Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Mjúkir pakkar !
Dúnsokkar
Kr. 6.900,-
Faxafeni 5
S. 588 8477
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
LOKIÐ er mati á uppskerubresti hjá kartöflu-
bændum í Þykkvabænum vegna þess að kartöflu-
grös féllu vegna næturfrosts í lok júlí í sumar.
Í meðalári hefði uppskeran átt að verða um
5.500 tonn en hún varð rétt um helmingur þess.
Því vantar a.m.k. 2.500 tonn upp á meðaluppskeru.
Slegið var á það í sumar, að tekjutap kartöflu-
bænda gæti numið allt að 250 milljónum króna.
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands
garðyrkjubænda, segir að enn vanti gögn til að
hægt sé að áætla tapið nákvæmlega.
Að sögn Bjarna reyndist uppskeran vera mjög
misjöfn hjá einstaka bændum í Þykkvabænum. Sá
sem best slapp tapaði um 20% af uppskeru sinni
en sá bóndi sem verst fór út úr næturfrostunum
tapaði þremur fjórðu af uppskerunni. Náttúru-
legar aðstæður virðast hafa ráðið því hvar nætur-
frostið olli mestum skaða. Í þeim görðum sem eru
með vökvunarkerfi var tjón tiltölulega lítið, en
Bjarni segir að því fylgi geysimikill kostnaður að
koma upp vökvunarkerfi í kartöflugörðunum.
Haft verður samband við Bjargráðasjóð
Nú er unnið að því að afla lokagagna og reikna
út tjónið. Verður þeim gögnum komið til Bjarg-
ráðasjóðs, en hans hlutverk er að koma bændum
til bjargar, sem orðið hafa fyrir uppskerubresti.
Það verði svo í valdi sjóðsins að ákveða framhald-
ið. „Það er að mínu mati enginn munur á þessu og
kalskemmdum í túnum, sem fást bættar. Þetta er
af sama toga nema um er að ræða frostskemmdir
á miðju sumri,“ segir Bjarni. Þá á Bjarni von á því
að forystumenn kartöflubænda muni óska eftir
fundi með Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra
til að gera honum grein fyrir stöðunni.
Fram hefur komið í fréttum að í búnaðardeild
Bjargráðsjóðs séu nú til um 236 milljónir króna.
Búnaðardeildin hefur greitt bændum styrki vegna
uppskerubrests og kalskemmda.
Bjarni Jónsson reiknar með því að þrátt fyrir
uppskerubrestinn muni íslenskar kartöflur verða
á boðstólum í verslunum fram í mars á næsta ári.
Munar þar mestu að uppskera í Eyjafirði var í
góðu meðallagi og uppskeran hjá bændum í
Hornafirði var vel yfir meðallagi.
50% uppskera í Þykkvabænum
Vantar í það minnsta 2.500 tonn til að meðaluppskera hafi náðst Tap kart-
öflubænda er umtalsvert Munu leita til Bjargráðasjóðs til að fá tap sitt bætt
Morgunblaðið/Golli
Góðgæti Íslenskar kartöflur verða
á boðstólum fram í mars á næsta ári.
Eftir Ívar Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
ÍSLANDSBANKI skoðar nú svipuð
úrræði fyrir fyrirtæki og bankinn hef-
ur kynnt og boðið einstaklingum, að
sögn Birnu Einarsdóttur banka-
stjóra, en hún kynnti þær hugmyndir
á ráðstefnu KPMG nýlega.
Þar er um að ræða svokallaða höf-
uðstólsleiðréttingu, þar sem höfuð-
stóll erlendra lána er fluttur yfir í ís-
lenskar krónur og lækkaður. Hjá
einstaklingum er höfuðstóllinn lækk-
aður um u.þ.b. fjórðung, en hver
lækkunin verður veltur á myntkörf-
unni sem um ræðir og lengd lánsins.
Lækkunin gæti þó orðið veruleg, en
þó ekki eins mikil og í tilviki erlendu
húsnæðislánanna, þar sem yfirleitt er
um styttri lán að ræða hjá fyrirtækj-
um. Úrræðið verður ætlað fyrirtækj-
um sem eru með tekjur í íslenskum
krónum.
Reglur um skuldaaðlögun
Birna segir að innan bankans sé
verið að reikna út hvaða svigrúm
bankinn hafi til þessara aðgerða og að
vonandi verði hægt að kynna þessi úr-
ræði innan tíðar. „Jafnframt erum við
að leggja lokahönd á reglur um
skuldaaðlögun fyrirtækja, sem bygg-
ist á því hvernig við stillum upp lána-
pakka fyrirtækja miðað við tekjuflæði
þeirra, ef þau eru lífvænleg. Ætlunin
er að setja upp vinnuramma, sem
birtur verður á vef bankans og segir
t.a.m. hvernig við metum það hvaða
fyrirtæki eiga þess kost að fá þessa
meðferð.“ Birna segist sjá fyrir sér að
búið verði að afgreiða úrræði fyrir
einstaklinga að mestu leyti um ára-
mót og þá geti úrræði fyrir fyrirtæki
komið til framkvæmda. „Ég geri ráð
fyrir því að við getum hafist handa við
fyrirtækin í byrjun næsta árs. Árið
2010 hjá Íslandsbanka verður ár fjár-
hagslegrar endurskipulagningar hjá
fyrirtækjum. Við höfum fram að
þessu einblínt á skammtímalausnir
fyrir fyrirtæki og það hefur að ég held
margborgað sig, enda hefur komið í
ljós að mörg þeirra eru betur stödd en
við þorðum að vona í byrjun þessa
árs. Þessar skammtímaaðgerðir hafa
að mínu mati komið í veg fyrir að
gjaldþrot fyrirtækja yrðu fleiri en
þau hafa orðið. Langtímalausnirnar
eru næstar á dagskrá,“ segir hún.
Höfuðstólsleiðrétting
á lánum fyrirtækja
Íslandsbanki hyggst kynna fyrirtækjaúrræði á næstunni
BARNAVERNDARNEFND
Reykjavíkur braut lög þegar hún
ákvað að taka 9 ára dreng skyndi-
lega úr umsjá ömmu sinnar og senda
hann í fóstur austur á land.
Þetta er mat Daggar Pálsdóttur,
lögmanns móður drengsins. Ekki sé
hægt að setja barn í varanlegt fóstur
nema svipta fyrst foreldri forsjár-
rétti, það hafi ekki verið gert. Kvört-
un vegna vinnubragðanna verður
send Barnaverndarstofu í dag.
Móðir drengsins hefur forræði yf-
ir honum og eldri bróður hans en
þeir hafa verið vistaðir hjá ömmu
sinni. Móðurbróðir drengins segir í
aðsendri grein á síðu 21 í Morgun-
blaðinu í dag að barnaverndaryfir-
völd níðist á réttindum drengsins.
Hagsmuna drengsins gætt
Í yfirlýsingu frá Barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur segir að hún
harmi að viðkvæm málefni barns séu
til umfjöllunar í fjölmiðlum.
„Barnavernd Reykjavíkur hefur
yfirfarið sérstaklega ferli þessa til-
tekna máls og telur að þar hafi verið
unnið með bestu hagsmuni barnsins
að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni.
Málið er í biðstöðu meðan Barna-
verndarnefnd fjallar um það.
Deilan um
drenginn
í biðstöðu
Kvörtun send í dag
ÞAÐ var hiti í hafnfirskum unglingum í gær
þegar þeir fjölmenntu á mótmælafund vegna
niðurskurðar sem bitnar á félagsmiðstöðvum
bæjarins. Unglingar úr 8.-10. bekk grunnskól-
anna fylltu Strandgötuna á milli ráðhúss Hafn-
arfjarðar og kaffihússins Súfistans í hádeginu og
telja forystumenn mótmælanna að nokkur
hundruð hafi mætt, margir með mótmælaspjöld.
Þrír framsögumenn voru á mótmælunum, þau
Jóhanna Sif Sigurðardóttir, Adda Guðrún Gylfa-
dóttir og Gunnar Þór Sigurjónsson. Ungling-
arnir vonast til að mótmælin hafi einhver áhrif á
ákvörðun bæjaryfirvalda og hafa þegar fengið
þau svör að ekki verði frekari niðurskurður á
framlögum til félagsmiðstöðvanna.
Hafnfirskir unglingar þrýsta á bæjaryfirvöld
Mótmæltu niðurskurði til félagsmiðstöðva
Morgunblaðið/Kristinn