Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands munu kæra til umhverfisráðherra þá ákvörðun Skipu- lagsstofnunar að umhverfisáhrif suðvesturlína skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum sem tengjast fyrirhuguðu álveri í Helguvík á Reykja- nesi. Því er ljóst að enn verða tafir á málinu sem þegar eru farnar að valda óþægindum fyrir Norðurál. Framtíð álversins verður rædd á stjórnarfundi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, í nóvember. Auk fyrirhugaðs álvers munu gagnaver á Ásbrú á Reykjanesi og kísilmálmverksmiðja í Helguvík nýta sér flutningskerfi suðvesturlína. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði um að fleiri en ein mats- skyld framkvæmd séu fyrirhugaðar sem unnt sé að láta meta sameiginlega, sér í lagi ef höfð sé í huga sú túlkun sem komi fram í úrskurði um- hverfisráðherra frá 3. apríl 2008 vegna álvers í Helguvík en þar var niðurstaðan sú, að ákvörðun um sameiginlegt mat skuli liggja fyrir áður en tekin sé ákvörðun um matsáætlun. Hægt að afgreiða málið fyrir jól Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fagnaði niðurstöðunni í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Árni segir að þar sem úrskurð- urinn sé í raun óbreyttur með þessari niðurstöðu og ráðuneytið búið að skoða málið mjög ítarlega ætti ekki að þurfa að dvelja lengi við það. „Það ætti að vera hægt að klára þetta mál fyrir jól með þessari niðurstöðu enda ekki hægt að klára fjármögnun fyrr en það er afgreitt,“ segir Árni. Forsvarsmenn Norðuráls eru einnig ánægðir með niðurstöðu Skipulagsstofnunar en segja hana þó ekki koma á óvart, enda kom ekkert annað til greina að þeirra mati. „Vonandi klárast þetta mál bara sem fyrst,“ segir Ágúst F. Haf- berg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta. „Það var farið yfir þetta mál árið 2006 og þá ákveðið að fara ekki í sameiginlegt mat. Það er mjög óþægilegt og hefur skapað okkur mikil vandræði að karpa um eitthvað sem er löngu ákveðið ár eftir ár.“ Þrátt fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar er ljóst að málið leysist ekki í bráð. Kæra má ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðherra og er kærufrestur til 4. desember nk. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands, segir liggja ljóst fyrir að sam- tökin muni kæra ákvörðunina. Hann á von á því að umhverfisráðherra taki á málinu af festu og kveði upp úr um málið í samræmi við at- hugasemdir samtakanna. Suðvesturlínur aftur til ráðherra  Skipulagsstofnun hefur á ný tekið ákvörðun um að umhverfisáhrif suðvesturlína skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum tengdum álveri í Helguvík  Ákvörðunin verður kærð Í HNOTSKURN »Skipulagsstofnun tók ímars ákvörðun um að ekki skyldi fara fram sam- eiginlegt mat á umhverfis- áhrifum suðvesturlína og öðrum framkvæmdum sem tengjast framkvæmdum í Helguvík. »Svandís Svavarsdóttir,umhverfisráðherra, felldi þá ákvörðun úr gildi í september og lagði fyrir Skipulagsstofnun að taka málið fyrir að nýju. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MARGT bendir til að á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri hafi svína- flensufaraldurinn náð hámarki. Þetta er mat fulltrúa Almannavarna og heil- brigðisþjónustunnar sem héldu sinn reglulega fund í gærmorgun. Víða um land er flensan hins vegar í sókn, til dæmis á Húsavík. Starfsmenn heilsu- gæslustöðva sjá til dæmis glögg merki um að hlutfallslega fleiri börn veikist nú en áður. Hins vegar fækkar veikindatilfellum meðal fólks sem er 15 til 30 ára. Á Landspítala voru í gær 43 flensu- sjúklingar, þar af 11 á gjörgæslu. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru þrír með flensu þessa stundina, þó enginn á gjörgæslu. Bólusetning byrjar í nóvember Annríki er mikið á Landspítalan- um, en nokkrir þeirra sem þar liggja og eru með flensuna eru fólk utan af landi úr byggðarlögum þar sem ekki er aðstaða til gjörgæsluhjúkrunar. Horfur eru á að unnt verði að hefja almenna bólusetningu við svínaflens- unni strax fyrri hlutann í nóvember en ekki í desember eins og áður var talið. Meira berst af bóluefni til lands- ins en gert var ráð fyrir, sem auðveld- ar málin. Búið er að bólusetja 20 þús- und manns. Engar fréttir hafa borist af alvarlegum aukaverkunum bólu- setningar. Flensan í sókn á landsbyggðinni Morgunblaðið/RAX Húsavík Svínaflensan komin norður og hefur verið í vexti síðustu daga. KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar og prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við verðlaunum Anders Jahre sem veitt eru árlega í viðurkenningarskyni fyrir fram- úrskarandi árangur við rannsóknir í læknavís- indum á Norðurlöndum. Athöfnin fór fram í við- hafnarsal Óslóarháskóla að viðstöddum Haraldi V. Noregskonungi. Kári er fyrstur Íslendinga til að hljóta þennan heiður HLAUT HIN VIRTU VERÐLAUN ANDERS JAHRE BIÐLISTI fyrir hjartaþræðingar á Landspítala er svo gott sem tæmdur, að því er kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi land- læknis um heil- brigðistölfræði. Þegar staða á biðlistum í október er borin saman við stöðu á biðlistum í október árin áður sést að listarnir hafa styst fyrir nær allar skurð- aðgerðir. Verulegur árangur hefur náðst varðandi biðlista vegna hjartaþræð- inga, en hann var mjög langur á ár- unum 2007 og 2008. Biðlisti fyrir augnaðgerðir hefur einnig styst um- talsvert og eru um tólf hundruð ein- staklingar sem bíða eftir aðgerð á augasteini. Þeir voru ríflega fimm- tán hundruð á sama tíma í fyrra. Þá hefur biðtími vegna gerviliða- aðgerða á hné styst um 33 vikur en hann var 68 vikur í október á síðasta ári. Sautján vikna bið er eftir gervi- liðaaðgerð á mjöðm en var 25 vikur á sama tíma í fyrra. andri@mbl.is Nær allir biðlistar hafa styst Nánast engin bið eft- ir hjartaþræðingu Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu vinna nú öll eftir samræmdum viðbragðsáætl- unum sem gerðar voru undir umsjón slökkviliðs. Vel hefur gengið að tryggja þjónustu þrátt fyrir forföll starfsfólks. Neyðarstjórn hefur verið skipuð í hverju sveitarfélagi fyr- ir sig undir formennsku fram- kvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélags. Komi til þess að neyðarstjórn verði virkjuð starf- ar hún í samráði við aðgerða- stjórn Almannavarna. Náið sam- ráð er haft við sóttvarnalækni og lögreglustjóra. Samræmd áætlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.