Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 14
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
FRAMUNDAN eru miklar breyt-
ingar á húsi Domus Medica við Egils-
götu. Samkvæmt tillögu að breyttu
deiliskipulagi verður nýtt þjónustu-
rými með aðalinngangi um 2.200 fer-
metrar og bílakjallari á tveimur hæð-
um verður 3.825 fermetrar. Jón
Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri
Domus Medica og Læknahússins,
segir að þessar breytingar muni létta
mjög álagi af Egilsgötu og starfsemi
hússins tengist eftir breytingar beint
inn á Snorrabraut.
Jón Gauti segir að breytingarnar
hafi lengi verið í undirbúningi og í því
ferli hafi verið tekið mið af mörgum
athugasemdum og hugmyndum.
„Framkvæmdirnar eru liður í fram-
tíðarþróun starfsemi okkar, en við
förum okkur að engu óðslega. Um-
sagnarferli lýkur í lok nóvember og
þá tekur borgin afstöðu til at-
hugasemda sem fram kunna að koma
og að því loknu tekur hönnunarferlið
við. Við erum búin að vera hér í rúm
40 ár og erum ekki þekkt fyrir að
taka stór stökk, en á næstu árum
verður ráðist í þessar framkvæmdir,
sem margir koma að,“ segir Jón
Gauti.
Hann segir óvarlegt að nefna
kostnað við þessar framkvæmdir,
hann gæti þó verið á bilinu 500-1.000
milljónir króna.
Hringrás umferðar
verður neðanjarðar
Í greinargerð sem fylgir kynn-
ingu á tillögu að breyttu deiliskipu-
lagi segir að nútímaheilbrigðisþjón-
usta geri meiri kröfur um aukinn
húsakost, m.a. vegna meiri áherslu
á tæknibúnað á skurðstofum og
rannsóknarstofum og kallar á sam-
felld stærri rými fyrir starfsemina.
Til þess að mæta kröfum um aukið
þjónusturými er óskað eftir aukn-
ingu byggingarmagns á lóðinni.
Breytingin nær m.a. til nýs aðal-
inngangs á 1. hæð með aðkomu frá
Snorrabraut. Tveggja hæða bíla-
geymsla verður með gegnumakstri
og verða op bílageymslunnar á
sömu hæð og aðalinngangurinn.
Núverandi aðkomuhæð frá Egils-
götu, sem er önnur hæð, verður
framlengd til vesturs og verður 3.
og 4. hæðin, sem snúa að Heilsu-
verndarstöðinni, inndregnar. Bíla-
kjallarinn með aksturshringrás neð-
anjarðar verður í raun í kringum
gamla húsið.
Endurbygging
á teikniborðinu
Heilsuverndarstöðin
Bílageymsla
neðanjarðar
Egilsgata 3
Domus Medica
Olís
Við-
bygging
Götuásýnd frá Egilsgötu
Olís
Domus
Medica
Bíla-
geymsla
Nýbygging
(4h)
Heilsuverndarstöðin
E G
I L
S
G
A
TA
S N O R R A B R A U T
Egilsgata 3 deiliskipulag
út
inn
Framkvæmdir við
Domus Medica
gætu kostað 500-
1.000 milljónir
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
Hættumatsnefnd Skaftárhrepps
Í samræmi vi› ákvæ›i laga nr. 49/1997 og regluger›ar
nr. 505/2000 hefur veri› unnin tillaga a› hættumati vegna
ofanfló›a fyrir Kirkjubæjarklaustur. Tillagan liggur nú frammi
til kynningar á skrifstofu Skaftárhrepps.
Athugasemdum skal skilað til Skaftárhrepps í síðasta lagi
þriðjudaginn 1. desember 2009.
Hættumat fyrir
Kirkjubæjarklaustur
„ÞAÐ sem stjórnvöld eru að gera
með þessari greiðslujöfnun er að
bæta nýju flækjustigi inn í þegar
mjög flókna stöðu,“ segir Breki
Karlsson, forstöðumaður Stofnunar
um fjármálalæsi.
Stofnunin geldur varhug við
greiðslujöfnunarvísitölunni sem
stjórnvöld hyggjast tengja afborg-
anir lána við, en hún reiknast út frá
lanaþróun og atvinnustigi og segir
Breki lausnina byggða á rangri
hugsun. „Vandamálið við verð-
tryggðu lánin er ekki verðtrygg-
ingin sjálf, heldur verðbólgan, svo
það sem við þurfum að gera til að
lækka afborganir er að halda verð-
bólgunni niðri. Að sama skapi
þyrftum við þá að berjast við að
halda launum og atvinnustigi niðri
með greiðslujöfnunarvísitölunni,
sem er náttúrlega mjög skakkt og
gæti skekkt kjarabaráttu framtíð-
arinnar.“ Breki segir launavísitöl-
una auk þess ekki gagnsæja því hún
mælir ekki laun einstaklinga eins
og hópa. Þetta sést m.a. á því að síð-
asta árið hefur stór hópur fólks
hætt í bankageiranum og því misst
mjög há laun, en á sama tíma hefur
launavísitalan hækkað. Svo ef
kennarastéttin t.d. fær launahækk-
un, þá þurfa hjúkrunarfræðingar
að borga meira af lánunum sínum.
„Þarna er komið tæki til að setja
lok á kjarabaráttuna því hún skilar
sér í hærri greiðslubyrði.“
Greiðslujöfnunarvísitalan gæti
skekkt kjarabaráttuna næstu árin
Morgunblaðið/Skapti Hallgríms
1. maí Kjarabaráttan gæti litast.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
GREIÐSLUJÖFNUN verðtryggðra
húsnæðislána sem gengur í gegn á
gjalddaga í desember á við um alla
lántakendur sem eru í skilum, hjá öll-
um lánastofnunum, jafnt bönkum
sem Íbúðalánasjóði.
Einu gildir í hversu mörg ár greitt
hefur verið af láninu og hversu mikl-
ar eða litlar eftirstöðvar eru af höf-
uðstólnum, öll verðtryggð húsnæð-
islán í skilum verða greiðslujöfnuð
nema lántakandinn óski eftir öðru.
Líkt og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær er ekki gefið að
greiðslujöfnun sé úrræði sem borgar
sig fyrir alla lántakendur þótt hún sé
mörgum kærkomin og er því öllum
ráðlegt að taka upplýsta ákvörðun
um hvort hún hentar eða ekki.
Tryggir ekki framtíðaröryggi
En fyrir hverja er greiðslujöfnun
heppileg? Þessar aðgerðir stjórn-
valda eru ekki einfaldar og óvissu-
þættirnir margir svo erfitt er að al-
hæfa, en í stuttu máli má segja að
fyrir þá sem ráða enn við afborganir
lána þrátt fyrir verðbólguna borgar
sig sennilega ekki að þiggja greiðslu-
jöfnun né heldur hentar hún þeim
sem eru verst staddir og þurfa á sér-
stökum úrræðum að halda.
Greiðslujöfnun er því fyrst og
fremst heppilegt úrræði fyrir fólk í
þeirri stöðu að það muni verulega
mikið um 15-17% lækkun á afborg-
unum eins og fjárhagsstaðan er í
dag, en þá þarf líka að hafa í huga að
það er tímabundin lausn því í heild
verður kostnaður við lánið hærri.
Greiðslujöfnun er þannig ekki
trygging fyrir öruggari framtíð, því
óvissuþættirnir eru of margir til að
hægt sé að gera áreiðanlega
greiðsluáætlun til loka lánstímans.
Minni lánabyrði í fimm ár
Stofnun um fjármálalæsi hefur
hins vegar sett fram spá um þróun
greiðslujöfnunarvísitölu og verð-
bólgu. Samkvæmt spánni má gera
ráð fyrir að greiðslujöfnuð lán séu
ekki hagstæð lengur en út árið 2014,
eftir það verði greiðslubyrði þyngri
en óbreyttra lána. Greiðslujöfnun
felur því ekki í sér langtímalausn.
Á hinn bóginn er rétt að ítreka að
hvort sem lántakendur velja á þess-
ari stundu að greiðslujafna lánin sín
eða ekki þá brenna þeir ekki allar
brýr að baki sér. Þeir sem hafna
greiðslujöfnun núna geta sótt um
hana síðar ef þeir skipta um skoðun
og eins er hægt að segja sig frá
greiðslujöfnun hvenær sem er, en þá
leggst mismunurinn aftur á höfuð-
stólinn með vöxtum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýbyggingar Afborgun verðtryggðra húsnæðislána í desember verður miðuð við janúar 2008 eftir greiðslujöfnun.
Borgar sig í 5 ár
Greiðslubyrði greiðslujafnaðra lána verður líklega þyngri
en óbreyttra frá og með 2015 Erfitt að gera lánsáætlun
Aðgerðir stjórnvalda henta
fyrst og fremst þeim sem munar
verulega um 15-17% lækkun á
greiðslubyrði eins og fjárhags-
staðan er í dag, en er óráðleg
fyrir aðra lántakendur.
Mismunandi greiðslubyrði lána 2008-2028
Greiðslujafnað lán
140
120
100
80
60
40
20
0
%
Heimild: fe.is
Uppsöfnuð ársbreyting á greiðslubyrði láns eftir því hvort lánið sé tengt
greiðslujöfnunarvísitölu eða vísitölu neysluverðs
2008 2010 2015 2020 2025 2028
Lán tengt
vísitölu
neysluverðs
(verðtryggt)
Hverjir fá greiðslujöfnun?
Allir sem eru með verðtryggð
húsnæðislán, óháð lánastofnun,
upphæð, aldri eða lengd láns, svo
lengi sem lánið er í skilum.
Er hægt að hætta við hana?
Já, það er hægt hvenær sem er
en tilkynningin þarf að berast eigi
síðar en 10 dögum fyrir næsta
gjalddaga. Þeir sem vilja hafna
greiðslujöfnun strax þurfa því að
gera það fyrir 20. nóvember.
Hvar er hægt að gera það?
Hjá viðkomandi lánastofnun,
t.d. í gegnum staðlað form í
heimabankanum og á heimasíðu
Íbúðalánasjóðs.
Hvernig er greiðslujöfnun?
Afborganir eru færðar aftur til
þess sem þær voru í janúar 2008
og tengdar sérstakri vísitölu í
stað neysluvísitölu. Þær ættu því
að lækka um 15-17% í upphafi.
S&S
ÚTGJÖLD sveitarfélaganna vegna
fjárhagsaðstoðar félagsþjónustunn-
ar hafa aukist um 70% á þessu ári
og húsaleigubætur eru póstur sem
er 60% hærri en í fyrra. Við þær að-
stæður geta sveitarfélögin ekki tek-
ið á sig aukin útgjöld vegna ráðstaf-
ana í ríkisfjármálum, segir í ályktun
sem stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga samþykkti á fundi sín-
um í gær.
Í ályktun segir að komi til frekari
hækkunar tryggingagjalds sé mik-
ilvægt að það leiði ekki til útgjalda-
auka sveitarfélaga. Um slíkt hafi
verið gefin fyrirheit í stöðugleika-
sáttmálanum. Áætlað er að áhrif af
hækkun tryggingagjalds sl. sumar
nemi tveimur milljörðum á þessu og
næsta ári. Með frekari hækkun sé
sé hagræðingarstarf að undanförnu
fyrir gýg unnið.
Félagsþjónusta dýrari