Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Kringlunni
BIOTHERM dagar í snyrtivörudeild
Lyfja & heilsu Kringlunni
12.–17. nóvember.
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Biotherm vörur
Verðmæti kaupaukans 9.000 krónur
Einnig aðrar gerðir kaupauka
- Eau Pure Body lotion 75 ml
- Eau Pure sturtusápa 75 ml
- Eau Pure ilmur 15 ml
- Aquasource rakakrem 20 ml
- Aquateinte litað dagkrem 5 ml
- Pure extract of thermal plankton 7 ml
SKIN VIVO
Fyrsta kreminu sem snýr við
öldrunarferli húðarinnar1
Æskan er í genum þínum.
Virkjaðu þau með
Allt að 10 ára yngri húð á aðeins 4 vikum2.
Í hjarta hverrar frumu er DNA sem inniheldur gen sem tryggja
lífsskilyrði allra frumna. Með aldrinum veikjast frumugenin og
þar af leiðandi hægist á frumuendurnýjun sem hefur veruleg
áhrif á öldrun húðarinnar.
Nýjung – tvöföld virkni gegn öldrun húðarinnar: DNA + GEN
Einstök sameining Pure Thermal Plankton og Reverserol SV,
sem er öflugt og virkt jurtaefni, stuðlar að viðgerð á DNA skemmdum,
endurvekur virkni3 frumugenanna og örvar frumuendurnýjun4.
Öldrun húðarinnar er „afturkölluð” og hún verður
sjáanlega unglegri
Árangur:
Fyllir upp innan frá og dregur úr hrukkum.
Þéttari og stinnari húð. Einstakur ljómi.
Vísindalegar sannanir á rannsóknarstofum. Prófað á yfir 300 konum.
NÝ TÆKNI
8 EINKALEYFI
1)
Fr
á
Bi
ot
he
rm
.2
)m
æ
lt
m
eð
sk
an
nm
yn
d
á
þé
ttl
ei
ka
á
stu
ðn
in
gs
ve
fh
úð
ar
in
na
r-
um
bæ
tu
rj
af
ng
ild
a
10
ár
um
–
pr
óf
að
á
32
se
m
no
tu
ðu
da
gk
re
m
ið
.3
)t
já
ni
ng
.4
)i
n
vi
tro
ra
nn
só
kn
ir.
G
ild
ir
á
ky
nn
in
gu
nn
im
eð
an
bi
rg
ði
re
nd
as
t.
G
ild
ir
ek
ki
m
eð
2
de
od
or
an
t.
Ei
nn
ka
up
au
ki
á
vi
ðs
ki
pt
av
in
.
GEISLAVARNASTOFNANIR Ís-
lands, Finnlands, Noregs og Svíþjóð-
ar leggja til að börnum og ungmenn-
um yngri en 18 ára verði bönnuð
notkun ljósabekkja. Yfirlýsing nor-
rænu geislavarnastofnananna birtist
sameiginlega í löndunum fjórum í
gær.
Norrænar geislavarnastofnanir
ráðlögðu árið 2005 fólki undir 18 ára
aldri og fólki með ljósa húð að nota
ekki ljósabekki. Í nýrri sameiginlegri
yfirlýsingu fjögurra geislavarna-
stofnana í Finnlandi, Svíþjóð, Íslandi
og Noregi er nú lagt til að 18 ára ald-
ursmörk verði sett á notkun ljósa-
bekkja.
Í tilkynningu frá Geislavörnum rík-
isins segir: „Útfjólublá geislun eykur
marktækt líkur á húðkrabbameinum.
Börn og ungmenni eru viðkvæmari
en aðrir fyrir henni. Þeir sem sól-
brenna ungir eiga frekar á hættu að
fá illkynja sortuæxli síðar á ævinni.
Illkynja sortuæxli eru talin alvarleg-
asta gerð húðkrabbameina.
Samkvæmt alþjóðlega viður-
kenndri meginreglu í geislavörnum
skal sérhver notkun geislunar vera
réttlætanleg, þannig að gagn vegi
þyngra en skaði. Alþjóðlega rann-
sóknarstofnunin í krabbameins-
fræðum (IARC) sem starfar á vegum
Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar,
WHO, hefur nýlega flokkað geislun
frá ljósabekkjum sem „krabbameins-
valdandi fyrir fólk“. Þetta vekur
áleitnar spurningar um hvort rétt-
læta megi notkun ljósabekkja til að fá
brúnan húðlit.
Geislavarnastofnanirnar mæla
þess vegna með að settar verði reglur
um ljósabekki á sólbaðstofum opnum
almenningi sem banna notkun, sölu
eða leigu þeirra til barna eða ung-
linga undir 18 ára aldri. Löggjöf um
þetta hefur þegar verið innleidd í
ýmsum Evrópulöndum.“
Ljósabekkir bannaðir börnum
„Þeir sem sólbrenna ungir eiga frekar á
hættu að fá illkynja sortuæxli síðar á ævinni“
Hættan er ljós Slagorð gegn notk-
un unglinga á ljósabekkjum.
Í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag
var sagt að bygging Tónlistar- og
ráðstefnuhússins stefndi 7,9 millj-
arða fram úr upphaflegri kostn-
aðaráætlun Portusar. Austurhöfn-
TR, hefur sent Morgunblaðinu at-
hugasemd. Eftir að upphaflegt
tilboð Portusar hafi verið lagt fram,
hafi verið ákveðið að stækka húsið.
„Það olli kostnaðarauka sem þá-
verandi eigendur ætluðu að bera og
töldu borga sig og hafði engin áhrif
á fyrirheit um framlag frá opinber-
um aðilum. Uppgefin kostnaðartala
í umræddri frétt var einungis mið-
uð við verðlagsþróun hingað til og
spá Seðlabankans um verðbólgu til
verkloka vorið 2011. Uppgefnar töl-
ur um kostnað voru því eingöngu
óbreytt áætlun og ekki rétt að verk-
ið stefni miljarða fram úr áætlun,“
segir í athugasemdinni.
onundur@mbl.is
Fer ekki milljarða
fram yfir
ÖNNUR úthlutun styrkja úr Um-
hverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði
Pálma Gíslasonar – formanns
UMFÍ á árunum 1973-1993, voru
veitt í fyrradag við hátíðlega at-
höfn í þjónustumiðstöð Ungmenna-
félags Íslands við Laugarveg. Við
athöfnina flutti m.a. formaður
UMFÍ, Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, ávarp og Stella Guðmunds-
dóttir, ekkja Pálma afhenti styrk-
ina.
Sjóðsstjórninni bárust 18 um-
sóknir og var samþykkt að styrkja
fimm umsóknir að upphæð samtals
1 milljón króna.
Þeir sem fengu styrkina voru
Íþróttafélagið Hamar sem fékk
400.000 kr., Blakdeild Þróttar fékk
300.000 kr., Golfklúbburinn Glanni
fékk 150.000 kr., Hestamanna-
félagið Geysir fékk 75.000 kr. og
Blakdeild Hattar fékk 75.000 kr.
Úthlutað úr Um-
hverfissjóði UMFÍ
KRISTJÁN L. Möller samgöngu-
ráðherra veitti í fyrradag viðtöku
fyrsta eintaki nýrrar handbókar
um umferðarfræðslu. Handbókinni
er ætlað að auðvelda kennurum og
skólum að byggja upp og efla um-
ferðarfræðslu. Útgáfan er hluti af
umferðaröryggisáætlun stjórn-
valda. Umferðarstofa gefur hand-
bókina út en gerð hennar var í
höndum starfsmanna Umferð-
arstofu og Grundaskóla á Akranesi.
Hægt er að skoða handbókina á pdf
formi og prenta hana út af heima-
síðu Umferðarstofu, www.us.is.
Einnig er hægt að panta hana út-
prentaða á heimasíðunni.
Handbók um
umferðarfræðslu
Fyrsta eintakið Arnar Freyr Sig-
urðsson, Grundaskóla, og Kristján
L. Möller samgönguráðherra.
FÉLAG stjórnmálafræðinga heldur
í dag opinn fund um persónukjör.
Yfirskrift fundarins er „Persónu-
kjör, lýðræðisbót eða spilling-
arhít?“. Farið verður yfir kosti og
galla persónukjörs og þeirra frum-
varpa um opna framboðslista til
sveitarstjórnar- og alþingiskosn-
inga sem nú eru í meðförum Al-
þingis. Gestir í pallborði verða
Svanur Kristjánsson, Silja Bára
Ómarsdóttir, Gunnar Helgi Krist-
insson, Valgerður Bjarnadóttir og
Birgir Ármannsson.
Fundurinn verður haldinn í stofu
132 í Öskju (Háskóla Íslands) og
stendur kl. 12:15-13:00.
Opinn fundur
um persónukjör