Morgunblaðið - 31.10.2009, Side 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
ÓLAFUR Thorder-
sen, bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar í
Reykjanesbæ, reynir
að tvöfalda vægi orða
sinna með því að birta
nánast sömu grein í
Morgunblaðinu og
hann gerði daginn áður
í Víkurfréttum. Tvöföld
skilaboð geta verið
misvísandi. Sami Ólaf-
ur hefur um árabil gert athugasemdir
við uppbyggingu Helguvíkurhafnar.
Hann hefur skrifað um skuldasúpu
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
vegna hafnarinnar, löngu fyrir mína
aðkomu að þeim málum, og fárast yf-
ir þeim framkvæmdum. Hann segist
svo vera stuðningsmaður álvers í
Helguvík! Allir vita að án hafnar væri
ekkert álver í Helguvík.
Greiðslur sem
skila auknu virði
Ólafur tvöfaldar einnig skuldastöð-
una þegar hann leggur saman
greiðslur til okkar eigin fyrirtækis,
sem sér m.a. um fasteignir 11 sveitar-
félaga. Hann á að vita að leigu-
greiðslur standa undir að greiða fjár-
festingu sem eykur virði okkar í
félaginu. Að loknum 30 árum stendur
eignin skuldlaus í félaginu og eykur
þannig virði okkar í því. Samkvæmt
reikningsskilum ber samt að gera
grein fyrir þessu sem skuldbindingu í
ársreikningum.
Tölur beint úr
Árbók Sambands
íslenskra
sveitarfélaga
Verst er fyrir Ólaf að
hann gerir þetta á sama
tíma og Árbók Sam-
bands íslenskra sveitar-
félaga er nýkomin út.
Hún sýnir samanburð í
fjármálum, tekjum og
kostnaði allra sveitarfé-
laga á landinu.
Hún sýnir að síðasta ár var gríð-
arlega erfitt fyrir Reykjanesbæ.
Mesta atvinnuleysi á landinu varð að
mæta með auknum framkvæmdum.
Fjögurra milljarða kr. reiknað tap af
Hitaveitu Suðurnesja varð að færa í
bækur okkar og við stóðum enn ein
uppi með uppbyggingu Helguvík-
urhafnar og þær skuldir sem henni
tilheyra, þrátt fyrir fögur fyrirheit
ráðherra. Barátta okkar um atvinnu
gengur út á að útvega íbúum betur
launuð störf.
Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu sýna
tölur árbókarinnar að af tíu stærstu
sveitarfélögum á landinu árið 2008
var bæjarsjóður Reykjanesbæjar
með þriðju minnstu skuldir og skuld-
bindingar á íbúa.
Þegar teknar eru saman skuldir og
skuldbindingar bæjarsjóðs Reykja-
nesbæjar og stofnana hans eins og
hafnanna (bls. 146-147) eru skuldir
og skuldbindingar á íbúa 1,3 milljónir
kr. en meðaltalið á landinu öllu er 1,5
milljónir kr. Reykjanesbær er því
undir landsmeðaltali í skuldum og
skuldbindingum á íbúa. Af tíu
stærstu sveitarfélögum á Íslandi er
Reykjanesbær með fimmtu minnstu
skuldir og skuldbindingar á íbúa. Í
árbókinni kemur einnig fram að
Reykjanesbær er með lægstu skatt-
tekjur á íbúa af öllum sveitarfélögum
landsins. (bls. 108) Þetta þýðir að við
þurfum að veita þjónustu okkar með
hagkvæmari hætti en aðrir, ef við
eigum að veita sambærilega þjón-
ustu.
Frábært starfsfólk
Upplýsingar Árbókar Sambands
íslenskra sveitarfélaga sýna einnig að
starfsmenn okkar vinna verk sitt vel:
Þegar borin eru saman stöðugildi
starfsmanna sem veita þjónustuna
fyrir bæinn (bls. 158-159) og þeim
deilt á íbúafjölda, kemur í ljós að
stöðugildi starfsmanna Reykjanes-
bæjar eru tæpum þriðjungi færri en
meðaltalið á landinu og sýnir næst-
lægsta hlutfall starfsmanna, séu 10
stærstu sveitarfélög á landinu þannig
borin saman. Samt hafa kannanir
sýnt að við erum í hópi sveitarfélaga
sem fá hæstu einkunn fyrir þjónustu
sína. Það sýnir best hvað við eigum
gott starfsfólk.
Eftir Árna
Sigfússon
Árni Sigfússon
» Samkvæmt Árbók
sveitarfélaga eru
skuldir og skuldbind-
ingar bæjarins á íbúa
1,3 milljónir kr. en með-
altalið á landinu á íbúa
er 1,5 milljónir kr.
Höfundur er bæjarstjóri
í Reykjanesbæ.
Tvöföld skilaboð
Á LIÐNUM mán-
uðum og misserum
hafa íslenskir landa-
mæraverðir í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar náð
eftirtektarverðum ár-
angri og hefur árvekni
þeirra vakið athygli.
Ábyrgð íslenskra
landamæravarða er
mikil því samkvæmt
Schengen-samn-
ingnum ber Ísland ábyrgð gagnvart
svæðinu öllu og er hluti af samhæfðri
evrópskri landamæravörslu. Hér-
lendis starfa landamæraverðir eftir
íslenskum lögum og reglum sem
mótaðar eru eftir löggjöf Evrópu-
sambandsins og starfsaðferðir þeirra
eru að miklu leyti mótaðar af sam-
bandinu.
Samvinna landamæravarða og yf-
irvalda á sviði stjórnunar landamæra
í Evrópu er náin og krefst stöðugrar
árvekni. Meginhlutverk Landa-
mærastofnunar Evrópusambands-
ins, Frontex, er að samræma og sam-
þætta vinnu Evrópuríkja við
landamæraeftirlit og stuðla að
öruggari landamærum.
Samevrópsk verkefni
sem áður heyrðu undir
mismunandi yfirvöld í
Evrópu hafa verið færð
undir Frontex. Óhætt
er að segja að starfsemi
Frontex hafi aukist
hratt að umfangi allt frá
stofnun árið 2005.
Ísland hefur tekið
þátt í ýmsum verk-
efnum á vegum Frontex
allt frá stofnun samtak-
anna. Raunar hefur lögreglan á Suð-
urnesjum, áður lögreglan á Keflavík-
urflugvelli, tekið þátt í margvíslegum
samevrópskum verkefnum sem nú
tilheyra Frontex, allt frá virkjun
Schengen-samningsins á landamær-
um hér hinn 25. mars 2001.
Frontex hefur haldið utan um
samvinnuverkefni sem Ísland hefur
m.a. verið þátttakandi í. Þessi verk-
efni standa að öllu jöfnu yfir í þrjár
vikur og miða að því að efla eftirlit
með ólöglegum ferðum fólks inn á
Schengensvæðið, greina mynstur í
hegðun þeirra sem eru brotlegir og
hvar álagspunktar eru á ytri landa-
mærum Schengen-svæðisins. Sam-
starfsverkefnin lúta ekki síst að því
að samræma vinnubrögðin við eftir-
litið á hinum ytri landamærum
Schengen-svæðisins.
Fyrstur Íslendinga til að taka þátt
í samvinnuverkefni á vegum Frontex
vorið 2008 var lögreglumaður úr lög-
reglunni á Suðurnesjum. Hann tók
virkan þátt í eftirliti er laut að því að
stemma stigu við komu ólöglegra út-
lendinga inn á Schengen-svæðið á
flugvellinum í Frankfurt í Þýska-
landi. Annar lögreglumaður frá sama
lögregluembætti fór til Ítalíu og vann
við samskonar verkefni á flugvell-
inum í Róm fyrr á þessu ári. Á sama
tíma tók flugstöðvardeild lögregl-
unnar á Suðurnesjum á móti tveimur
evrópskum lögreglumönnum, öðrum
frá Ítalíu, hinum frá Austurríki, sem
hér tóku þátt í sama samvinnuverk-
efninu. Frontex stendur árlega fyrir
mörgum slíkum samvinnuverk-
efnum. Nú er nýkominn heim lög-
reglumaður er starfaði í þrjár vikur í
samvinnuverkefni í höfuðstöðvum
Frontex í Varsjá í Póllandi. Tveir
lögreglumenn til viðbótar munu taka
þátt í samvinnuverkefni á vegum
Frontex nú fyrir áramótin, annar
mun fara til Ungverjalands en ekki
liggur fyrir á þessari stundu hvar
hinn mun starfa.
Kostnaður af þátttöku Íslands í
þessum samvinnuverkefnum er end-
urgreiddur af Frontex. Kostnaður-
inn fyrir Ísland er því hverfandi en
ávinningurinn m.a. fólginn í aukinni
þekkingu og hæfni íslenskra lög-
reglumanna sem skilar sér í árang-
ursríkari landamæravörslu.
Eftir Jón Pétur
Jónsson
Jón Pétur Jónsson
»Hlutverk Frontex
er að samræma
og samþætta vinnu
Evrópuríkja við landa-
mæraeftirlit og stuðla
að öruggari landa-
mærum.
Höfundur er aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum
og yfirmaður flugstöðvardeildar.
Frontex-samstarfið er mikið,
náið og krefst stöðugrar árvekni
LAUGARDAGINN 24. októ-
ber síðastliðinn birtust tvær
greinar hlið við hlið á bls. 28 í
Morgunblaðinu; líklega fyrir
skemmtilega uppstillingu starfs-
manns með kímnigáfu. Báðar
voru þær um Kárahnjúkavirkj-
un, umdeildustu framkvæmd
hér á landi það sem af er þessari
öld. Sjónarmiðin í þessum grein-
um voru algerlega andstæð. Í
annarri sagði m.a.:
„Mín spá má vera sú að um
miðja þessa öld verði almenn-
ingur sáttur við þessa fram-
kvæmd og telji vel hafa tekist
til, fyrir utan þann hagnað sem
þjóðarbúið hefur þá haft af
framkvæmdinni og þeim tæki-
færum í ferðamennsku sem
fylgdu með í kaupbæti.“
Sjónarmiðin voru önnur í
greininni við hliðina:
„Virkjunin mun standa sem
minnismerki um skammsýni og
græðgi, sem er reiðubúin að
fórna öllu, jafnvel dýrmætum
náttúruperlum, fyrir ímyndaðan
gróða. Erum við ekki búin að fá
nóg af slíku?“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hart er deilt í blöðum á Íslandi.
Fyrir rúmum hundrað árum
stóðu hörkudeilur um jafn
hversdagslegt fyrirbæri nú á
tímum og síminn er. Sumir töldu
hann hið mesta framfaraspor.
Aðrir töldu hann geta leitt til
þess að „fólkið þurrkast burt af
landinu“.
Tíminn skar úr um hvorir
höfðu rétt fyrir sér í símamál-
inu. Hann mun einnig skera úr
um hvorir höfðu rétt fyrir sér
um Kárahnjúkavirkjun.
Jakob Björnsson
Tíminn mun
skera úr
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
ÉG EFAST ekki
um að hver og einn
geti með góðri sam-
visku svarað þessari
spurningu með stóru
Nei-i. En hvernig
stendur þá á því að
þeir sem í þjóðfélag-
inu fjalla mest um
þjófnað og þjófa-
gengi eru að fá á sig
stimpilinn sjálfir?
Þar á ég við blaða-
menn.
Ég er ekki viss um að mínir
vinir meðal blaðamanna sætti sig
við að vera kallaðir þjófar, hvað
þá hluti af þjófagengi. En brátt
fer nú samt svo sökum þess virð-
ingarleysis sem þeir sýna fyrir
eigum annarra og birtist á síðum
net-rita, dagblaða og tímarita
nánast á hverjum degi.
Blaðamenn vita um höfund-
arrétt. Það gera ritstjórar og út-
gefendur líka. Samt sem áður
koma þeir fram við unga áhuga-
ljósmyndara sem og aðra ljós-
myndara eins og höfundarréttur
sé ekki til. Þeir svífast einskis í
því að ná sér í myndir til uppfyll-
ingar á blaðagreinum sínum og
skeyta þar engu um að ljós-
myndun er höfundavarið efni og
bíta svo höfuðið af skömminni
með því að fullyrða við unga
áhugamenn að aldrei sé greitt
fyrir notkun ljósmynda. Síðan
hvenær spyr ég nú bara.
Um höfundavarið efni eins og
ljósmyndir gildir einföld regla:
Ef þú hefur ekki í höndunum
leyfi frá myndhöfundi til birt-
ingar myndar, láttu hana þá vera.
Þó svo mynd birtist á heimasíðu
eða myndasafns-svæði myndhöf-
undar er ekki þar með sagt að
hann hafi gefið leyfi til birtingar
myndarinnar annars staðar né að
hafa tekjur af hans hugverki.
Það er lítið mál að verða sér
úti um leyfi til myndbirtingar.
Ekkert meira mál en að verða
sér úti um fréttir og fá á þeim
staðfestingar. Í mörgum tilfellum
þarf ekki annað en eitt símtal eða
einn netpóst og leyfið er fengið.
En blaðamenn nútímans virð-
ast vera eitt þriggja, húðlatir,
virðingarlausir gagnvart verkum
annarra eða hreint og beint þjóf-
ar. Ég veit um þónokkra blaða-
menn sem ekki kæra
sig um að vera undir
þessum hatti, en hví
viðgengst þetta þá og
hví heyrist ekkert í
Blaðamannafélaginu
vegna þessara brota?
Þó stríðir svona höf-
undarréttarbrot gegn
siðalögum BLÍ.
Hví lætur BLÍ slík-
an mynd þjófnað við-
gangast meðal sinna
félagsmanna á sama
tíma og fjöldi ljós-
myndara og fé-
lagsmanna í BLÍ gengur um at-
vinnulaus? Þjófnaður sem þessi
rær ekki bara að því að gera ljós-
myndara atvinnulausa heldur
skaðar hann samfélagið í heild
vegna þeirra skatttekna sem rík-
ið verður af.
Hér með skora ég á alla sem
sýsla með myndir, blaðamenn og
Blaðamannafélag Íslands að reka
af sér þjófsviðurnefnið, sjá til
þess að þeirra félagar virði lág-
marksrétt myndhöfunda og sjái
til þess að þjófnaður sem þessi
verði aflagður. Þetta er ekki eins
og hver annar ósiður. Þetta er
lögbrot og það skýlaust og heyrir
undir refsilöggjöfina. Blaðamenn
ættu að bera virðingu fyrir þeirri
staðreynd að ljósmyndarar hafa
sýnt langlundargeð í þessum mál-
efnum hingað til. Nú er hins veg-
ar mál að linni.
Ef þú, blaðamaður góður, vilt
ekki kenna starfsstétt þína við
þjófa, hjálpaðu þá til við að láta
starfsfélaga þína fara eftir þess-
ari einföldu reglu í lífinu: Þú
skalt ekki stela.
Er þjóðfélagið sátt
við þjófagengi?
Eftir Kristján
Logason
Kristján
Logason
ȃg er ekki viss um
að mínir vinir meðal
blaðamanna sætti sig
við að vera kallaðir
þjófar, hvað þá hluti
af þjófagengi.
Höfundur er ljósmyndari, fé-
lagsmaður í Ljósmyndarafélagi
Íslands, Félagi íslenskra samtíma-
ljósmyndara, Myndstefi og áhuga-
maður um höfundarrétt og skrifar um
það efni á www.sjonarmid.com.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða
hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum
mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra stofn-
ana, fyrirtækja eða samtaka eða til
að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er not-
að er nóg að slá inn netfang og lyk-
ilorð og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri há-
markslengd sem gefin er upp fyrir
hvern efnisþátt en boðið er upp á
birtingu lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina