Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
GRUNUR er um að eldur hafi verið
borinn að húsinu Bergþórshvoli á
Dalvík, sem brann í fyrrinótt.
Slökkvilið var kallað út á fimmta
tímanum um nóttina og tók nokkra
stund að ráða niðurlögum eldsins.
Mikinn reyk lagði yfir byggðina á
Dalvík vegna brunans og þurftu íbú-
ar því að yfirgefa hús sín en gátu
snúið aftur heim til sín í morguns-
árið. Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri, sem fer með rannsókn málsins,
bentu öll ummerki á vettvangi til
íkveikju og að eldsupptök væru í
kjallara.
Bergþórshvoll stóð við Goðabraut
á Dalvík. Húsið var tæplega 100 ára
gamalt og eitt fyrsta fjölbýlið í þorp-
inu. Húsið var einangrað meðal ann-
ars með heyi og torfi og því logaði
milli þilja, sem torveldaði slökkvi-
starf. Húsið er gjörónýtt eftir brun-
ann og til stóð að rífa það í gær, en
beðið var eftir formlegu leyfi sýslu-
manns svo hefjast mætti handa.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Katarzyna Lewicka
Bruni Slökkviliðið á Dalvík við
slökkvistarf, sem gekk greiðlega.
Bruni
á Berg-
þórshvoli
Kveikt í hundrað ára
gömlu húsi á Dalvík
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
SAMKVÆMT nýlegri úttekt sem
KPMG hefur unnið fyrir Eignar-
haldsfélagið Fasteign hf. (EFF), hafa
sveitarfélög sparað töluvert á sam-
starfi við eignarhaldsfélagið. Meðal
þess sem úttektin leiddi í ljós, er að
kostnaður við byggingu skóla í sam-
starfi við EFF, var allt að 30% lægri
en kostnaður við sambærileg verkefni
sem sveitarfélög sáu um sjálf.
EFF er eignarhaldsfélag sem er að
70% hluta í eigu 11 sveitarfélaga, og
hefur séð um fjármögnun og bygg-
ingu ýmissa fasteigna sem sveitar-
félögin leigja svo af félaginu. Þá hafa
mörg sveitarfélaganna fært eignir í
félagið og leigja þær svo aftur.
Kostnaður við að byggja fimm
skóla og leikskóla í samstarfi við EFF
var borinn saman við kostnað vegna
svipaðra verkefna þar sem sveitar-
félög sáu sjálf um að fjármögnun og
byggingu. Meðalkostnaður við bygg-
ingu skóla reyndist 30% lægri þegar
byggt var í samstarfi við EFF, en
meðalkostnaður við byggingu leik-
skóla 26% lægri.
Sérhæfing og samlegðaráhrif
Í niðurstöðum úttektarinnar segir
að með „sérhæfðri starfsemi
EFF …[náist] fram stærðarhag-
kvæmni og hagstæðari samningar við
byggingar- og viðhaldsaðila“. Þá er
bent á að ávinningur af lægri kostnaði
við byggingu skóla og leikskóla sé
mikill, enda hlaupi kostnaður við slík-
ar framkvæmdir á hundruðum millj-
óna.
Bergur Hauksson, framkvæmda-
stjóri EFF, tekur undir að stærðar-
hagkvæmnin skipti miklu. Sveitar-
félögin sem eigi EFF séu mörg hver
lítil, og hafi því oft hvorki þekkingu né
reynslu af fjármögnun og byggingu
fasteigna. Þá bendir hann á að
ábyrgðin verði að mörgu leyti skýrari
með samstarfi við EFF.
„Við þekkjum öll dæmi á borð við
stúkuna í Laugardal og Grímseyjar-
ferjuna, þar sem kostnaður fór mikið
fram úr áætlun og menn bentu hver á
annan,“ segir Bergur. Þegar sveitar-
félög fara út í verkefni í samstarfi við
EFF sé ólíklegra að slíkt komi upp.
Byrjað er á því að gera kostnaðar-
áætlun sem leiga sveitarfélaga til
EFF er miðuð við. EFF ber svo
ábyrgð á að verkið fari ekki yfir
kostnaðaráætlun. Verði heildarkostn-
aður verks lægri en kostnaðaráætlun
gerði ráð fyrir, lækkar leigan sem
sveitarfélögin þurfa að greiða í hluta-
falli við það.
Hagstæðara en krónuleiga
Leigan er að 55% hluta reiknuð í
evrum og 45% hluta í krónum. Eins
og fram hefur komið hefur leiga hjá
mörgum þeim sveitarfélögum sem
eru í samstarfi við EFF hækkað mik-
ið að undanförnu vegna þessa, í sam-
sræmi við lækkun krónunnar.
Í niðurstöðum KPMG segir að
vissulega hafi leiga sveitarfélagana
hækkað talsvert frá byrjun árs 2008.
Þegar litið er fimm ár aftur í tímann,
hafi þróun leigunnar frá EFF þó að
meðaltali reynst vera hagstæðari en
hún hefði verið ef hún væri tengd við
vísitölu neysluverðs.
Ódýrara með Fasteign ehf.
Byggingarkostnaður hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign er 20-30% lægri en kostnaður vegna fram-
kvæmda sem sveitarfélögin sjá sjálf um Leiga félagsins er til lengri tíma hagstæðari en krónuleiga
Ný bygging Meðal fasteigna EFF er
bygging Háskólans í Reykjavík.
Hvað er Eignarhaldsfélagið
Fasteign?
Stærstu eigendur Fasteignar eru
Íslandsbanki, Háskólinn í Reykja-
vík og eftirfarandi sveitarfélög:
Reykjanesbær, Sandgerðisbær,
Vogar, Garðabær, Álftanes, Ölfus,
Grímsnes- og Grafningshreppur,
Vestmannaeyjabær, Fjarðabyggð,
Fljótsdalshérað og Norðurþing.
Sveitarfélög þessi hafa ýmist
fengið eignarhaldsfélagið til að
fjármagna og byggja nýjar fast-
eignir fyrir sig, eða fært inn í fé-
lagið eldri fasteignir, og leigja
þær svo aftur af eignarhalds-
félaginu.
Eignir Fasteignar eru um 70 tals-
ins, þar á meðal skólar, leikskólar
og ýmsar fasteignir sem hýsa
starfsemi Íslandsbanka.
S&S
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst
laust til umsóknar embætti land-
læknis en skipað er í það til fimm ára
í senn.
Matthías Halldórsson var settur
landlæknir fyrir réttu ári eftir að
Sigurður Guðmundsson lét af því
starfi og tók við starfi forseta heil-
brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
Embætti land-
læknis auglýst
MARGIR vita fátt betra en að hjúfra sig inni við
með góða bók í hendi þegar veturinn skellur á af
fullum þunga, með tilheyrandi myrkri, kulda og
snjó.
Nú líður að þeim tíma þegar fólk fer að kynna
sér bækurnar sem gefnar verða út fyrir jólin og
vonast eftir að sjá þær, sem settar voru á óskalist-
ann, þegar skrautlegur jólapappírinn hefur verið
rifinn utan af hörðu pökkunum. Það má þó ekki
gleyma því að gamlar bækur eru ekki síðri en nýj-
ar og fjöldi gersema finnst líka í búðum sem sér-
hæfa sig í notuðum bókum.
Hleypa birtu í lífið á dimmum dögum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„ÞETTA var ágætt kropp sem menn voru að fá og
best virðist hafa gengið á Austfjörðum,“ segir Sig-
mar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Ís-
lands. Fyrsti dagur rjúpnatímabilsins var í gær
og gengu margir til rjúpna, en á þessu hausti eru
veiðar heimilaðar á föstudögum, laugardögum og
sunnudögum fram til 6. desember.
Skv. upplýsingum Náttúrufræðistofnunar er
rjúpnastofninn í uppsveiflu og með sama áfram-
haldi getur hann orðið nokkuð sterkur að tveimur
til þremur árum liðnum, jafnvel jafnsterkur og
þegar hann var hvað sterkastur á síðustu öld. Það
er meira af fugli nú en oft áður, en hann er afar
styggur í þessari tíð og flýgur hátt,“ segir Sigmar.
Víða var rigning í gær á vestanverðu landinu og
sneru skyttur því blautar til byggða síðdegis. Skv.
upplýsingum Morgunblaðsins héldu margir sig
því heima í dag og ætla frekar til rjúpna í dag,
enda veðurspáin bærileg. Ein rjúpnaskytta varð í
gær viðskila við félaga sína við Skjaldbreið en
skilaði sér aftur eftir um klukkustund eða áður en
björgunarsveitir voru ræstar út. sbs@mbl.is
Ágætt kropp á fyrsta rjúpnadegi
Góð veiði á Austfjörðum Rjúpnaskytta viðskila
við félaga sína en kom í leitirnar eftir klukkustund
Morgunblaðið/Ómar
Rjúpa Í gær hófst rjúpnaveiði og gengu margir
til fjalla en veiðitímabilið er til 6. desember.