Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 ÖSSUR Skarphéðinsson utanrík- isráðherra sagði á Alþingi í gær að samskipti Íslands og Bandaríkj- anna hefðu frá árinu 2006 ekki ver- ið jafn góð og á þessu ári. En árið 2006 hefði Sjálfstæðisflokkurinn borið ábyrgð á dæmalausu klúðri í samskiptum landanna tveggja. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, spurði ráðherrann hvort ástæða þess að nýr sendiherra Bandaríkjanna hefði ekki tekið til starfa hér á landi, gæti verið vegna uppákomu í tengslum við veitingu fálkaorðu. Fram kom sl. vor að Carol von Vo- orst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér, fékk bréflega tilkynningu um að veita ætti henni fálkaorðuna en þegar hún var á leið til Bessastaða fékk hún símtal frá forsetaskrifstofunni um að ekki stæði til að sæma hana orðunni. Segir sam- skiptin vera góð Spurt um fálka- orðumálið og tafir á skipan sendiherra ÍSLAND gæti orðið fyrsta umhverf- isvottaða landið í heiminum, ef farið yrði að hugmynd starfsmanna Nátt- úrustofu Vesturlands. Það myndi marka landinu sérstöðu sem ekkert annað land getur státað af. Menja von Schmalensee og Róbert Arnar Stefánsson, höfundar greinargerðar um málið, telja að vottun Íslands feli í sér „gríðarleg tækifæri og mögu- leika til uppbyggingar á ímynd landsins til að styrkja atvinnuþróun og efla sjálfbæra þróun“. Miðað er við að landið allt verði vottað á fjórum árum með því að votta starfsemi allra sveitarfélaga. Beinn kostnaður af verkefninu er 79 milljónir kr. á ári. Ísland verði um- hverfisvottað STOFNFUNDUR var í gær haldinn fyrir nýtt, alþjóðlegt ungmennahús í Reykjavík. Til stendur að það verði nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir unglinga af erlendum upp- runa í efstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólunum. Hugmyndin að baki ungmenna- húsinu er sú að skapa sameig- inlegan vettvang fyrir þennan hóp til að hittast og aðstoða ungmennin við að verða virkari þátttakendur í nýju samfélagi. Upphafsmenn verk- efnisins eru þau Ómar Kristmunds- son og Anah dao Tran, sem bæði hafa starfað fyrir Rauða kross Ís- lands, en Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar veitir því stuðn- ing. Verið er að leita að heppilegu húsnæði fyrir Ungmennahúsið. Ungmennahús Svarar mikilli þörf. Nýtt ung- mennahús Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ARTHUR Bogason, formaður Landssamband smábátaeigenda, segir að sjávarútvegsráðherra hafi átt að ganga lengra í breytingum á línuívilnun. Hann segir ástæðu til að óttast að einhverjir sjómenn fari út í að taka beitingavélar úr bátum sín- um til að tryggja sér línuívilnun. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða gerir ráð fyrir að línuívilnun verði aukin úr 16% í 20% og nái einnig til dagróðrabáta sem stokka upp línu í landi (trektarbáta). Ívilnun hjá þeim verður 15%. „Mér finnst að ráðherra hefði átt að taka inn í frumvarpið dagróðr- arbáta sem eru með beitingavélar. Ég held að það kunni að fara svo að þeir sem eru með beitingavélar um borð taki þær hreinlega úr bátunum og fari að beita í landi. Ég efast um að það sé tilgangurinn með þessari tillögu,“ sagði Arthur í samtali við Morgunblaðið. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyr- ir að ríkið selji aukinn kvóta á skötu- sel á 120 krónur kílóið. Arthur sagði þessa tillögu óneitanlega nokkuð sérstaka. „Tillagan er samt ákveðin lausn á ákveðnu vandamáli sem er vaxandi á Vestur- og Norðurlandi, en þar hafa menn verið að fá mikið af skötusel í meðafla. Menn hafa þurft að leigja þessa kvóta dýrum dómum af þeim sem eiga kvótann vegna þess að kvótinn var settur á þegar veiði- reynslan var eingöngu fyrir Suður- og Suðvesturlandi. Þetta vekur menn til umhugsunar um hvort það er ekki galli á kvótakerfinu þegar sú staða kemur upp að tegund bætir við sig búsvæði eins og í þessu tilviki. Þetta er mikil breyting því að nú er að veiðast skötuselur fyrir öllu Vest- urlandi og hans hefur orðið talsvert vart fyrir norðan.“ Arthur sagði að það hefði komið í ljós að þeir sem hefðu verið með mestu skötuselskvótana hefðu leigt frá sér meira en helming kvótans. Hann sagði að það væri ekki óeðli- legt að menn spyrðu hvort kvótinn væri þá ekki betur kominn annars staðar. Arthur segist ekki gera neina at- hugasemd við að ráðherra skuli hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þó að starfshópurinn sé ekki búinn að ljúka sinni vinnu. „Ráðherrann er sá sem ræður og þarf ekki leyfi starfs- hópa til að leggja fram tillögur.“ „Hafa ekki nýtt kvótann“  Smábátar með beitingavélar um borð fá ekki að nýta sér línuívilnun að fullu  Arthur Bogason segir ástæðu til að óttast að vélarnar verði teknar úr bátunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfshópur sem ætlað er að end- urskoða lög um stjórn fiskveiða kemur saman á föstudag, en það er fjórði fundur hópsins. Guð- bjartur Hannesson, formaður starfshópsins, sagði að á fund- inum yrði rætt um nýtt frumvarp ráðherra um stjórn fiskveiða og hvaða áhrif það hefði á nefnd- arstarfið. Guðbjartur sagðist vita að það væri óánægja með að lagt væri fram frumvarp sem að nokkru leyti fjallaði um þau mál sem nefndinni var ætlað að ræða. Hann sagði að það hefði þó alltaf legið fyrir að endurbætur á lögunum lægju ekki í dvala meðan nefndin starfaði. Þetta kæmi fram í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Guðbjartur sagði að nefnd- in fjallaði að- allega um þrennt, Í fyrsta lagi lögin um stjórn fisk- veiða. Í öðru lagi væri rætt um fyrningu aflaheimilda og þá spurningu hvort þetta væri fær leið. Hann sagði að það lægi fyrir að nefndin ætlaði sér að stuðla að eflingu sjávarútvegsins en ekki að veikja hann. Í þriðja lagi þyrfti nefndin að ræða álit mannréttindadómstóls- ins og taka afstöðu til álitamála sem kæmu fram í því. Ekki ætlunin að veikja sjávarútveginn Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.