Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Mörgum áhorfendum mun eflaust finnast þeir sviknir …50 » BANDARÍSKI ljósmyndarinn Roy DeCarava er látinn, 89 ára gamall. Hann var sonur fátækrar einstæðar móður í Harlem í New York, og öðlaðist frægð fyrir að skrásetja mannlíf stórborgarinnar í myndum, einkum þó helstu djass- leikara sinnar kynslóðar. DeCarava hlaut menntun sem grafíklistamað- ur en færði sig smám saman yfir í ljósmyndun, að hluta til vegna þess að sá miðill bauð upp á meiri hraða í úrlausnum, en ekki síður vegna þess að hann upplifði svo miklar takmarkanir sem listamaður í sam- félagi sem gerði greinarmun á hör- undsdökkum og hvítum borgurum. „Ef ég ætlaði að vera svartur mál- ari þurfti ég að ganga inn í heim hvítra – eða komast ekkert áfram,“ sagði DeCarava eitt sinn. Hann varð fyrsti blökkumaðurinn til að hljóta Gugg- enheim-styrk til list- sköpunar. Í umsókninni sagðist hann vilja skrásetja heim svartra í Bandaríkjunum eins og einungis svartur ljósmyndari gæti gert. DeCarava látinn Skrásetti sögu djassins í myndum Roy DeCarava HUNDRAÐASTA Skálda- spírukvöldið verður haldið í Safnahúsinu á Sauðárkróki á mánudaginn, 2. nóvember. Hefst dagskráin klukkan 20. Í tilefni þessa merka áfanga verður blásið til veglegrar af- mælisveislu Skáldaspírunnar, með lestri skálda upp úr bók- um, flutningi efnilegra söngv- ara og gómsætu bakkelsi. Verður m.a. lesið úr verkum Sigurðar Pálssonar en ýmis önnur skáld lesa úr eigin verkum og annarra. Nemendur úr Söng- skóla Alexöndru flytja sönglög á milli upplestr- aratriða. Skipuleggjandi er Benedikt S. Lafleur. Bókmenntir Hundrað Skálda- spírukvöld Siguður Pálsson LEIKSÝNINGIN Rúi og Stúi sem Leikfélag Kópavogar frumsýndi síðastliðið vor hefur verið tekin upp að nýju. Þriðj- ungur af miðaverði mun renna til Barna- og ungmennastarfs Rauða krossins. Rúi og Stúi fjallar um sérkennilega upp- finningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða- lagað hvað sem er. Höfundar verksins eru Skúli Rúnar Hilm- arsson og Örn Alexandersson. Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Harðar Sig- urðarsonar. Sýnt er í Leikhúsinu Funalind 2. Næstu sýningar eru í dag og á morgun kl. 14. Leiklist Rúi og Stúi í Kópavoginum Úr sýningunni Rúa og Stúa. HAUKUR Sigurðsson, fyrrver- andi menntaskólakennari, frum- flytur í kvöld klukkan 20.00 ein- leikinn Kynngi og kærleikur í Eyrbyggju á Sögulofti Land- námssetursins í Borgarnesi. Haukur á að baki áratuga feril sem kennari og fræðimaður og hefur kennt Íslendingasögurnar í gegnum tíðina. Hann hefur nú sett saman dagskrá sem byggist á Eyrbyggju, einhverri mögn- uðustu Íslendingasögunni, en hún er full af forynjum og draugum. Haukur leiðir áheyrendur í fótspor ber- serkja á Hrauni, á slóðir Fróðárundranna, út í Drit- sker og upp á Helgafell. Leikist – Fræði Sögustund helg- uð Eyrbyggju Á Eyrbyggju- slóðum í Breiðuvík. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÉG er hér staddur með einum fremsta hljóðfæraleikara Norð- urlanda og ég held bara Evrópu,“ sagði Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari í gær þegar blaðamaður náði tali af honum í Salnum í Kópa- vogi, rétt fyrir æfingu. Hljóðfæra- leikarinn færi sem Víkingur nefnir er Martin Fröst, sænskur klari- nettuleikari sem er gestalistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands í ár. Víkingur getur vart leynt aðdáun sinni á Fröst og á býsna mörg orð til að lýsa dásamlegum tónlistar- flutningi Svíans. Víkingur segist hafa hlýtt á Fröst í fyrrakvöld á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og segir klarinettuleikarann með þeim allra bestu sem hann hafi nokkurn tíma séð, ef ekki þann besta. „Eins og kærastan mín sagði, þessi maður er svolítið á annarri plánetu, þegar maður heyrir hann leika músík finnst manni eins og hann tali tungumálið músíkölsku,“ segir Víkingur um tónleikana. Í list- sköpun hans megi greina mikla gleði. „Ég hef aldrei séð jafn nátt- úrlegan listamann, náttúrlegan á sviði og í tónlist. Hann er svo yfir- þyrmandi músíkalskur og næmur og inni í því sem hann er að gera, í núinu, að maður þarf ekkert að tala við hann. Það gerist bara allt af sjálfu sér, hann skapar töfra og lyftir öllu sem hann gerir upp á æðra plan,“ segir Víkingur Heiðar um þennan sænska klarinettumeist- ara. Þú kallar hann landkönnuð í tölvupósti vegna tónleikanna. „Já, ég geri það. Hann er í mjög óvenjulegum verkefnum, hann er frægur fyrir dansgetu sína, dansar á sviðinu á meðan hann spilar. Svo er hann að vinna með dönsurum og vídeólistamönnum, í því að útvíkka þetta sem við skilgreinum sem klassíska tónlist, leikur sér svo mik- ið með samruna listamanna o.fl. Á morgun verður hann t.d. með sóló- verk fyrir sjálfan sig og elektróník. Hann er einhvern veginn maðurinn sem er að skapa söguna og það eru ekki margir þannig.“ Ber virðingu fyrir Víkingi Víkingur Heiðar er sjálfur einn virtasti píanóleikari Íslands og átti frumkvæðið að tónleikunum í dag, sendi Fröst geisladiskinn Debut sem hann gaf út í sumar og falaðist eftir samstarfi. Fröst tók slaginn og segist bera mikla virðingu fyrir Vík- ingi, bæði sem listamanni og per- sónu. „Mér finnst hann vera að gera margt mjög merkilegt í sinni list og áhugavert að ræða við hann um tón- list. Hann er frábær píanóleikari,“ segir Fröst. En er hann spenntur fyrir því að leika með Víkingi? „Ég er mjög spenntur, mér finnst æfing- ar hafa gengið mjög eðlilega og vandræðalaust fyrir sig,“ svarar Fröst. Hann segist vinna gríðarlega mikið, enda í fámennum hópi klarin- ettuleikara sem hafa lífsviðurværi sitt af því að vera sólóistar. Miðasala á tónleikana fer fram á salurinn.is. Talar tungumálið músíkölsku Víkingur Heiðar og Martin Fröst leiða saman hesta sína Morgunblaðið/Heiddi Víkingur og Fröst Slógu ekki slöku við frekar en fyrri daginn, á æfingu í Salnum í Kópavogi í gær. Þeir félagar, Víkingur og Fröst, halda tónleika í Salnum í dag kl. 17 og efnisskráin er frönsku- skotin. Tónleikarnir hefjast á Rapsodíu Claude Debussy, Martin leikur því næst eigið sólóverk, Voices on Wings og svo klarinettusónötu eftir Poulenc. Eftir hlé leika þeir svo Varíasjónir eftir Jean Francix og klarinettusónötu í es-dúr eftir Brahms. Víkingur segir Fröst hafa stungið upp á þessari efn- isskrá og hann samþykkt um hæl þar sem hún hafi einmitt verið það sem hann hafði í huga. Tónleikarnir verða í heild um 70 mínútur að lengd, að sögn Víkings Heiðars. Frönskuskotið Víkingur Heiðar stofnaði fyr- irtækið Hands On Music til að gefa út sína fyrstu plötu, Debut, sem kom út 17. maí sl. Á honum leikur Víkingur 19. aldar tónlist eftir Beethoven og Brahms. Hann segist vera að vinna í því að koma diskinum í búðir á Bretlandi en segir aðalatriðið að fólk geti keypt hann á netinu. Víkingur leggur nú drög að öðrum diski og stefnir að því að hann verði „allt öðruvísi“ en sá fyrsti. Hugar að plötu Kristínu Marju Baldursdóttur Ri tþ in g G er ðu be rg s Sýningarstjóri: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Boðið verður upp á léttar veitingar og Tríó Leifs Gunnarssonar leikur fyrir gesti Óreiðan söguheimur Karitasar Nánari upplýsingar um dagskrána á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg • Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík • Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stjórnandi: Halldór Guðmundsson Spyrlar: Ármann Jakobsson og Þórhildur Þorleifsdóttir Tónlistaratriði: Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari Upplestur úr verkum Kristínar: Silja Aðalsteinsdóttir Verið velkomin á Ritþing með laugardaginn 31. október kl. 13.30-16.00 Að Ritþingi loknu, kl. 16 opnar sýningin: Mætið tímanlega til að tryggja ykkur sæti!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.