Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is STÓRA herbergjamálið á Alþingi hefur verið leitt til lykta. Framsókn- armenn munu yfirgefa þingflokks- herbergi sitt, græna herbergið svo- kallaða, og eftirláta það Vinstri grænum. Herbergið er framsóknar- mönnum einkar kært því þar hafa þeir ráðið ráðum sínum áratugum saman. Að auki er herbergið græn- málað, en sá litur er í miklu uppá- haldi hjá framsóknarmönnum. For- Bragi Sveinsson, formaður þing- flokks framsóknarmanna. Hann seg- ir aftur á móti að framsóknarmenn séu ekki ánægðir með málsmeðferð- ina. Þeir hafi staðið í þeirri meiningu að málið yrði leyst í samráði við þá. „En það var ekki gert heldur var far- ið með þessa tillögu á fund forsæt- isnefndarinnar. Ég á von á því að við lýsum yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð. En það eru bara svo miklu stærri mál sem eru uppi á borðum en þetta,“ segir Gunnar Bragi. sætisnefnd afgreiddi í vikunni tillögu skrifstofustjóra Alþingis um að stærð þingflokka réði því í hvaða herbergjum þeir funduðu. Þar sem Vinstri grænir náðu inn fleiri þing- mönnum en Framsókn í kosning- umnum í vor þurfa flokkarnir að hafa herbergjaskipti. Forseti Alþingis vildi að þetta yrði gert strax eftir kosningar en framsóknarmenn þráuðust við og sátu sem fastast í herberginu. „Ég á ekki von á öðru en við unum þessari niðurstöðu,“ segir Gunnar Stóra herbergjamálið er leyst  Forsætisnefnd Alþingis samþykkti að framsóknarmenn yfirgæfu græna herbergið og eftirlétu VG  Stærð þingflokka ræður í hvaða herbergjum er fundað  Framsókn hefur haft herbergið í áratugi Morgunblaðið/Kristinn Herbergið Framsóknarmenn vildu ekki yfirgefa herbergið og græna litinn. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÁSMUNDUR Stefánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva á Grand Hóteli í gær að fjárfestingar í skipum með og án kvóta væri ástæða rekstrarvanda útvegsfyr- irtækja í 54 prósent tilvika. Með öðrum orðum væri vandinn ekki til kominn af rekstrinum sem slíkum heldur fjárfestingum sem út- gerðarfyrirtækin hefðu farið út í, en Landsbankinn hefur gert sérstaka úttekt á stöðu útvegsfyrirtækja. Fjárfestingar íþyngja rekstri Ásmundur sagði að hlutabréfa- kaup væru í 28 prósent tilfella ástæða rekstrarvanda og kaup á af- leiðum í 15 prósent tilvika. Ásmundur sagði að óvissa um til- vist fiskveiðistjórnunarkerfisins í núverandi mynd leiddi til þess að erfitt væri að fá nýtt fé inn í fyr- irtækin í atvinnugreininni. Hann sagði jafnframt að leiguverð hefði hækkað mikið en mörg smá og milli- stór félög væru háð kvótaleigu. Ásmundur vék að því að fjár- magnskostnaður hefði verið að hækka með aukinni skuldsetningu. Ástæða til bjartsýni Landsbankinn hefur skipt sjáv- arútvegsfyrirtækjum í þrjá flokka eftir því hver staða þeirra sé. Græn fyrirtæki eru fyrirtæki með stönd- ugan rekstur og eru 46 prósent sjáv- arútvegsfyrirtækja í þeim flokki. Gul fyrirtæki sigla sæmilega lygnan sjó en þurfa á úrræðum að halda og eru 27 prósent sjávarútvegsfyr- irtækja gul að mati bankans. Þriðji flokkurinn nær yfir sjávarútvegsfyr- irtæki sem glíma við mikla erfiðleika og eru 27 prósent útvegsfyrirtækja í þeirri stöðu. Þrátt fyrir vanda sjávarútvegsfyr- irtækja er ekki fullkomin ástæða til svartsýni því atvinnugreinin er á góðri siglingu. Samkvæmt úttekt Landsbankans eru 70 prósent út- vegsfyrirtækja að glíma við minni- háttar yfirstíganlega erfiðleika. Fá ekki fé vegna óvissu  70% útvegsfyrirtækja í litlum vanda  Vandi sjávarútvegs til kominn vegna fjárfestinga  Óvissa um tilvist fiskveiðistjórnunarkerfis veldur erfiðleikum Þrátt fyrir erfiðleika margra út- vegsfyrirtækja eru um sjötíu pró- sent sjávarútvegsfyrirtækja að glíma við minniháttar rekstr- arvanda, að mati bankastjóra Landsbankans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræðumenn Vilhjálmur Egilsson og Ásmundur Stefánsson voru báðir meðal framsögumanna á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. NÝIR ritstjórar Morgunblaðsins hófu störf í gærmorgun og hófu daginn á að heilsa upp á starfsfólk. Því næst funduðu þeir með starfsfólki þar sem þeir kynntu sig. Fremstur á þessari mynd er Jón Helgi Davíðsson blaðamaður en að baki honum eru, frá vinstri talið, Davíð Oddsson ritstjóri, Óskar Magnússon útgefandi, Haraldur Johannessen ritstjóri og Sigurbjörn Magnússon, formaður stjórnar Árvakurs hf., sem er útgáfu- félag Morgunblaðsins. Davíð Oddsson sagði þeg- ar hann mætti til starfa í gær að hann væri afar ánægður með að vera kominn aftur til starfa á Morgunblaðinu. Hann segist ekki telja að nær- vera sín í ljósi fyrri starfa varpaði rýrð á trú- verðugleika blaðsins. Það sem hver maður hafi í farangri sínum geti hann yfirleitt notað til fram- dráttar í nýju starfi, ef viðkomandi fari vel með sitt. Haraldur, sem einnig starfaði áður á Morg- unblaðinu, kvaðst sömuleiðis ánægður. Hann hefði á sínum tíma horfið af blaðinu með hálfum hug, en sneri nú aftur með heilum hug. NÝIR RITSTJÓRAR MORGUNBLAÐSINS TIL STARFA Morgunblaðið/Heiddi Banaslys í Jökulsárhlíð BANASLYS varð um klukkan ellefu í gærmorgun í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót í Norð- ur-Múlasýslu. Er bærinn um 25 kíló- metra norður af Egilsstöðum. Jeppi á leið norður Hlíðarveg valt með þeim afleiðingum að annar tveggja manna í bílnum lét lífið. Hinn maðurinn var fluttur töluvert slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Tildrög slyssins eru enn sem kom- ið er ekki ljós en rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði hefur rann- sókn málsins með höndum í náinni samvinnu við lögregluna á Egilsstöð- um. Frekari upplýsingar var ekki að fá hjá lögreglunni í gærkvöld en yf- irlýsingar vegna málsins er að vænta á næstu dögum að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. skulias@mbl.is DAVÍÐ Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. seðla- bankastjóri, hefur tvívegis verið kallaður í sjö klukkustunda yf- irheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar við Davíð á Skjá einum í gærkvöldi. Aðspurður sagði Davíð þegar kæmi að umfjöllun Morgunblaðs- ins um væntanlega skýrslu nefndarinnar myndi hann fela öðrum það verk, enda væri eng- inn dómari í eigin sök. Hann sagðist úr fyrra starfi búa yfir ýmsum upplýsingum en myndi ekki rjúfa trúnað – enda þótt hann vænti þess að reynsla sín og þekking nýttist blaðinu að öðru leyti. Davíð tvívegis yfirheyrður EKKI þarf að vera nein hindrun í vegi þess að lagafrumvörp um greiðsluaðlögun o.fl. vegna fólks sem á í alvarlegum greiðsluvanda verði lögð fyrir Alþingi í byrjun þings í október. Þetta er mat Magn- úsar Norðdahl, lögfræðings ASÍ, en hann á sæti í nefnd félags-, við- skipta- og dómsmálaráðherra. Að sögn Magnúsar eru uppi hug- myndir um að halda næsta fund nefndarinnar á þriðjudaginn. Hann vonar að boðað verði til fundar fyrr. „Við teljum tímann líða svo hratt að það sé óviðunandi að sitja með hendur í skauti í marga daga ef á að skila þessum lagafrum- vörpum fyrir mánaðamótin,“ segir hann. Segist hann alltaf hafa staðið í þeirri meiningu að þessi mál yrðu meðal fyrstu frumvarpa sem lögð verða fyrir Alþingi í byrjun októ- ber. omfr@mbl.is Óviðunandi að sitja með hendur í skauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.