Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 8

Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 GRÍMUR Sæ- mundsen, læknir og forstjóri Bláa lónsins, fékk í fyrradag við- urkenningu frá Samtökum psori- asis og ex- emsjúklinga, fyr- ir ómetanlegt framlag til psori- asis-meðferðar hér á landi. Bláa lóns meðferðin sem veitt er í Bláa lóninu Lækning- arlind, er einstök á heimsvísu og með því besta sem þekkist í heim- inum í dag. Viðurkenning fyrir psoriasis-meðferð Grímur Sæmundsen Á MORGUN sunnudag, verður haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Stóra-Núpskirkju. Hátíðarguðs- þjónusta verður kl. 14 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar. Dagskrá og kaffi í Árnesi að messu lokinni. Áður en athöfn hefst kl. 13.40 verður gerð stutt grein fyrir þeim framkvæmdum sem hafa átt sér stað á Stóra-Núpi. 100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju SKJÁREINN býður nú upp á Skjá- Frelsi, nýjung sem felur það í sér að áskrifendur SkjásEins á Sjónvarpi Símans geta horft á dagskrána þeg- ar þeim hentar. Um er að ræða tækni sem býður upp á þann mögu- leika að sækja innlenda og erlenda sjónvarpsþætti hvenær sem er í eina til fjórar vikur. SkjáFrelsi verður innifalið í áskrift að Skjá- Einum. Síminn og Skjárinn hafa nú þegar samið um dreifingu á Skjá- Einum um Sjónvarp Símans, sem er aðgengilegt fyrir um 100 þúsund heimili um land allt. Áætlað er að þjónustan hefjist 1. desember. Forsvarsmenn Símans og Skjásins. Skjáfrelsi fyrir áskrifendur NÚ standa yfir framkvæmdir á vegum Faxaflóa- hafna sf. við ýmis verkefni við frágang hafn- arkanta á Slippasvæðinu. Um er að ræða frágang á undirstöðum fyrir göngubrautir við sjó og bygg- ing á útivistar- og setpöllum við Sjóminjasafnið að Grandagarði 8. Síðastliðið sumar óskuðu Faxaflóahafnir sf. eft- ir tilboðum í þetta verk og í framhaldi af því var gengið til samninga við lægstbjóðanda, Ísar ehf., en tilboð hans var 69,7% af kostnaðaráætlun. Höfnin lagði aftur á móti til verks allt timbur. Verktakinn hóf síðan verkið síðla sumars og þessa dagana eru ýmsir verkáfangar að taka á sig mynd. Pallasmíði við Grandagarð 8 er að ljúka, grjótröðun á landköntum í gangi og samhliða lokið niðurrekstri á undirstöðustaurum fyrir göngu- brautir sem byggðar verða þarna síðar. Þessum áfanga framkvæmda lýkur síðan í desember. Við verklok þessara framkvæmda má segja að nokkrar áhugaverðustu lóðir til úthlutunar og uppbyggingar í Reykjavík séu nú að verða til- búnar. Húsin á svæðinu verða 4-5 hæðir með verslunum á neðri hæðum og íbúðum á efri hæð- um. Þetta kann að taka breytingum því nú er í gangi hugmyndsamkeppni um svæðið. Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra hefur verið frestað að auglýsa lóðirnar til úthlutunar, ekki síst vegna efnahagsástandsins. Eins vilja menn bíða og sjá hver verður niðurstaða hug- myndasamkeppninnar. sisi@mbl.is Unnið við eftirsóttar lóðir Frestað hefur verið að auglýsa lóðir á Slippasvæðinu vegna efnahagsástandsins ÞAÐ var góður sprettur sem Hulda Bjarkar Gylfadótt- ir tók í Sporthúsinu í Kópavogi í gær þegar hún reri 103 km og sló þar með Íslandsmet. Enginn hefur áður róið svo langt og lengi, en hún var ellefu klukkustundir „undir árum“. Í leiðangurinn fór hún til styrktar verð- ugu málefni, sem er baráttan gegn brjóstakrabba- meini. Peningar sem söfnuðust með róðrinum renna til átaksins Bætum brjóst en tilgangurinn þar er að safna fyrir röntgentæki fyrir Landspítalann og þannig bæta þjónustu við konur sem eru með brjóstakrabbamein. Morgunblaðið/Árni Sæberg HULDA RERI GEGN KRABBAMEINI MEÐAL stofn- fjáreigenda Spari- sjóðsins í Keflavík, SpKef, eru 35 ófjárráða ein- staklingar, eða börn undir 18 ára aldri. Að sögn Angantýs V. Jón- assonar spari- sjóðsstjóra hafa engir ófjárráða einstaklingar fengið lán hjá sparisjóðnum til kaupa á stofnfjárbréfum og engin börn eru meðal skuldara í sjóðnum. Sam- kvæmt verklagsreglum sjóðsins sé ekki heimilt að veita slík lán. Angantýr segir engar takmarkanir á því að ófjárráða aðilar geti verið stofnfjáreigendur, þeir geti t.d. eign- ast stofnfjárbréf gegnum erfðir eða fengið þau að gjöf. Eins og fram hefur komið fengu 10 börn meðal stofnfjáreigenda Byrs lán hjá gamla Glitni vegna stofnfjár- aukningar í sparisjóðnum. Þar sem ekki fékkst samþykki sýslumanns fyrir þeim lántökum lítur Íslands- banki svo á að lánin séu ógild og þau verði ekki innheimt. bjb@mbl.is Barnalán ekki veitt í Keflavík Angantýr V. Jónasson Sigmundur með 14,6% RANGHERMT var í blaðinu í gær að 4,6% aðspurðra í könnun Við- skiptablaðsins treystu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best til að leiða Íslendinga út úr efnahags- kreppunni. Rétt tala er 14,6%. Mis- tökin má rekja til prentvillu í Við- skiptablaðinu. Rangur myndatexti RANGUR myndatexti birtist með mynd um réttarhöld í morðmáli í Dresden í Þýskalandi í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. Á myndinni var Elwy Ali Okaz, eiginmaður hinn- ar myrtu, en ekki meintur morðingi. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.