Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 27
Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Það má sannarlega segja að það sé búinn að vera mikill kraftur í at- vinnulífinu á Djúpavogi það sem af er hausti og eiga höfnin, útgerðir stórar sem smáar og fiskvinnslu- stöðvarnar á staðnum þar stærstan hlut að máli. Stöðug vinna hefur verið hjá stærsta atvinnurekandanum á staðnum, Vísi hf., sem er sem áður grunnstoðin í atvinnulífinu á Djúpa- vogi.    Þá hefur sömuleiðis verið mikið að gera hjá eigendum Fiskmarkaðar Djúpavogs en markaðurinn er í eigu þriggja vaskra heimamanna sem hafa starfrækt hann á þriðja ár. Fiskmarkaður Djúpavogs veitir fjöl- þætta þjónustu og sér meðal annars um löndun úr fiskiskipum er hafa aflað mjög vel að undanförnu á hin- um fengsælu miðum í nágrenni Djúpavogs. Fiskmarkaður Djúpavogs hefur fengið afburðagóða umsögn fjölda sjómanna og útgerða vegna góðrar þjónustu og hefur það tvímælalaust skilað sér í auknum viðskiptum og umferð um höfnina sem kemur að sjálfsögðu sveitarsjóði Djúpavogs einnig vel, ekki síst í því árferði sem nú er.    Í fréttum á undanförnum vikum hef- ur verið fjallað umtalsvert um rán það sem framið var á bænum Teig- arhorni sem er skammt innan við þéttbýlið á Djúpavogi. Íbúar í Djúpavogshreppi vonast að sjálf- sögðu til að mál þetta verði upplýst sem allra fyrst þar sem sannarlega er mjög slæmt að búa við óöryggi sem þetta en búast má jafnvel við að rán þetta á geislasteinasafninu á Teigarhorni kalli í framhaldi á al- mennt endurmat á vörslu safna- muna í hvaða mynd sem er. Ferðamál eru sannarlega atvinnu- mál í Djúpavogshreppi sem unnið er að allan ársins hring og þar hefur Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs- hrepps, unnið frábært starf frá því hún hóf störf á síðastliðnu ári. Bryn- dís hefur meðal annars haft með höndum að markaðssetja og koma ferðaþjónustutengdri starfsemi sem er í boði í sveitarfélaginu á framfæri með ýmsum hætti. Ferða- og menn- ingarmálafulltrúi hefur mörg verk- efni á sínu borði og má þar nefna markaðssetningu fyrir skemmti- ferðaskip sem mikil áhersla er lögð á nú um stundir, svo hefur hún kynnt fuglaverkefnið birds.is víða, m.a. á nýliðnu Umhverfisþingi og hefur verkefnið hlotið einróma lof. Fugla- verkefnið birds.is hlaut einmitt Frumkvöðlaverðlaun Austurlands á árinu. Ýmis önnur spennandi verk- efni eru á teikniborði Djúpavogs- hrepps í ferða- og menningarmálum og því nóg að gera í hinu nýja og framandi starfi ferða- og menning- armálafulltrúa.    Á Austurlandi er árlega efnt til dag- skrár undir nafninu Dagar myrkurs en uppákomur í tengslum við dag- skrá þessa hafa ævinlega vakið mikla athygli og hafa sömuleiðis ver- ið vel sóttar af íbúum á Djúpavogi. Margt spennandi verður á dagskrá Daga myrkurs á Djúpavogi að þessu sinni og hefur ferða- og menningar- málafulltrúi unnið að skipulagningu og gefið út viðburðadagatal tengt þessari hátíð sem stendur frá 5.-15. nóvember. Meðal dagskrárliða er að keppt verður í afturgöngu, útburði og beinagrindarhlaupi en hápunktur hátíðarinnar verður væntanlega hin árvissa og sívinsæla Sviðamessa sem verður haldin á Hótel Framtíð þar sem verður margt til skemmtunar.    Íbúar á Djúpavogi eru bjartsýnir um þessar mundir þrátt fyrir ýmsa óár- an í þjóðfélaginu og eru staðráðnir í að halda áfram að byggja upp gott og fjölskylduvænt samfélag á Djúpavogi eins og unnið hefur verið að á síðustu árum. DJÚPIVOGUR Andrés Skúlason fréttaritari Morgunblaðið/Andrés Skúlason Fiskur Sigurjón Stefánsson hefur í nógu að snúast á Fiskmarkaði Djúpavogs. Að gefnu tilefni reikaði hugurHallmundar Kristinssonar aft- ur til heitra sumra í sveitinni upp úr miðri síðustu öld: Vinsælar frásagnir verða ekki hraktar um veðrið í eyfirskri sveit, heimasæturnar næstum því naktar og nautgripahjörð á beit. Björn Ingólfsson var fljótur að snúa út úr fyrir Hallmundi: Upp eru rifjaðir ýmsir taktar frá eyfirskum sveitabæjum: Heimasæturnar hér um bil naktar og Hallmundur lá á gægjum. En Hallmundur kannaðist við lýs- inguna: Mörgum atriðum sem ég sá segi ég ekki neinum frá. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og fríðleikann meiri eftir á. Loks gekk Helgi Zimsen alltof langt … í kveðskapnum, er hann orti til Hallmundar: Bláar myndir minninganna mýkja bæði og herða. Fjarska- máttir fögur kanna fljóð, en aldrei … ganga of langt. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af nekt og heimasætum GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur og Hlín Einarsdóttir bókmenntafræðingur. Þau fást m.a. við nafnorðið „góna“ og lýsingarorðið „sverðlítill“. Fyrriparturinn er svona: Blóðmörskeppur, krásin ein, kaldri ornar minni sál. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Deilur halda helgir menn í heiðri nú sem áður. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Bardagana biskup senn bannar sár og þjáður. Arnbjörn Þorgeirsdóttir m.a.: En finnst í kirkjum Frónsins enn, sem fylltu áður hundruð tvenn, gestur, yfirgefinn, einn og þjáður. Davíð Þór Jónsson taldi enga „helga menn“ eiga hér í hlut, en sótti botn til séra Gunnþórs Ingasonar: Fara boðskap framhjá enn, sem friður lífs er háður. Erik Hirt: Lítil von þeir lagist senn, lausnarinn er þjáður. Úr hópi hlustenda botnaði Har- aldur Hauksson á Akureyri: Kjassa ungar konur enn og krjúpa svo við gráður. Tómas Tómasson: Á Selfossi býr syndin enn og sálarháski bráður. Þorkell Skúlason í Kópavogi: Á dyggðavegi ég rása og renn, römmu valdi háður. Jónas Frímannsson: Stríði veldur stundum enn stuttur kveikiþráður. Erlendur Hansen á Sauðárkróki heldur áfram að leika sér að forminu: Kærleiksverkin koma senn, hvarmaljósin leiftra enn, himinninn stjörnum stráður. Orð skulu standa Blóðmörskeppur, krásin ein Morgunblaðið/Kristinn Sláturkeppir Herramannsmatur. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 ÁSDÍS OG ELDFUGLINN Ásdís Valdimarsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, var m.a. víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil. Nú leikur hún víólukonsert Walton, sem þykir einn sá besti sem saminn hefur verið. Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.