Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 44
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2009
Schola cantorum-
kórinn mun liðsinna
Björk og syngja með
henni í þremur lög-
um í sjónvarpsþætti
um söngkonuna. »36
TÓNLIST»
Með Björk í
sjónvarpinu
LJÓSMYNDUN»
Sýning bestu ljósmynd-
ara frá upphafi. »35
Sósíalískur menn-
ingararfur er í fyr-
irrúmi á stóra sviði
Þjóðleikhúss og þyk-
ir gagnrýnanda það
skondið. »37
LEIKLIST»
Leikhúsin
athuguð
KVIKMYNDIR»
Dómur um nýju myndina
frá Tarantino. »40
KVIKMYNDIR»
Megan Fox skerpir
klærnar. »37 »VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
MEÐLIMIR hljómsveitarinnar
Hjaltalín stefna á að sjá leik Ís-
lands og Noregs í Lahti í kvöld.
Þeir héldu vel heppnaða tónleika í
borginni á þriðjudagskvöldið og
fóru þaðan til Helsinki. Axel Har-
aldsson trommuleikari sagði við
Morgunblaðið að stefnan hefði ver-
ið sett á leikinn. Hjaltalínsfólkið
setti mikinn svip á leik Íslands og
Frakklands í Tampere á mánu-
dagskvöldið og var í fararbroddi í
öflugum stuðningi við íslenska liðið
á áhorfendapöllunum.
Hjaltalín stefnir á leikinn
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+*.-*0
**1-.+
+2-01*
+*-/3.
*1-+.2
*+*-20
*-/0.4
+.*-/.
*12-23
5 675 +4# 758 9 +..,
*+,-/2
+*.-41
**1-/0
+2-13/
+*-2*/
*1-+30
*+*-1*
*-/024
+.*-,.
*12-,0
+/,-/,43
&:;
*+,-43
+**-*,
**1-0+
+2-,+3
+*-204
*1-/*.
*++-*3
*-/014
+.+-3.
*13-2,
Heitast 15 °C | Kaldast 8 °C
Norðlægar áttir og
hvessir NV- lands. Dá-
lítil rigning N- og A-
lands, en annars skúr-
ir. Hiti 8 til 15 stig. » 10
Menning
VEÐUR»
1. Fékk sér léttvín með mat
2. Ekki þinginu sæmandi
3. Microsoft biðst afsökunar ...
4. EM: Ég vil dómara með typpi
Íslenska krónan veiktist um 0,51%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Tónleikum sem stór-
söngvarinn Kristján
Jóhannsson og Sena
hugðust halda í Laug-
ardalshöllinni í október
verður frestað um eitt
ár. Kristján átti þar að
syngja sígilda tónlist í bland við
popp og rokk með stjörnum á borð
við Björgvin Halldórsson. „Það var
bara ekki hugað að nægilegu rými
fyrir klassíkina og því var sam-
komulag um að fresta þessu um ár –
líka til að geta undirbúið þetta betur
og veitt okkur betri tíma til að gera
vel. Það er ansi þétt dagskrá í haust
hjá mér,“ sagði Kristján.
Kristján frestar tónleikum
FRIÐRIK Ólafsson,
fyrsti stórmeistari
okkar Íslendinga í
skák, lætur ekki deig-
an síga þótt hann sé
orðinn 74 ára. Friðrik
verður meðal kepp-
enda á Heimsmeistaramóti öldunga,
sem fram fer í Condino-Trentino á
Ítalíu dagana 26. október til 8. nóv-
ember næstkomandi. Þetta er í
fyrsta sinn sem Friðrik tekur þátt í
Heimsmeistaramóti öldunga. Meðal
þátttakenda verða margir kunnir
meistarar af eldri kynslóðinni. Frið-
rik hefur tekið þátt í nokkrum skák-
mótum eftir að hann fór á eftirlaun
sem skrifstofustjóri Alþingis.
Friðrik teflir á Heims-
meistaramóti öldunga
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Gull og gersemar Júlía veit hvað hún vill og stefnir beina leið í meistaranám. Eftir það ætlar hún í frekara nám.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
„ÞETTA er samkeppni milli Norð-
urlandaþjóðanna og það eru nýút-
skrifaðir nemar eða þeir sem eru að
klára sem fá að keppa,“ segir Júlía
Þrastardóttir, sem á sunnudaginn
náði þeim frábæra árangri að verða
í öðru sæti í Norðurlanda-
samkeppni í gullsmíði. Keppnin
stóð í þrjá daga, 22 klukkustundir í
allt. Tveir kepptu fyrir hönd Ís-
lands, sem tók nú þátt í keppninni í
fyrsta skipti, en þeim nemendum,
sem bestum árangri ná á prófi, er
boðið að keppa. Júlía kláraði gull-
smíðanámið í vor, tók sveinspróf í
lok maí.
Allir keppendur áttu að smíða
eins grip sem var hannaður sér-
staklega fyrir keppnina. „Klukkan
níu á fimmtudagsmorgni fengum
við teikningar af því sem við áttum
að gera,“ segir Júlía. „Þegar upp er
staðið er metið hvaða gripur er
bestur, það eru vissar mælingar
sem þurfa að stemma og svona,“
heldur hún áfram. Gripurinn sem
smíðaður var heitir því rómantíska
nafni „Steps to the stars“ eða
Skrefin til stjarnanna.
Fyrsti árgangurinn úr
breyttu skólakerfi
Stúlkunni, sem fór í keppnina
ásamt Júlíu, gekk líka vel, þó að
hún næði ekki sæti. „Við erum
fyrsti árgangurinn sem útskrifast
úr breyttu skólakerfi,“ segir Júlía
og vísar þar í hinn nýja Tæknihá-
skóla. Nú er gullsmíðanámið fjögur
ár og heilsteyptara að sögn Júlíu.
Nemar þurfa ekki lengur að vera á
samningi til að geta hafið námið.
„Námið er þess vegna að opnast
svolítið,“ segir hún og bætir hlæj-
andi við að hún sé sú fyrsta í sinni
fjölskyldu til að fara í gullsmíða-
nám.
Júlía er frá Akureyri en hefur
undanfarin þrjú ár verið á samningi
hjá Kristni Sigurðssyni í Tíma-
djásni. Hún kveðst hafa lært mjög
mikið af honum. „Ég var mjög
heppin með verkstæði,“ segir hún.
Nú verða hins vegar tímamót því
Júlía hefur lokið veru sinni hjá
Kristni og er að flytja aftur á
heimaslóðir á Akureyri. „Ég ætla að
vinna eitthvað áfram og klára meist-
arann í kvöldnámi, það þarf að vinna
í tvö ár til að klára það. Svo ætla ég
að fara í eitthvert meira nám. Mig
langar að læra eitthvað meira.“
„Mig langar að læra meira“
Varð í öðru sæti í
Norðurlandasam-
keppni í gullsmíði
Skrefin til stjarnanna Vissar
mælingar þurftu að vera réttar.
Í HNOTSKURN
»Júlía var í fyrsta árgangisem útskrifaðist úr hinum
nýja Tækniháskóla.
»Níu keppendur reyndumeð sér að þessu sinni,
tveir frá hverju landi, nema
frá Svíþjóð þar sem einn kepp-
andi þaðan hætti við þátttöku.
»Nælan heitir „Steps to thestars“ og keppnin Bella
Nordic Jewellery Awards
2009.
STEFNT er að því að opna nýjan skemmtistað,
Peruna, í húsinu sem áður hýsti skemmtistaðinn
Sirkus í miðbæ Reykjavíkur.
Staðinn átti að opna í byrjun júlí en að sögn
Lofts Loftssonar, eiganda staðarins, hefur
Reykjavíkurborg ítrekað fundið að einhverju í
sambandi við staðinn svo tafir hafa orðið á að
hann verði opnaður. „Málið er á því stigi núna,
tveimur mánuðum eftir að ég sótti um leyfið, að
byggingarfulltrúi borgarinnar er að biðja um
hljóðvistarskýrslu sem sýnir hljóðmengun frá hús-
inu,“ segir Loftur. „Það er líka undarlegt að gera
þessar hávaðakröfur til mín þegar margir aðrir
skemmtistaðir eru í nokkurra metra radíus frá
húsinu.“ | 36
Hávaðakröfur tefja
„Það var vitað síðastliðinn vetur að
maturinn yrði miklu dýrari. Sú
ákvörðun var hins vegar tekin að
hækka ekki verðið á matnum fyrir
nemendur,“ segir Ásgeir Beinteins-
son, skólastjóri Háteigsskóla. Þrátt
fyrir að verð á mat sem skólarnir
kaupa fyrir grunnskólanemendur
verði hærra en gjaldið sem Reykja-
víkurborg kemur til með að inn-
heimta af foreldrum verða gæði mál-
tíðanna ekki minni. Matseðli verður
ekki breytt þó að verðið hækki. | 4
Gæðin verða
ekki minni
Morgunblaðið/Heiddi
Matur Börn í Rimaskóla gera sér gott af grautnum.