Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG sé mig tilneyddan til þess að höfða skaðabótamál gegn KÍM [Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar] eftir næstum tveggja ára þref. Verði þetta mál ekki leitt til lykta með formlegum hætti og stofnunin sem að sýn- ingunni stóð látin sæta ábyrgð þá er komið viðsjárvert fordæmi fyrir því að það sé í lagi að vanrækja það að tryggja íslensk myndlistarverk með fullnægjandi hætti,“ segir Steingrímur Ey- fjörð myndlistarmaður. Forsaga málsins er sú að Steingrímur var valinn fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum 2007 og vann af því tilefni sýninguna Lóan er komin. Að sögn Stein- gríms var það samkvæmt samningi sem hann gerði við KÍM í höndum Christians Schoens, forstöðumanns KÍM, að finna og leigja sýningarhúsnæði. Jafnframt hafi það verið í höndum KÍM að sjá um flutn- ing listaverkanna til og frá sýningarstað og kaupa vátryggingu til að tryggja lista- verkin fyrir tjóni í flutningi og meðan á sýningunni stæði. Sýningarhúsnæðið flóðakjallari „Salurinn sem Christian leigði fyrir sýninguna var afleitur sýningarstaður. Húsnæðið reyndist vera flóðakjallari og það gerðist nokkrum sinnum meðan á sýningunni stóð að það flæddi inn í kjall- arann,“ segir Steingrímur og bendir á að vatnið hafi valdið skemmdum á listaverk- um hans. „Þrjú verka minna urðu fyrir gáleysi. Það var á ábyrgð KÍM að tryggja verkin með viðunandi hætti en það var ekki gert og því tel ég eðlilegt að KÍM bæti mér skaðann. Enda er það viðtekin venja að sýningarstofnun beri ábyrgð á öllum skemmdum sem kunna að verða á verkum meðan á sýningu á hennar vegum stendur. Ef tryggingarfélag bregst lendir ábyrgðin á sýningarstofnuninni, ekki listamanninum sem er skjólstæðingur stofnunarinnar,“ segir Steingrímur sem jafnframt gagnrýnir að Schoen skuli ekki hafa látið gera fullnægjandi úttektir á listaverkunum fyrir og eftir flutning til Feneyja og aftur heim til Íslands. Að sögn Steingríms leitaði hann að- stoðar menntamálaráðuneytisins þar sem KÍM hafði gert samning við ráðuneytið um að sjá um framkvæmd íslenska skál- ans á Feneyjatvíæringnum 2007. „Í apríl sl. hafði ráðuneytið milligöngu um sátta- tillögu sem fól í sér að KÍM myndi sjá um viðgerð verkanna tveggja milliliðalaust auk þess sem stjórn KÍM ætti að senda mér skriflega afsökunarbeiðni. Þessu hafnaði Fríða Björk [Ingvarsdóttir, þá- verandi stjórnarformaður KÍM] sem er sérkennilegt í ljósi þess að hún er tilnefnd af menntamálaráðuneytinu í stjórn,“ segir Steingrímur. Fyrir nokkru komst Steingrímur yfir skýrslu KÍM um þátttöku Íslands í Fen- eyjatvíæringnum 2007. „Þar kemur fram að KÍM hafi tekið tvær milljónir króna sem ágóða af sýningu minni og sett í næsta verkefni, þ.e. Feneyjatvíæringinn 2009,“ segir Steingrímur og tekur fram að þessi upphæð hefði dugað til þess að standa straum af viðgerðum á verkum hans sem og lögfræðikostnaði, auk þess sem honum finnist sérkennilegt að styrk- ir sem aflað sé út á hans nafn renni til annars verkefnis. miklum skemmdum vegna þessara flóða, þau eru Camera Obscura 2007, Don’t Forget 2007 og Beautiful Move 2007. Fyrstu tvö verkin voru seld áður en sýn- ingin var sett upp. Þegar skemmdirnar komu í ljós ákvað kaupandi Camera Obscura 2007 að láta gera við verkið á eigin kostnað, en ég hef ekki getað afhent Don’t Forget 2007 kaupanda vegna skemmdanna og Beautiful Move 2007 er óseljanlegt í núverandi ástandi,“ segir Steingrímur. Segir hann Morkinskinnu hafi metið það sem svo að það kosti um eina milljón að gera við síðastnefndu verkin tvö. „Þegar ég fór að grennslast fyrir um málið komst ég að því að í trygginga- samningnum sem Christian gerði er sér- staklega tekið fram að tryggingafélagið tryggi ekki rakaskemmdir, en Christian virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þessu fyrr en löngu eftir að sýningunni lauk. Sýningarstjóri minn lagði mikla áherslu á að verkin yrðu tryggð gegn vatnsskemmdum og henni var sagt að slík trygging væri fyrir hendi. Ég tel því að Christian hafi gerst sekur um vítavert Vill að einhver sæti ábyrgð  Steingrímur Eyfjörð segir sig tilneyddan til að fara í mál við KÍM vegna vanrækslu á tryggingu lista- verka hans  Lögfræðingur hans segir stefnu gegn KÍM í undirbúningi sem afhent verði í næstu viku Morgunblaðið/Einar Falur Vatnsleki Meðan sýning Steingríms, Lóan er komin, var sýnd á Feneyjartvíæringnum flæddi nokkrum sinnum inn í sýningarsalinn. Í HNOTSKURN »Feneyjatvíæringurinn er um-fangsmikil alþjóðleg myndlist- arsýning helguð samtímalist hald- in annað hvert ár í Feneyjum. » Ísland var fyrst með 1960 oghefur frá 1984 sýnt í finnska skálanum sem Aalto hannaði. »Árið 2007 ákváðu Finnar aðnota skálann sjálfir og því þurfti að finna annað húsnæði. Steingrímur Eyfjörð „ÉG er að vinna að sáttarlausn því við leggjum allt kapp á að leysa þetta þannig að enginn sitji eftir með sárt ennið,“ seg- ir Halldór Björn Runólfsson, nýr stjórnarformaður KÍM. „Við teljum að verði farið út í hart þá sé staða KÍM mjög sterk, því við höfum fylgt öllum nauðsynlegum reglum,“ segir Halldór Björn, en tekur fram að hann sé þeirrar skoðunar að endi málið fyrir dómstólum muni það skaða alla málsaðila. Undir þetta tekur Christian Schoen, forstöðumaður KÍM, sem segist binda vonir við að hægt verði að leysa málið með farsæl- um hætti. „Ég óttast að málaferli gætu skaðað Steingrím,“ segir Halldór Björn og bætir við: „Hvað KÍM varðar þá myndi þetta vera leiðinlegur blettur á ungri stofnun sem hefur verið að staðfesta sig og styrkja ímynd sína í landinu og hefur unnið mjög þarft verk, auk þess sem þetta myndi bitna fjárhagslega á okkur,“ segir Halldór Björn og tekur fram að allir íslenskir listamenn séu skjólstæðingar KÍM. „Og þetta myndi strax setja einhvern blett á annars mjög fína og jákvæða starfsemi sem hefur verið hingað til.“ Vilja leysa málið með farsælum hætti Christian Schoen Halldór Björn Runólfsson „RÁÐUNEYTIÐ lít- ur þannig á að það sé KÍM að leiða málið til lykta eins og öll önnur efnisatriði eða framkvæmdaatriði í kringum þennan Feneyjatvíæring,“ segir Eiríkur Þor- láksson, sérfræð- ingur á skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Bendir hann á að KÍM sé sjálfstætt starfandi sjálfseignarstofnun, en að gerður hafi verið sérstakur samningur milli hennar og ráðuneytisins þess efnis að KÍM annaðist Feneyjatvíæringinn 2007 sem og 2009. Aðspurður segir Eiríkur ráðuneytið þekkja málið ágætlega þar sem báðir málsaðilar hafi leitað til ráðu- neytisins og kynnt því málavöxtu. „Við höfum hvatt báða til að ná sáttum um málið og leitt þá saman með það í huga, án þess að á ráðuneytinu hvíldi nein skylda til þess eða ábyrgð á málalokum,“ segir Eiríkur. Undir þetta tek- ur Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. „Það er okkar ósk að þetta mál verði leyst.“ Spurður með hvaða hætti ráðuneytið hafi haft milli- göngu um málið lýsir Eiríkur því sem óformlegum þreif- ingum. „Það er nú yfirleitt þannig þegar tveir deila að það hefur hvorugur 100% rétt fyrir sér og ef menn geta ekki mæst á miðri leið þá verður að nota úrræði réttar- ríkisins.“ Á ábyrgð KÍM að leiða málið til lykta Sigtryggur Magnason Eiríkur Þorláksson Nefnd um vist- og meðferðarheimili Viðtöl við einstaklinga sem dvöldu á vistheimilinu Silungapolli sem börn á árunum 1950-1969 Með erindisbréfi, dags. 2. apríl 2007, skipaði forsætisráðherra nefnd á grundvelli laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Hlutverk nefndarinnar er að kanna hver tildrög þess hafi verið að börn voru þar vistuð, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi viðkomandi stofnunar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Um þessar mundir er vistheimilisnefnd m.a. að kanna starfsemi vistheimilisins Silungapolls sem starfrækt var á árunum 1950-1969. Af því tilefni óskar nefndin vinsamlegast eftir því að þeir sem dvöldu sem börn á vistheimilinu Silungapolli, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni, hafi samband við nefndina fyrir 1. desember nk. í síma 563-7016 eða á netfangið vistheimili@for.stjr.is. ÞVÍ var harðlega mótmælt á aðal- fundi LÍÚ, sem lauk í gær, að svokall- aðar strandveiðar hefðu tekist vel í sumar. Þvert á móti hefðu þær verið eins misheppnaðar og efni stóðu til. „Strandveiðarnar stuðluðu ekki að nýliðun, ekki að bættri aflameðferð, ekki að bættu öryggi sjómanna og stuðluðu alls ekki að sátt um fisk- veiðistjórnina,“ segir í ályktun aðal- fundarins, sem leggur til að strand- veiðar verði ekki heimilaðar áfram. Útgerðarmenn samþykktu líka á fundum ályktun þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum um upptöku aflaheimilda og hvetur stjórnvöld til að hverfa nú þegar frá þeim. „Upp- taka aflaheimilda er alvarleg ógn við íslenskan sjávarútveg og bein aðför að landsbyggðinni. Þessar hug- myndir hafa þegar valdið atvinnu- greininni og tengdum þjón- ustugreinum fjárhagstjóni. Með upptökunni yrði gerður að engu sá ávinningur og sú hagræðing sem náðst hefur í sjávarútvegi undanfarin ár.“ Fullyrt er að upptaka aflaheimilda myndi leiða til stórfellds skaða vegna gjaldþrota fyrirtækja í sjávarútvegi. Kostnaðurinn myndi lenda á þjóð- félaginu öllu. Ekki rétt að strand- veiðar hafi gengið vel LÍÚ mótmælir fyrningu aflaheimilda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.