Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
ð
13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára
www.naestakynslod.is
Vilt þú...
...vera einbeittari í námi?
...geta staðið þig vel í vinnu?
...vera jákvæðari?
...eiga auðveldara með að
eignast vini?
...vera sáttari við sjálfan þig
DALE CARNEGIE
FYRIR UNGT FÓLK
Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina
Kynningarfundir verða haldnir:
mánudaginn 5.janúar kl.20:00 og
miðvikudaginn 7.janúar kl.20:00,
Ármúla 11, 3.hæð.
Æskilegt að foreldrar mæti með þeim sem
fara á námskeið fyrir 13-15 ára.
Næstu námskeið hefjast:
mánudaginn 12.janúar 13-15 ára,
miðvikudaginn 14.janúar 16-20 ára,
þriðjudaginn 20.janúar 21-25 ára.
Hafðu samband við skrifstofu
Dale Carnegie í síma 555 7080
og fáðu nánari upplýsingar
um Næstu kynslóð
w .naest slod.is
13-15 ára og 16-20 ára
Kynningarfundur verður haldinn
sunnudaginn 27.september kl.16
í Ármúla 11, 3. hæð.
Æskilegt að foreldrar mæti með
þeim sem fara á námskeið
fyrir 13-15 ára.
Næstu námskeið hefjast:
Miðvikudaginn 30. sept. 3-15 ára
Fimmt i n 1. okt. 16-20
Föstudaginn 2. okt. 13-15 ára.
ÞAU hoppuðu í parís og töldu upp á tíu á spænsku í
leiðinni. Þannig var ein tungumálaæfingin sem
nemendur Menntaskólans við Sund lögðu fyrir
nemendur í Vogaskóla í gær.
Fleiri lærdómsríkar þrautir voru lagðar fyrir
börnin. Miðuðu þær allar að því að kenna börnum
ólík tungumál en í dag, laugardag, er evrópski
tungumáladagurinn.
Í tilefni tungumáladagsins stendur Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur og Félag enskukennara fyrir
námsefniskynningu á Hótel Sögu. Kynningarnar
spanna nám og kennslu allt frá leikskólastigi til há-
skólastigs. Ísbrú, fagfélag kennara sem kenna ís-
lensku sem erlent mál, stendur að skipulagningu
kynningarinnar. Þar munu sautján aðilar kynna
nýtt, frumsamið og framsækið námsefni.
Kynningin hefst kl. 14 og lýkur kl. 17.30. Nánar
á www.ki/isbru.
Evrópski tungumáladagurinn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Talið við hvert hopp
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
MATARKARFA Alþýðusambands
Íslands (ASÍ) er ódýrust í verslun
Bónuss Egilsstöðum en dýrust í
Krónunni í Vestmannaeyjum. Kost-
ar karfan 14.267 kr. í Bónus en
15.595 í Krónunni og nemur mun-
urinn 9%. Er þetta meðal niður-
staðna verðkönnunar ASÍ sem gerð
var síðastliðinn þriðjudag í fjórum
lágvöruverðsverslunum landsins.
Verð var kannað í verslun Kaskó á
Húsavík og Nettó á Akureyri auk áð-
urnefndra verslana. Þar var matar-
karfan 6% dýrari en í Bónus á Egils-
stöðum.
Vörukarfan stóð saman af 38
vörum á borð við mjólkurvörur,
brauð, grænmeti og ýmsar pakka-
vörur. Verulegur verðmunur var á
hreinlætisvörum en Colgate Total
tannkrem reyndist 21-121% dýrara í
öðrum verslunum en Bónus þar sem
það var ódýrast, 2.590 kr./l. Dýrast
reyndist það í Krónunni, 5.720 kr/l.
Head & Shoulders flösuhársápa var
87% dýrari í Krónunni en í Bónus
sem bauð lægsta verðið.
Umtalsverður munur reyndist
einnig á grænmetisverði milli versl-
ana. Þannig voru tómatar 71% dýr-
ari í Krónunni en í Bónus og græn
paprika 27% dýrari í Krónunni en í
hinum verslununum þremur.
Merkingar hamli samkeppni
Tiltölulega lítill verðmunur var á
forverðmerktum osti og áleggi. Tel-
ur ASÍ þetta vísbendingu um að for-
verðmerkingar hamli verðsam-
keppni eins og verðeftirlit
sambandsins hafi margsinnis bent á.
Sömu sögu er að segja af verði
mjólkurvara en nam munurinn mest
8% og var þar um að ræða kókó-
mjólk. Enginn verðmunur var á ný-
mjólk, rjóma og 17% gouda osti.
Hvetur ASÍ neytendur til að vera
á varðbergi og gera verðsamanburð
áður en gengið er til kaupa.
Matarkarfa ASÍ
ódýrust í Bónus
Tannkremið tvöfalt dýrara í Krónunni
!
" #!
$
%
!
&'(((
(&)
*'+))
*'),+
-),
))+
,.&
-&/
&-(
&'0)(
&',+&
,00
*'*0(
*')/&
*'*/0
-./
0(/
*'+&&
(*)
&'-+,
&',+(
,00
*'*0(
*'.0*
*'/()
-&.
,.+
*'+&&
(*)
&'-)0
&'(,(
,/0
*'*-/
*'.,(
*'*(/
*'++-
0-*
*'+(&
&-0
('&))
1
%2 3
4 "
5'" „Í FORSÍÐUFRÉTT í Morgun-
blaðinu, 25. september sl., er því
haldið fram að talsvert magn ólög-
legra lyfja, nokkur hundruð þús-
und krónur í peningum og á þriðja
þúsund sterataflna hafi fundist við
húsleit tollgæslu í versluninni Per-
form.is í Kópavogi. Þetta er rangt
hjá Morgunblaðinu,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Sunnu Hlín Gunn-
laugsdóttur, verslunarstjóra og
einum eiganda Perform.is. „Hið
rétta er að ofangreindar steratöfl-
ur, fjármunir og ólögleg lyf fund-
ust við leit á einum eiganda versl-
unarinnar og við húsleit heima hjá
honum.
Aðrir eigendur Perform.is
harma það að Morgunblaðið skuli
hafa dregið nafn verslunarinnar
inn í umræðuna með þessum hætti
meðal annars með því að fullyrða
að framangreindir fjármunir og
efni hafi fundist og verið til sölu í
versluninni. Því er vinsamlegast
beint til Morgunblaðsins að láta
innanhússátök ekki bitna á fagleg-
um vinnubrögðum á blaðinu, en
Morgunblaðið sá ekki ástæðu til
þess að leita eftir viðbrögðum hjá
eigendum verslunarinnar, sem
hefðu geta leiðrétt rangfærslur
blaðsins áður en þær birtust á for-
síðu þess.
Eigendur Perform.is munu í
framhaldi kanna hvort ástæða sé
til þess að höfða skaðabótamál á
hendur útgáfufélagi Morgunblaðs-
ins vegna þess tjóns sem umfjöllun
blaðsins hefur valdið versluninni,“
segir jafnframt í tilkynningunni.
Aths. ritstj.
Morgunblaðið stendur við frétt-
ina.
Fundust
á eiganda