Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.10.2009, Qupperneq 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NORSKI athafnamaðurinn Endre Røsjø hefur kært dagblaðið Dagens Næringsliv (DN) til lögreglu fyrir umfjöllun þess um viðskipti Røsjø og norska olífyrirtækisins DNO. Fullyrðir blaðið jafnframt að Røsjø hafi bæði hótað blaðamanni sem og boðið honum háar fjárhæðir fyrir upplýsingar um heimildarmenn. Fullyrðir norska blaðið að félag í eigu Røsjø, Pinemont Securities, hafi haft milligöngu um greiðslur frá DNO til bandaríska erindrek- ans Peter Galbraith. Segir jafn- framt að DNO hafi greitt Galbraith fyrir að hafa auðveldað fyrirtækinu að fá olíusamninga við stjórnvöld í Kúrdahéruðum Íraks árið 2004. Var DNO fyrst vestrænna olíu- fyrirtækja til að gera slíkan samn- ing. Hefur blaðið ekki fengið útskýr- ingar á því hvers vegna greiðslur Galbraiths fóru í gegnum Pine- mont. Lánaði til hlutabréfakaupa Tengsl Røsjø við norska olíu- fyrirtækið og forstjóra þess, Helga Eide, eru enn nánari samkvæmt frétt DN. Árið 2004 ákvað Eide að ráða Røsjø sem ráðgjafa. Skömmu síðar lánaði félag í eigu Røsjø, Cen- tennial AS, Eide fimm milljónir norskra króna, andvirði um 110 milljóna íslenskra króna á núvirði. Lánsféð notaði Eide til að kaupa hlutabréf í DNO, sem ári seinna höfðu nær fjórfaldast í verði. Ekki var greint frá láninu í ársreikn- ingum DNO, en Eide segir að þar sem hann hafi greitt Røsjø féð til baka fyrir áramótin 2004/2005 hafi ekki reynst nauðsynlegt að skýra frá því í ársskýrslu. Sem áður segir hefur Røsjø ekki verið alls kostar sáttur við umfjöll- un blaðsins og segir hana byggða á stolnum gögnum. Mun hann hafa boðið blaðamanni um 10 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingar um hinn meinta skjalaþjófnað. Segir jafnframt að hann hafi sagt blaðamanni að ónafngreindir Kúrd- ar ættu óuppgerðar sakir við hann. Þegar blaðamaður spurði Røsjø hvaða Kúrdar þetta væru mun Røsjø hafa sagt blaðamanninum að stíga einfaldlega upp í næsta leigu- bíl og segja til nafns. MP banki skoðar málið Áður hefur verið frá því sagt í Morgunblaðinu að til standi að Røsjø muni leggja MP banka til nýtt hlutafé og greiða fyrir það 1.400 milljónir króna. Eftir það verði hann næststærsti hluthafi bankans á eftir Margeiri Péturs- syni. Hluthafafundur hefur þegar veitt stjórn heimild til að auka hlutafé bankans, en það hefur ekki enn verið gert. Margeir Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að skoða málið og hvort eitthvað væri á bak við fréttir norska blaðsins, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Hótaði blaðamanni og bar á hann fé  Endre Røsjø, verðandi hluthafi í MP banka, kærir norskt dagblað vegna umfjöllunar blaðsins  MP banki skoðar hvort eitthvað sé á bak við fréttirnar, en til stendur að Røsjø verði hluthafi í MP Endre Røsjø Margeir Pétursson ● FYRSTU níu mánuði ársins hefur ver- ið afgangur á vöruskiptum við útlönd upp á tæpa 44 milljarða króna. Fluttar hafa verið út vörur fyrir 341 milljarð króna en inn fyrir 297 milljarða króna. Eftir sama tímabil á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 65 milljarða á sama gengi. Í september sl. var flutt út fyrir tæpa 44 milljarða en inn fyrir rúma 40 milljarða. Vöruskiptin hagstæð um 44 milljarða króna ÞETTA HELST ... ● FRESTUR til að lýsa kröfum í þrotabú gamla Landsbankans rann út á mið- nætti. Samkvæmt upplýsingum frá slita- stjórn bankans í gær verður ekkert upp- lýst um kröfurnar fyrr en á fundi með kröfuhöfum bankans 23. nóvember næstkomandi en ljóst er að kröfurnar skipta þúsundum. Fram að þeim fundi mun slitastjórn fara yfir og meta kröf- urnar og munu kröfuhafar fá á þeim fyrstu kynningu. Engu að síður liggur nokkuð ljóst fyrir að stærsta krafan verður frá Tryggingasjóði innistæðueig- enda vegna Icesave-reikninganna, eða um 670 milljarðar króna. Jafnframt má búast við kröfum frá tryggingasjóðum í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave. Skilanefnd Kaupþings hefur svo feng- ið lengri frest til að taka ákvörðun um aðkomu kröfuhafa að Nýja-Kaupþingi en fresturinn átti að renna út í dag. Þúsundir krafna í þrota- bú Landsbankans ● FJÓRIR nýir starfsmenn bæt- ast í hópinn eftir helgi hjá embætti sérstaks saksókn- ara, Ólafs Þórs Haukssonar. Þrír þeirra koma frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu og einn frá embætti ríkislög- reglustjóra. Að sögn Ólafs Þórs er um tímabundnar ráðningar að ræða sem líklega verða framlengdar í ljósi aukinna og umsvifamikilla verkefna. Alls eru nú 23 starfsmenn hjá embættinu en ný- verið tóku þar til starfa þrír sjálfstæðir saksóknarar. bjb@mbl.is Sérstaki fær fjóra menn Eftir Þorbjörn Þórðarson og Örn Arnarson ÞAÐ virðist vera á reiki hver staða 1998 ehf. er en það er móðurfélag Haga sem meðal annars rekur versl- unarkeðjurnar Hagkaup, Bónus og 10-11 auk fleiri verslana. Félagið hef- ur verið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og fjölskyldu hans en Morg- unblaðið hefur fengið staðfest innan úr Nýja Kaupþingi að bankinn hafi eignast meirihluta í félaginu. Einnig hefur komið fram í fréttum að bank- inn hafi skipað tvo af þremur mönn- um í nýrri stjórn 1998 og að heim- ilisfang félagsins hafi verið fært til höfuðstöðva Nýja Kaupþings í Borg- artúni. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, vísar þessu hins vegar á bug og segir engar breytingar hafa orðið á 1998 en hann situr í stjórn félagsins ásamt fulltrúum Nýja Kaupþings. Hann segir að skriflegur samningur um samstarf um fjármögnun félags- ins liggi fyrir og hann feli ekki í sér neinar breytingar á eignaraðild enn sem komið er. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er um að ræða samkomulag á milli helstu eigenda 1998 og Nýja Kaupþings um að þeir fyrrnefndu komi með nýtt fjármagn inn í félagið. Samkomulagið tengist viðræðum sem hafa átt sér stað um skuld félagsins við bankann, sem upphaflega var 30 milljarðar króna en stendur nú í 48 milljörðum. Heimildir Morgunblaðs- ins segja að takist að afla nýs hluta- fjár þá muni Jón Ásgeir og fjölskylda halda yfirráðum sínum yfir félaginu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa núverandi eigendur nokkurra vikna svigrúm til þess að ljúka við hlutafjáraukninguna. Fullyrt er á fréttavef Viðskiptablaðsins að eigend- um 1998 dugi að leggja fram fimm milljarða í nýtt hlutafé til þess að halda yfirráðum sínum og þar með tryggja eignarhald sitt á Högum. Bankinn fjármagnaði kaupin Skuld 1998 við Nýja Kaupþing varð til þegar Jón Ásgeir og fjölskylda keyptu Haga af sjálfum sér úr Baugi. Bankinn lánaði 1998 allt kaupverðið en það nam 30 milljörðum á gengi þess tíma og fylgdi 15 milljarða rekstrarskuld með í kaupunum. Það fé var voru svo nýtt til að greiða eldri skuld Baugs við Kaupþing sem nam 25 milljörðum og aðra skuld við Glitni sem nam 5 milljörðum. Kaupþing tók 95,7% veð í 1998 gegn láninu. Það blasir við að 1998 er skuldsett félag og má setja þá staðreynd í sam- hengi við að dótturfélagið Hagar þurfti að fá lánafyrirgreiðslu frá Nýja Kaupþingi og NBI til þess að greiða upp sjö milljarða króna skuldabréfa- flokk fyrr í þessum mánuði. Haft var eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, í Morgunblaðinu þann 9. þessa mánað- ar að uppreiknað verð flokksins hefði verið á bilinu 10 - 11 milljarðar og hefði lánveiting skipst nokkurn veg- inn jafnt á milli bankanna tveggja. Megnið af langtímafjármögnun Haga var þessi skuldabréfaflokkur. Fá frest til þess að tryggja sér eignarhald í Högum Eigendur 1998 ehf. þurfa að reiða fram 5 milljarða til þess að tryggja eignarhaldið Hagar Höfuðstöðvar Kaupþings eru nýtt heimilisfang 1998 ehf. Í HNOTSKURN »Heimildir innan NýjaKaupþings fullyrða að bankinn hafi eignast meiri- hluta í 1998 ehf. »Jóhannes Jónsson, kennd-ur við Bónus, segir enga breytingu hafa orðið á eign- arhaldi. »Félagið 1998 á Haga semer móðurfélag Bónuss, Hagkaupa, 10-11, Útilífs, De- benhams, Karenar Millen, Oasis, Zara og fleiri verslana. um en sem kunnugt er hefur embætti sérstaks saksóknara hafið samstarf við SFO við rannsókn á bankahruninu. EF marka má frásögn breska blaðsins Daily Mail í gær er efnahagsbrotaskrifstofa bresku lögregl- unnar, Serious Fraud Office (SFO) að hefja rann- sókn á viðskiptum þriggja kunnra kaupsýslu- manna á Bretlandseyjum, sem allir hafa með einum eða öðrum hætti tengst viðskiptum við ís- lenska banka og fyrirtæki. Þetta eru þeir Mike Ashley, stofnandi versl- unarkeðjunnar Sports Direct, Chris Ronnie, fyrr- verandi forstjóri JJB Sports, og Robert Tchengu- iz, fyrrum stjórnarmaður í Exista og stórviðskiptavinur Kaupþings. Samkvæmt frétt Daily Mail á þessi rannsókn að byggjast á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöld- Tekið er fram í fréttinni að engar vísbendingar séu um að kaupsýslumennirnir hafi gerst brotleg- ir við lög. Vitnað er til þess að hópur starfsmanna SFO, sem var hér á landi nýverið, muni senda frá sér skýrslu um rannsóknina í næstu viku. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segist ekkert geta staðfest um rannsóknir SFO, annað en að þessi embætti hafi skipst á upplýs- ingum á síðustu mánuðum. Í breska blaðinu kem- ur m.a. fram að SFO sé að rannsaka lánafyr- irgreiðslu til þessara manna, t.d. án sýnilegra veða, og sömuleiðis hvort verðsamráð hafi verið á milli Sports Direct og JJD Sports. gummi@mbl.is/bjb@mbl.is Robert Tchenguiz Mike Ashley Chris Ronnie Þrír Íslandsvinir til skoðunar SFO í Bretlandi íhugar rannsókn á viðskiptum þriggja Breta við Íslendinga  „Við höfum lofað 100.000 sterlingspunda greiðslu fyrir upplýsingar um þjófnaðinn í skrifstofum okkar. Hafðu sam- band og þáttur yðar í málinu verður trúnaðarmál, líka hjá Scotland Yard.“  „Ekkert hefur betri áhrif á starfsferilinn en dómur fyrir þjófnað eða viðskipti með þýfi.“  „Ennfremur eru nokkrir Kúrdar sem vilja gjarnan eiga við yður orð. Hvar viljið þér að það gerist?“  „Varðandi Kúrdana, stígðu upp í leigubíl og segðu til nafns.“ Úr tölvupóstum Endre Røsjø til DN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.