Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 28

Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 FormaðurLands-sambands íslenskra útvegs- manna velti því upp á aðalfundi sambandsins í vikunni hvort núverandi stjórnvöld þekktu ef til vill ekki sögu fiskveiðistjórnunar hér við land. Sjálfsagt dettur honum ekki í hug að stjórn- völd þekki ekki söguna, enda vantar hvorki reynsluna hjá forystumönnum stjórn- arflokkanna né ráðherra málaflokksins. Þetta var sennilega aðeins kurteisleg aðferð til að benda á hve vit- laus og hættuleg áform rík- isstjórnarinnar í sjáv- arútvegsmálum eru. Á aðalfundinum kynnti Þorvarður Gunnarsson frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte skýrslu um afleið- ingar fyrirhugaðrar fyrning- arleiðar á útgerðarfyrirtæki landsins. Í stuttu máli er það niðurstaða Deloitte að verði aflaheimildir innkallaðar á 20 árum, þ.e. 5% á ári, myndi það setja stærstan hluta sjávarútvegsins í þrot. Aflaheimildir sjávar- útvegsins eru nú bókfærðar á um 200 milljarða króna, samkvæmt mati Deloitte. Heildarskuldir greinarinnar eru um 550 milljarðar króna og eru þessar skuldir að- allega tilkomnar vegna hag- ræðingar innan greinarinnar. Ætli stjórnvöld sér að taka kvótann af útgerðunum er fyrirsjáanlegt að stærstur hluti útgerðanna mun fara í greiðsluþrot eins og alltof mörg önnur fyrirtæki. Afleiðingin yrði sú að bankarnir yrðu að taka skellinn, sem augljóst er að þeir réðu alls ekki við. Með fyrningarleið væru stjórnvöld því ekki að- eins að kalla hörmungar yfir sjávarútveginn heildur einn- ig nýjar hremmingar yfir bankakerfi landsins og þar með efnahag landsins í heild. Núverandi stjórnvöld verða að fara að átta sig á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenskan efnahag og þau verða einnig að átta sig á stöðu efnahagsmála al- mennt. Þau verða að skilja það að leiðin út úr efnahags- erfiðleikunum er ekki að leggja undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar í rúst. Ekki frekar en leiðin út úr erf- iðleikunum er að stöðva alla frekari nýtingu annarra auð- linda landsins. Þrátt fyrir að innan sjávarútvegsins hafi farið fram mikil og kostnaðarsöm hagræðing, sem sést af skuldastöðu greinarinnar, stendur hann ótrúlega vel. Verði honum leyft að dafna hefur hann alla burði til að gera það áfram. Á hinn bóg- inn er hægt að knésetja hann með röngum ákvörð- unum og koma honum undir forsjá ríkisins, beint og óbeint. Þrátt fyrir allt verð- ur því tæpast trúað að það sé sú leið sem ríkisstjórnin vill fara. Fyrningarleiðin er hættuleg útgerð- inni, bönkunum og efnahag landsins} Undirstaðan í hættu FjölskyldaMörtu Thors og Péturs Bene- diktssonar afhenti nýverið Borg- arskjalasafni skjalasafn Ólafs Thors, fyrrverandi forsætis- ráðherra, til varðveislu. Fyrir eru í safninu merk gögn af margvíslegu tagi, þar á meðal skjöl Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, nánasta samverka- manns Ólafs drýgsta hluta langs ferils hans. Mikill feng- ur er í þessum gögnum öllum. Það kemur ekki síst til af því, að mennirnir sem þarna áttu í hlut voru áhrifamenn og ör- lagavaldar í íslensku þjóðlífi. Þeir héldu um valdatauma lengur en flestir og mótuðu stefnu og störf áhrifamesta flokksins um mjög langt skeið. Þótt þessir nánu sam- verkamenn væru um margt ólíkir og bættu þannig hvor annan upp, þá áttu þeir það með öðru sameiginlegt að þeir héldu mjög vel til haga miklum fjölda bréfa og minn- isblaða, sem þeir skrifuðu samhliða erilsömum störfum. Lítill vafi er á að fróðleiksfús íslenskur almenningur hefur nú fengið aðgang að sögu- legum fjársjóði og fræðimenn eiga enn betri færi en áður að leggja mat á atburði síðari tíma sögu. Borgarskjalasafn hefur augljóslega vakið traust þess ágæta fólks, sem svo vel hefur gætt þess mikla arfs, sem því var trúað fyrir. Eiga allir sem komið hafa að því að tryggja merkum heim- ildum umgjörð og geymslu- stað við hæfi þakkir skildar. Gersemar bætast í Borgarskjalasafn }Skjöl Ólafs Thors Einhverju sinni tilkynnti ég kunn-ingja mínum hátíðlega að ef veit-ingastaður í nafni ákveðinnar er-lendrar skyndibitakeðju, sem égnenni ekki að nefna, yrði opnaður í höfuðstað Norðurlands flytti ég samstundis þaðan á brott. Gott ef ég ræddi ekki um tvær keðjur í þessu sambandi. Kunninginn varð býsna undrandi. Fannst ég gamaldags og fussaði yfir þeim rökum að bæði væri maturinn óhollur og vondur og hið staðlaða húsnæði, sem ætíð virðist reist undir reksturinn, yrði veruleg lýti á fallegum bæ. Andskotans sveitamennska! Svo hugsaði hann sig svo um í stutta stund, og bætti við: Frelsið er yndislegt. Auðvitað er það rétt, en meginmunurinn á okkur er sá (fyrir utan það hve ég er miklu myndarlegri) að mér finnst flott að vera sveitó! Flott að þora að bjóða upp á sérkenni. Jafnvel þótt ég yrði þjóðhöfðingi gæti ég líklega ekki meinað fyrirtæki að stunda starfsemi svo fremi hún sé lög- leg og eflaust er gamaldags og hallærislegt að vera ekki hrifinn af því að öll krummaskuð á jörðinni séu eins. Að alls staðar geti bandarískur ferðamaður gengið að sínum þjóð- arréttum, svo dæmi sé tekið. Í gegnum tíðina hefur oft verið dásamað hve yndislegt er að aka um franska sveitavegi, kaupa rauðvín hjá næsta bónda, ost hjá þeim þarnæsta og jafnvel pâté á þriðja bæn- um. Þar var, held ég, ekki spurt að því hvort bóndinn væri skítugur á fingrunum þegar hann rétti ferða- langinum ostbitann. Íslendingar eru að feta sig inn á þessa braut, guði sé lof, og ákveðnir veit- ingamenn predika að fólk eigi frekar að ferðast til þess að borða en að matvæli séu flutt langar leiðir. Það þykir mér góður boðskapur. Vitaskuld ræður fólk hvað það lætur ofan í sig og hvort það borðar vondan mat í ljótum húsum. Og ég hefði sjálfsagt ekki staðið við hót- unina, ef hótun skyldi kalla, þótt Akureyringar yrðu hlekkjaðir við þessar tvær ónefndar fæðu- keðjur. Enn er ég ekki fluttur, vonandi kemur ekki til þess og miðað við fréttir vikunnar þarf ég ekk- ert að óttast í bili. Sjálfsagt er ekki skynsamlegt að reyna að hafa vit fyrir öðrum. Frelsið er jú yndislegt. En það er ekkert launungarmál að mér þætti betra ef erlendum gestum, og íslenskum ferðamönnum, stæði til boða rammíslenskur heimilismatur í fleiri þjóðvegasjoppum en raun ber vitni. Það hlýtur að vera útbreiddur misskiln- ingur að Íslendingar vilji helst borða pylsur eða hamborg- ara á ferðalögum. Í samræmi við þessa skoðun rann mér kalt vatn á milli skinns og hörunds við nýlega frétt af listalífinu í Frakklandi. Ekki þó matargerðarlist, eða hvað? Áform eru uppi um að opna McDonald’s-veitingastað í helgidómi franskrar menn- ingar, Louvre-safninu. Afskaplega er ég ánægður með að hafa þegar skoðað Mónu Lísu. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Gott að vera búinn að sjá Mónu FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is F yrst þegar skilgreint hefur verið eftir hverju verið sé að leita og farið er raunverulega að leita þá er hægt að finna fórnarlömb mansals,“ sagði Ruth Freedom Pojman, vara- mansalsfulltrúi Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), á opnum morgunverðarfundi í gær um aðgerðir gegn mansali. Í erindi sínu fjallaði Pojman um aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn mansali, sem samþykkt var í mars á þessu ári, og tók fram að sér litist mjög vel á hana. Hún væri metnaðarfull og myndaði skýran ramma í baráttunni gegn mansali. Lagði hún áherslu á að besta leiðin til þess að fyrirbyggja mansal væri hins vegar að ráðast gegn eftir- spurninni eftir ókeypis vinnuafli og kynlífsþrælum. Sagði hún nýlega samþykkt lög þar sem kaup á vændi hefðu verið gerð refsiverð svo og fyr- irhugað bann við nektardansi senda mikilvæg skilaboð út í samfélagið. Glæpamennirnir skrefi á undan „En stjórnvaldsaðgerðir hafa eng- in áhrif nema þeim sé fylgt eftir með aðgerðum lögreglunnar,“ sagði Pojman og lagði jafnframt áherslu á mikilvægi samvinnu stofnana og frjálsra félagasamtaka. „Einnig þarf að tryggja að frjáls félagasamtök fái nauðsynlegar fjárveitingar þannig að þau geti starfað,“ sagði Pojman og minnti á að glæpamennirnir sem skipuleggi mansal séu alltaf einu skrefi á undan stjórnvöldum þar sem þeir glími ekki við kröfu um sífelldan niðurskurð. Pojman sagði mikilvægt að þjálfa fagfólk og almenning í því að taka eftir vísbendingum um mansal. „Að mínu mati þarf líka að kenna kynja- fræði og mannréttindi upp allt skóla- kerfið,“ sagði Pojman. Undir þetta tók Hildur Jónsdóttir, formaður sér- fræði- og samhæfingarteymis um mansalsmál. Sagði hún m.a. ætl- unina að fara af stað með upplýs- ingaherferð ætlaða ungum körlum til þess að koma í veg fyrir að þeir gerist kaupendur vændis. Vantar fleiri verkfæri „Við þurfum á öllum þeim með- ulum að halda sem hægt er að fá til þess að berjast gegn mansali. En við þurfum líka að fá fleiri tæki í verk- færakassann okkar,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meðal þeirra tækja sem hún nefndi var heimild lögregl- unnar til fyrirbyggjandi rannsókna líkt og þekkist í nágrannalöndum okkar. Undir þetta tók Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytisins. Bentu þær á að eins og staðan væri í dag gæti lögreglan ekki framkvæmt húsleit né skoðað tölvur eða bankareikninga nema fenginn væri dómsúrskurður um slíkt. Þannig ætti lögreglan erfitt með að rannsaka mál þar sem grun- ur léki á um að fremja ætti glæp, en eins og staðan væri í dag gæti lög- reglan fyrst fyrir alvöru rannsakað glæpi sem þegar væri búið að fremja. Sigríður lagði áherslu á að auðvitað þyrftu að vera mjög skýrir rammar utan um slíkar fyrirbyggj- andi rannsóknarheimildir. Morgunblaðið/Heiddi Ávarp Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði fundinn, en Ruth Freedom Pojman, varamansalsfulltrúi ÖSE, var sérstakur gestur að utan. Fórnarlömb mansals finnast aðeins sé leitað Sterkasta vopnið í baráttunni gegn vændi var að gera kaup á vændi refsiverð. Þetta sagði Mar- grét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, á fundi í gær. Hvert er markmið íslenskra stjórnvalda með aðgerða- áætlun sinni gegn mansali? Með henni á m.a. að samhæfa innlent samstarf gegn mansali og koma á fót formlegri yfirum- sjón með málaflokknum. Efla á fræðslu um mansal fyrir fag- stéttir og starfsfólk stjórnvalda. Veita á þolendum mansals nauðsynlega heilbrigðisþjón- ustu, sálgæslu, viðeigandi stuðning og vernd sem og að- stoð til að tryggja örugga end- urkomu til heimalands. Vinna á gegn eftirspurn á vændis- og klámmarkaði með því að auka eftirlit með vændisstarfsemi og koma lögum yfir þá sem stuðla að, skipuleggja eða hafa ábata af henni. Áætlunin kveður jafn- framt á um það að alþjóðasátt- málar er varða mansal verði fullgiltir, þeirra á meðal er Pa- lermó-sáttmáli SÞ. Er vitað hve mörg fórnarlömb mansals hafi verið hérlendis? Já og nei. Rannsókn Fríðu Rós- ar Valdimarsdóttur, mannfræð- ings, á vegum Rauða kross Ís- lands leiddi í ljós að á sl. þremur árum eru fórnarlömb mansals a.m.k. 59 og hugs- anlega allt að 128. S&S Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.