Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 6 6   7 7 6 #6    7 7  89  :$;   7 7 <#1 46    7 7 6$0 6 (+   7 7 Þetta helst ... ● ENGAR breytingar urðu á gengis- vísitölu krónunnar í gær og er hún 234,53 stig. Evran er 183 krónur, danska krónan 24,592 krónur, Banda- ríkjadalur 124,67 krónur og pundið 199,09 krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni í gær nam um sjö milljörðum króna. Velta með hlutabréf nam 43 milljónum króna. bjorgvin@mbl.is Pundið kostar 199 kr. ● MAGNÚS Jóns- son hefur látið af störfum sem for- stjóri Atorku. Atorka fékk í gær áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar til 30. október nk. Segir félagið, að áfram verði unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fé- lagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Atorku hefur enginn verið ráðinn forstjóri í stað Magnúsar en hann á stóran hlut í félaginu. Meðal eigna Atorku eru ráðandi eign- arhlutur í Promens, sem er ein stærsta plastverksmiðja í heimi og ráðandi hlut- ur í þriðja stærsta gámafyrirtæki í heimi. Magnús Jónsson for- stjóri Atorku hættur Magnús Jónsson ● EKKI stendur til að skipta um nafn eða vörumerki Landsbankans, að sögn Ásmundar Stefánssonar, bankastjóra. Jón Hákon Magnússon, eigandi Kom Almannatengsla, hefur sagt að bankinn þurfi að byrja upp á nýtt og skipta um nafn og merki, enda verði nafnið um ókomna tíð tengt við beitingu hryðju- verkalaga þökk sé leitarvélinni Google. Fleiri deila þessari skoðun með Jóni. „Ég held að vandamálið í þessu sé það að það hlaupi enginn svo léttilega frá fortíð sinni með nafnabreytingu að það skipti sköpum í stöðunni eins og hún er núna. Ef menn ætla að skipta um nafn held ég að það sé ástæða til að láta ein- hvern tíma líða,“ segir Ásmundur. thorbjorn@mbl.is Landsbankinn hleypur ekki frá fortíð sinni Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞEGAR FL Group (nú Stoðir) seldi hluti sína í Geysi Green Energy í febrúar á síðasta ári á genginu 1,4 til Glitnis, Atorku og fleiri aðila tók Glitnir 500 milljónir króna í þóknun vegna ráðgjafar við sölu bréfanna. Auk Glitnis og dótt- urfélags Atorku, Renewable Energy Resources, bauð VGK In- vest einnig í bréfin. Þetta er meðal þess sem endur- skoðunarfyrirtækið Ernst & Young sá ástæðu til að athuga nán- ar með tilliti til riftunar í sérstakri skýrslu um viðskipti tengdra aðila sem unnin var að beiðni aðstoð- armanns Stoða í greiðslustöðvun. Stjórn Stoða hafði frest til 26. ágústs síðastliðins til að höfða mál til að láta reyna á riftun örlæt- isgerninga eða samninga sem fólu í sér ótilhlýðilega ráðstöfun fjár- muna til tengdra aðila 24 mán- uðum áður en félagið óskaði eftir greiðslustöðvun. Eftir samþykkt nauðasamnings er þriggja mánaða svigrúm til að láta reyna á riftun. Stjórn félagsins hefur ákveðið að láta reyna á riftun í fimm tilvikum, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Ekki hefur hins vegar fengist upp gefið hvaða samningar það eru sem um er að ræða. Glitnir tók 500 milljónir í þóknun vegna sölu til sín Í HNOTSKURN »Í skýrslu Ernst & Young errakinn fjöldinn allur af samningum FL Group fyrir bankahrunið við tengda aðila eins og Baug, Glitni og Primus sem ástæða er til að skoða frekar að mati fyrirtækisins. »Samkvæmt upplýsingumfrá Stoðum var ekki ákveðið að byggja á umræddri skýrslu Ernst & Young þar sem hún þótti ekki nægilega vel unnin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðgjöf Glitnir tók hálfan milljarð króna í ráðgjafarþóknun vegna sölu á bréfum þegar bankinn sjálfur var meðal kaupenda bréfanna. Stoðir höfðu þrjá mánuði til að láta reyna á riftun BEAT Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities, segir í bréfi til við- skiptavina sinna í gær að hann taki undir með Seðlabankanum að krón- an muni styrkjast á næsta ári. Evran muni kosta minna en 170 krónur. TD Securities hefur haft umsjón með meirihluta af allri útgáfu svo- kallaðra jöklabréfa og miðlað til út- lendinga, sem vildu nýta sér vaxta- mun milli Íslands og annarra myntsvæða. Krónur í eigu þessara útlendinga festust á Íslandi eftir að gjaldeyr- ishöftin voru sett á. Telji þeir að krónan muni styrkjast eru meiri lík- ur á að þeir bíði rólegir með að skipta krónum yfir í evrur á aflands- markaði. Það minnkar þrýsting á veikingu krónunnar. bjorgvin@mbl.is Jákvæður á styrkingu krónunnar Telur að evran fari í 170 krónur 2010 ÞRJÁTÍU starfsmönnum Jarðbor- ana hefur verið sagt upp störfum. Eftir uppsagnirnar munu um 150 manns starfa hjá Jarðborunum en þegar mest var sumarið 2008, störf- uðu um 210 manns hjá félaginu. „Samhliða efnahagserfiðleikum á Íslandi hefur verkefnum Jarðbor- ana hf. við borun eftir jarðhita fækkað verulega, auk þess sem taf- ir á framgangi stórframkvæmda hafa haft neikvæð áhrif. Er nú svo komið að draga þarf úr starfsemi félagsins hér á landi,“ segir í til- kynningu. bjorgvin@mbl.is Jarðboranir fækka fólki Færri verkefni við borun eftir jarðhitaÍ NEYÐARLÖGUNUM er heimild til þess að færa íbúðalán frá bönk- unum til Íbúðalánasjóðs. Ekki er útilokað að af þessu verði og hefur nýting þessarar heimildar m.a. ver- ið rædd að undanförnu á ríkis- stjórnarfundum. Ásmundur Stefánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að erfitt sé að meta í fljótu bragði hvaða af- leiðingar það hefði fyrir bankann ef af þessu yrði. „Það þyrfti að koma greiðsla fyrir og íbúðalánin yrðu þá sett í sérstakan farveg og yrðu ekki lengur tengd öðrum skuldum við- komandi lántakanda. Hjá flestum eru skuldirnar ekki afmarkaðar við íbúðalán, en margir eru með bílalán sem geta gert fólki erfitt fyrir að standa í skilum með greiðslur,“ segir Ásmundur. Hann segir ekki ljóst á þessari stundum hvort þetta yrði góðs eða skaða hvort sem það væri fyrir skuldarana eða bankann. Yfirfærsla íbúðalána er ein af fjölmörgum hugmyndum sem nefnd þriggja ráðherra hefur verið að skoða, sem lið í lausn á skulda- vanda heimilanna. Aðspurður segir Ásmundur að Landsbankinn hafi ekki verið beðinn um að gefa álit sitt á yfirfærslu íbúðalánanna. Þetta sé heldur ekki til umræðu innan bankans. thorbjorn@mbl.is Kostir yfirfærslu lána ekki augljósir Bankastjórinn Ásmundur Stefánsson segir ekki ljóst hvort yfirfærsla íbúðalána yrði til góðs, hvort sem það væri fyrir bankann eða skuldara. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞETTA kemur á óvart. Við höfum beðið um afrit af kærunni til að vita í rauninni hvað er á bak við hana. Við getum ekki séð að þetta falli undir valdsvið sérstaks saksóknara. Við bíðum bara og sjáum á hvaða forsendum þessi kæra er byggð,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmað- ur hjá Logos lögmannsþjónustu. Nýja Kaupþing hefur kært til sérstaks saksóknara forsvarsmenn Exista og þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önn- uðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008. Að mati bankans fer háttsemi viðkomandi aðila gegn lögum um hlutafélög. Fyrirtækja- skrá úrskurðaði hlutafjáraukn- inguna ólögmæta í sumar og gerði alvarlegar athugasemdir við fram- göngu lögmanna og endurskoðenda Exista. Hilmar A. Alfreðsson skrif- aði undir skýrslu Deloitte. Nýi Kaupþing banki hefur einnig kært forsvarsmenn Exista vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009 til sér- staks saksóknara. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi kemur fram að það sé mat bankans að forsvarsmenn Exista hafi fyrir hönd félagsins brotið gegn ákvæð- um 250. grein í auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga með söl- unni. Sú grein fjallar um skilasvik. Nýja Kaupþing mun jafnframt leita einkaréttarlegra úrræða. Fram hefur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu Ex- ista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjármagna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósenta hlut Exista í Bakkavör með skuldavið- urkenningu upp á 8,4 milljarða króna. Þetta þýðir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaup- in. Í fréttum Stöðvar 2 hefur komið fram að vextir á láninu í dag séu 2,71%. Þeir séu breytilegir og með föstu álagi. Það eru mun betri láns- kjör en öðrum stendur til boða á markaðnum í dag. Sem dæmi eru vextir á láni vegna Icesave-skuld- bindinga, sem ríkið ábyrgist, 5,5%. Ekki náðist í Ágúst Guðmunds- son, stjórnarmann Exista, Erlend Hjaltason, forstjóra, eða Finn Sveinbjörnsson bankastjóra Nýja Kaupþings í gær. Hlutafjáraukning Exista og salan á Bakkavör kærð Kæra Kaupþings beinist að stjórnendum Exista Morgunblaðið/Golli Í ströngu Bakkabræður berjast nú fyrir yfirráðum í Bakkavör. ● GREININGARDEILD Kaupþings tel- ur óvíst að útgáfa innstæðubréfa, sem Seðlabankinn tilkynnti um í fyrradag, hafi tilætluð áhrif til að draga úr lausu fé í umferð. Ástæðan er sögð sú að það gæti reynst kostnaðarsamt fyrir banka að binda of mikið af sínu lausafé í slíkum bréfum ef þörf fyrir lausafé myndi aukast á ný. Ávinningur sé lítill miðað við þá áhættu að þurfa að taka veðlán á 12% vöxtum. bjorgvin@mbl.is Ávinningur af útgáfu innstæðubréfa óviss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.