Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
ÍHAUST kom út síðari skammturinn ígiska bústnum Radiohead-endur-útgáfum Capitol, plöturnar Kid A, Am-
nesiac og Hail to the Thief. Þetta tímabil í
sögu merkustu rokksveitar síðari ára er
einkar athyglisvert, eins er reyndar raunin
er með flestallt það sem þessi sveit kemur
nálægt. Radiohead er þá þannig sveit að út-
gáfa á sjaldgæfu og/eða áður óheyrðu efni
frá því tímabili er þessi verk voru unnin fær
vatnið til að vætla um munninn. Ímyndið
ykkur Sgt. Pepper í tvöfaldri útgáfu, þar
sem síðari diskurinn er fullur af slíkum gim-
steinum? Endurútgáfur platna bera oft með
sér drasl sem kom ekki út af augljósum
ástæðum en í tilfelli öndvegissveita sem
markað hafa tímamót í rokksögunni eru all-
ar viðbætur gildisaukandi og meira en vel
þegnar.
Platan Kid A (2000), sporfari tímamóta-verksins OK Computer (1997) bar með
sér hugrökkustu skref sem rokksveit hefur
nokkru sinni tekið og stendur sem glæsileg-
asta afrek Radiohead til þessa. Já, hún fer
hæglega fram úr OK Computer, segi og
skrifa það (umkvartanir sendist á meðfylgj-
andi netfang). Aldrei hefur hljómsveit gengið
jafn langt í því að láta fólk ekki hafa það sem
það vill og umsagnir um plötuna voru á ýmsa
vegu; sumir hörmuðu það melódíutap sem
hafði orðið á milli platna og kenningar voru
uppi um að Thom Yorke, hinn „erfiði“ leið-
togi sveitarinnar, væri endanlega búinn að
missa það. Aðrir fögnuðu áræðinu og fram-
sækninni sem lék um plötuna; en að svona
mikil tilraunastarfsemi gæti þrifist á plötu
sem var gefin út af markaðsvænu risafyr-
irtæki er eftir á að hyggja með miklum ólík-
indum. Radiohead setti ný viðmið með útgáf-
unni og umbylti í raun því kerfi sem hún var
að vinna í.
Amnesiac kom svo út ári síðar, ekki til-
viljun því að um nokkurs konar framhalds-
plötu er að ræða,
en á einhverjum
tíma hafði Kid A
verið hugsuð sem
tvöföld plata.
Sterk plata, þó að
hún standist
móðurplötunni
ekki snúning. Á
Hail to the Thief
(2003) var svo
eins og farið
væri bil beggja,
þessum höfundi
hugnast sú
plata lítt en að
sjálfsögðu eru
þar snilld-
arsprettir. Allar
plötur Radiohead eru annaðhvort meiri-
eða minniháttar meistaraverk. Fyrsta plat-
an, Pablo Honey, væri undantekning, þó að
hún eigi reyndar sína hörðu aðdáendur
líka.
Sjálft aukaefnið á þessum þremur diskumer svo á geisla- og mynddiskum í formi
b-hliða, tónleikaupptaka, endurhljóð-
blandana, prufuupptaka, myndbanda og
tónleikaupptaka úr sjónvarpsþáttum. Líkt
og með fyrri skammtinn er þetta vel útilátið
og til mikillar fyrirmyndar hvað þessi fræði
varðar. arnart@mbl.is
Allt á sínum stað
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Já, hún fer hæglega fram úrOK Computer, segi og
skrifa það (umkvartanir send-
ist á meðfylgjandi netfang).
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
- Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna!
- Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum
YFIR 30.000 GESTIR
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Frábær tónlist, frábær
dans, frábær mynd!
ÞÚ S
PILA
R TIL
AÐ L
IFA
SÝND Í KRINGL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
4 PÖR FARA SAMAN Í
FERÐALAG TIL HITABELTISEYJU
HVAÐ GÆTI MÖGULEGA FARIÐ ÚRSKEIÐIS?
SPRENGHLÆGILEG
GAMANMYND MEÐ
FRÁBÆRUM LEIKURUM
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
Frá leikstjóra
Ocean‘s myndanna,
S. Soderbergh kemur
stórkostleg mynd
með snilldar húmor
Byggð á sannsögulegum
atburðum
Matt Damon
er stórkostlegur
sem Uppljóstrarinn!
HHHH
„AS SODERBERGH LOVINGLY PEELS AWAY VEIL
AFTER VEIL OF DECEPTION, THE FILM DEVELOPS
INTO AN UNEXPECTED HUMAN COMEDY.“
CHICAGO SUN-TIMES ROGER EBERT
HHHH
"HILARIOUS,GRIPPING AND RIDICULOUSLY ENTER-
TAINING.ONE OF THE YEAR’S BEST FILMS.”
STEPHEN REBELLO, PLAYBOY
“MATT DAMON IS A JOY TO WATCH.”
TOM CARSON, GQ
“CLEVER,ORIGINAL AND VERY FUNNY.”
LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT
HHH
„THERE IS DEVILISH FUN IN THIS LOOK INTO
1990S WHITE-COLLAR CRIME. BUT THE JOKES ARE
THE KIND YOU CHOKE ON.“
ROLLING STONES
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
/ KRINGLUNNI
THE INFORMANT kl.8:10-10:30 L ORPHAN kl. 10:30 16
TOY STORY 1 kl.12:153D -2:153D-4:153D-6:153D L 3D-DIGITAL SURROGATES kl. 8:30 Síð. sýningarhelgi 12
COUPLESRETREAT kl. 8:10D - 10:30D 12 DIGITAL ALGJÖRSVEPPI kl. 4:15D-6:15D L
SKELLIBJALLA ísl. tal kl. 12:15D - 2:15D L DIGITAL UPP (UP) ísl. tali kl. 12:15 - 2:15 - 4:15 L
FAME kl. 6:15 L DIGITAL
/ ÁLFABAKKA
THE INFORMANT kl. 3:40-5:50-8-10:20 L GAMER kl. 8-10:40 16
THE INFORMANT kl. 8 LÚXUS VIP FAME kl. 1:30-3:40-5:50-8 L
TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 123D -23D -43D -63D L 3DDIGITAL ORPHAN kl. 10:20 16
LAW ABIDING CITIZEN kl.10:20 Forsýning 16 ALGJÖR SVEPPI.. kl. 12-2-4-6 L
LAW ABIDING CITIZEN kl.10:20 Forsýning LÚXUS VIP FUNNY PEOPLE kl. 8 Síðasta sýningarhelgi 12
COUPLES RETREAT kl. 5:50-8-10:20 12 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L
GAMER kl. 4 -6 LÚXUS VIP G-FORCE m. ísl. tali kl. 12 - 1:50 L
á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ