Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Það má sannarlega segja að það sé búinn að vera mikill kraftur í at- vinnulífinu á Djúpavogi það sem af er hausti og eiga höfnin, útgerðir stórar sem smáar og fiskvinnslu- stöðvarnar á staðnum þar stærstan hlut að máli. Stöðug vinna hefur verið hjá stærsta atvinnurekandanum á staðnum, Vísi hf., sem er sem áður grunnstoðin í atvinnulífinu á Djúpa- vogi.    Þá hefur sömuleiðis verið mikið að gera hjá eigendum Fiskmarkaðar Djúpavogs en markaðurinn er í eigu þriggja vaskra heimamanna sem hafa starfrækt hann á þriðja ár. Fiskmarkaður Djúpavogs veitir fjöl- þætta þjónustu og sér meðal annars um löndun úr fiskiskipum er hafa aflað mjög vel að undanförnu á hin- um fengsælu miðum í nágrenni Djúpavogs. Fiskmarkaður Djúpavogs hefur fengið afburðagóða umsögn fjölda sjómanna og útgerða vegna góðrar þjónustu og hefur það tvímælalaust skilað sér í auknum viðskiptum og umferð um höfnina sem kemur að sjálfsögðu sveitarsjóði Djúpavogs einnig vel, ekki síst í því árferði sem nú er.    Í fréttum á undanförnum vikum hef- ur verið fjallað umtalsvert um rán það sem framið var á bænum Teig- arhorni sem er skammt innan við þéttbýlið á Djúpavogi. Íbúar í Djúpavogshreppi vonast að sjálf- sögðu til að mál þetta verði upplýst sem allra fyrst þar sem sannarlega er mjög slæmt að búa við óöryggi sem þetta en búast má jafnvel við að rán þetta á geislasteinasafninu á Teigarhorni kalli í framhaldi á al- mennt endurmat á vörslu safna- muna í hvaða mynd sem er. Ferðamál eru sannarlega atvinnu- mál í Djúpavogshreppi sem unnið er að allan ársins hring og þar hefur Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs- hrepps, unnið frábært starf frá því hún hóf störf á síðastliðnu ári. Bryn- dís hefur meðal annars haft með höndum að markaðssetja og koma ferðaþjónustutengdri starfsemi sem er í boði í sveitarfélaginu á framfæri með ýmsum hætti. Ferða- og menn- ingarmálafulltrúi hefur mörg verk- efni á sínu borði og má þar nefna markaðssetningu fyrir skemmti- ferðaskip sem mikil áhersla er lögð á nú um stundir, svo hefur hún kynnt fuglaverkefnið birds.is víða, m.a. á nýliðnu Umhverfisþingi og hefur verkefnið hlotið einróma lof. Fugla- verkefnið birds.is hlaut einmitt Frumkvöðlaverðlaun Austurlands á árinu. Ýmis önnur spennandi verk- efni eru á teikniborði Djúpavogs- hrepps í ferða- og menningarmálum og því nóg að gera í hinu nýja og framandi starfi ferða- og menning- armálafulltrúa.    Á Austurlandi er árlega efnt til dag- skrár undir nafninu Dagar myrkurs en uppákomur í tengslum við dag- skrá þessa hafa ævinlega vakið mikla athygli og hafa sömuleiðis ver- ið vel sóttar af íbúum á Djúpavogi. Margt spennandi verður á dagskrá Daga myrkurs á Djúpavogi að þessu sinni og hefur ferða- og menningar- málafulltrúi unnið að skipulagningu og gefið út viðburðadagatal tengt þessari hátíð sem stendur frá 5.-15. nóvember. Meðal dagskrárliða er að keppt verður í afturgöngu, útburði og beinagrindarhlaupi en hápunktur hátíðarinnar verður væntanlega hin árvissa og sívinsæla Sviðamessa sem verður haldin á Hótel Framtíð þar sem verður margt til skemmtunar.    Íbúar á Djúpavogi eru bjartsýnir um þessar mundir þrátt fyrir ýmsa óár- an í þjóðfélaginu og eru staðráðnir í að halda áfram að byggja upp gott og fjölskylduvænt samfélag á Djúpavogi eins og unnið hefur verið að á síðustu árum. DJÚPIVOGUR Andrés Skúlason fréttaritari Morgunblaðið/Andrés Skúlason Fiskur Sigurjón Stefánsson hefur í nógu að snúast á Fiskmarkaði Djúpavogs. Að gefnu tilefni reikaði hugurHallmundar Kristinssonar aft- ur til heitra sumra í sveitinni upp úr miðri síðustu öld: Vinsælar frásagnir verða ekki hraktar um veðrið í eyfirskri sveit, heimasæturnar næstum því naktar og nautgripahjörð á beit. Björn Ingólfsson var fljótur að snúa út úr fyrir Hallmundi: Upp eru rifjaðir ýmsir taktar frá eyfirskum sveitabæjum: Heimasæturnar hér um bil naktar og Hallmundur lá á gægjum. En Hallmundur kannaðist við lýs- inguna: Mörgum atriðum sem ég sá segi ég ekki neinum frá. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og fríðleikann meiri eftir á. Loks gekk Helgi Zimsen alltof langt … í kveðskapnum, er hann orti til Hallmundar: Bláar myndir minninganna mýkja bæði og herða. Fjarska- máttir fögur kanna fljóð, en aldrei … ganga of langt. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af nekt og heimasætum GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur og Hlín Einarsdóttir bókmenntafræðingur. Þau fást m.a. við nafnorðið „góna“ og lýsingarorðið „sverðlítill“. Fyrriparturinn er svona: Blóðmörskeppur, krásin ein, kaldri ornar minni sál. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Deilur halda helgir menn í heiðri nú sem áður. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Bardagana biskup senn bannar sár og þjáður. Arnbjörn Þorgeirsdóttir m.a.: En finnst í kirkjum Frónsins enn, sem fylltu áður hundruð tvenn, gestur, yfirgefinn, einn og þjáður. Davíð Þór Jónsson taldi enga „helga menn“ eiga hér í hlut, en sótti botn til séra Gunnþórs Ingasonar: Fara boðskap framhjá enn, sem friður lífs er háður. Erik Hirt: Lítil von þeir lagist senn, lausnarinn er þjáður. Úr hópi hlustenda botnaði Har- aldur Hauksson á Akureyri: Kjassa ungar konur enn og krjúpa svo við gráður. Tómas Tómasson: Á Selfossi býr syndin enn og sálarháski bráður. Þorkell Skúlason í Kópavogi: Á dyggðavegi ég rása og renn, römmu valdi háður. Jónas Frímannsson: Stríði veldur stundum enn stuttur kveikiþráður. Erlendur Hansen á Sauðárkróki heldur áfram að leika sér að forminu: Kærleiksverkin koma senn, hvarmaljósin leiftra enn, himinninn stjörnum stráður. Orð skulu standa Blóðmörskeppur, krásin ein Morgunblaðið/Kristinn Sláturkeppir Herramannsmatur. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 ÁSDÍS OG ELDFUGLINN Ásdís Valdimarsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem hafa náð hvað lengst í tónlist á alþjóðlegum vettvangi. Hún hefur komið fram með mörgum helstu tónlistarmönnum heims, var m.a. víóluleikari Chilingirian-kvartettsins um árabil. Nú leikur hún víólukonsert Walton, sem þykir einn sá besti sem saminn hefur verið. Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.