.
Æviágrip með þeim greinum verð-
ur birt í blaðinu og vísað í greinar
á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin
lengdarmörk eru á greinum sem
birtast á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar