Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 um leið útgáfutónleikar því það er að koma út ferilsplata sem Sena gefur út, sem líklega verða þrefaldir diskar í albúmi, þar á meðal upp- tökur frá Metropolitan, Covent Garden og Vín. Síðan verður haldið til Akureyrar 5. desember og haldnir jólatónleikar í Akureyrarkirkju. Á næsta ári ætla ég svo í samstarfi við Senu að halda stórtónleika í Laug- ardalshöllinni en ég er mjög ánægð- ur með okkar samstarf. Ég er að kenna í Söngskóla Sig- urðar Demetz. Ég geng að því með galopið hjarta. Þar er yndislegt list- rænt andrúmsloft og skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að þar eru gömlu húsgögnin hans Demma, myndirnar hans og ekki síst gamli flygillinn hans. Í söngkennslu er sífellt verið að tala um öndun og munnstillingu en aðalatriðið er að söngurinn komi frá hjartanu. Það er vandi að kenna söng, það er ekki öllum gefið. Góð vinkona mín í Veróna, Micaela, sem er píanóleik- ari, sagði eitt sinn við mig upprifin þegar ég hitti hana: „Ég er farin að kenna söng.“ „Og veistu hvað,“ svar- aði ég, „ég er farinn að kenna á pí- anó.“ Hún sagði furðu lostin: „Ha, þú sem spilar sama og ekkert á píanó.“ Ég svaraði: „Nei, en kannt þú að syngja?“ Sem söngkennari verður maður að byrja á byrjuninni. Ég leyfi nem- endum mínum ekki að syngja lög og aríur fyrstu mánuðina, læt þá bara gera tækniæfingar. Ég þjálfa þá eins og íþróttamenn. Ég byrja á byrj- uninni og þegar þeir hafa náð valdi á tækninni byrja þeir að syngja af hjarta og sál. Söngur er túlkun, tján- ing en ekki bara falleg hljóð. Skóla- stjórinn, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, segir: „Elsku Kristján minn, gerðu þetta bara eins og þú vilt en við erum með námskrá og reyndu nú samt eitthvað að fylgja henni.“ Einstaklega lánsamur Heldurðu að það sé nauðsynlegt fyrir íslenska óperusöngvara að fara til útlanda í framhaldsnám til að ná verulegum árangri? „Já, yngra söngfólk fer alltof seint út. Miðað við kollega þeirra erlendis eru þeir tíu árum á eftir. Góður óp- erusöngvari þarf að kunna að leika og kunna reiprennandi þýsku, ítölsku og frönsku. Þess vegna þyrftu söngnemendur að læra leik- list og framkomu samfara söngnám- inu, allavega þeir sem ætla í óperu- sönginn. Ég er í sambandi við nokkrar umboðsskrifstofur og söng- akademíur erlendis og langar til að koma á fót nemendaskiptum við söngakademíurnar. Þá erum við að tala um söngfólk á aldrinum 20-25 ára. Ungir íslenskir söngvarar þurfa að kynnast því hvernig söngnám gengur fyrir sig erlendis, þurfa að láta skamma sig og læra að það sé allt í lagi. Þannig vex maður og lær- ir.“ Þegar þú lítur yfir 30 ára söng- feril hvernig tilfinningar bærast í brjósti þér? „Gleði – hamingja – fögnuður og stolt. Einn og annar þyrnir hafa orð- ið á leið minni, þetta hefur ekki alltaf gengið alveg fyrirhafnarlaust, en smámótbyr hefur hingað til bara hert mig og ég geri mér grein fyrir að ég hef verið einstaklega lán- samur. Ég hef lifað ótrúlega litríku lífi og á glæsilegan söngferil að baki, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá felst lífshamingjan í fjölskyldunni og fólkinu í kringum þig. Þeim sem þú deilir sætu og súru með – eða hvað?“ Morgunblaðið/Kristinn – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun föstudaginn 9. október 2009. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2009 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Meðal efnis verður : Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslenskir fatahönnuðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Tíska og förðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.