Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR HEIMILIÐ
ÞAÐ er sér-
kennilegt áhugamál
hjá þjóð að túlka
dóma Hæstaréttar.
Hjá flestum siðmennt-
uðum þjóðum eru
dómar Hæstaréttar
skýrir og fjalla um
ágreiningsmálið með
niðurstöðu sem heitir
dómsorð ellegar í
versta falli úrskurður.
Þar sem Hæstiréttur hefur talað
heldur óskýru máli er rétt að reyna
að rýna í skilning dómstólsins á ein-
földum hugtökum; þ.e. fjöldi hluta
og verð, skv. 55. gr. hlutafélalaga
nr. 2/1995.55. gr. hfl. nr. 2/1995 sem
hljóðar svo: „Hlutafélag má ekki
gegn endurgjaldi eignast eigin hluti
með kaupum eða fá þá að veði ef
nafnverð samanlagðra hluta, sem
félagið og dótturfélög þess eiga í fé-
laginu, er meira en eða mun verða
meira en 10% af hlutafénu. Með
skal telja hluti sem þriðji aðili hefur
eignast í eigin nafni en fyrir reikn-
ing félagsins.
Hluti getur félag aðeins eignast
samkvæmt heimild hluthafafundar
til handa félagsstjórn. Heimildin
verður aðeins veitt tímabundið og
ekki til lengri tíma en fimm ára.“
Í heimildinni skal greina há-
marksfjölda hluta sem félagið má
eignast og lægstu og hæstu fjárhæð
sem félagið má reiða fram sem end-
urgjald fyrir hlutina.
Félagið getur aðeins eignast hluti
svo framarlega sem eigið fé þess fer
fram úr þeirri fjárhæð sem óheimilt
er að ráðstafa til úthlutunar á arði.
Þegar eigin hlutir hafa verið dregn-
ir frá eftir að félagið hefur eignast
hluti má hlutaféð ekki nema lægri
fjárhæð en fjórum milljónum króna.
Aðeins má afla þeirra hluta sem
eru að fullu greiddir.
Uppfyllir eftirfarandi samþykkt á
hluthafafundi skilyrði 55. gr. hluta-
félalaga nr. 2/1995 um verð og fjölda
hluta? Aðalfundur Glitnis banka hf.
veitir stjórn heimild til þess að
kaupa eigin hluti í fé-
laginu eða taka þá að
veði. Heimild þessi
standi í 18 mánuði og
takmarkist við að sam-
anlögð kaup og veð-
setning hluta fari ekki
yfir 10% af heildar-
hlutafé félagsins á
hverjum tíma. Kaup-
verð hluta skal vera
lægst 10% lægra og
hæst 10% hærra, en
skráð kaup- eða sölu-
gengi í Kauphöll Íslands hf. (Sam-
þykkt á aðalfundi Glitnis banka hf.
20. febrúar 2007)
Spurningin hér er; hver er fjöldi
hluta samkvæmt 3. mg. 55. gr.? Er
það sá fjöldi hluta sem er útistand-
andi þegar samþykktin er gerð eða
þegar félagið kaupir hluti?Önnur
spurning er hvert er verðið skv. 3.
mg. 55 gr.; er krafan um verð-
upplýsingar um fast eða breyt-
anlegt verð? Verð í kauphöll er eðli
málsins samkvæmt breytilegt en
verð er ákveðin upphæð en ekki til-
vísun í annað verð. Ákvæði hluta-
félagalaga eru sett til verndar hlut-
höfum, til að setja stjórn valdmörk,
takmarka vald stjórna. Með því að
Hæstiréttur telur þessa samþykkt
aðalfundar Glitnis banka hf. sam-
rýmast ákvæðum 55. gr. a hluta-
félalaga nr. 2/1995, þá hefur Hæsti-
réttur í dómi í máli nr. 228/2009
búið til gúmmíkenningu um verð og
fjölda hluta. Hvort tveggja, verð og
fjöldi hluta, er orðið að áliti Hæsta-
réttar eins og klám; loðið og teygj-
anlegt.
Höfundur er þolandi í réttarfari
Hæstaréttar
Hæstiréttur skapar
gúmmíkenningu
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
»Hvort tveggja, verð
og fjöldi hluta, er
orðið að áliti Hæsta-
réttar eins og klám; loð-
ið og teygjanlegt.
Höfundur er lektor og fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta.
HEILL og sæll
Ingvar og þakka
þér fyrir þitt hlý-
lega svar í
Morgunblaðinu í
dag, þriðjud. 3.
nóv. Það hvarfl-
aði aldrei að mér
að ég mundi snúa
þér til minna
sjónarmiða í
loftslagsmálum,
en nú vil ég aðeins koma smá at-
hugasemdum á framfæri, leiðrétta
sjálfan mig og reyna að gera svolitla
grein fyrir þessari lofttegund sem
allt snýst nú um í hinum pólitíska
heimi og ekki svo lítið í vísinda-
samfélaginu.
Fyrst örfá orð um Stern lávarð
sem þú vitnaðir í með trausti og
trúnaði. Þessi lávarður er ekki að-
eins boðberi válegra tíðinda um
loftslag framtíðarinnar heldur nýtir
sér það ástand. Hann rekur fyr-
irtæki sem skilar miklum arði, það
heitir IDECarbon og er á kafi í því
að miðla til banka, fjármálafyrir-
tækja og ríkja kvótum á sleppingu
koltvísýrings, CO2. Sum ríki sleppa
ekki eins miklu og þau mega, önnur
meira, þessvegna skapast þarna
markaður.
Svo ætla ég að hætta mér inn á
það svið að skýra hluti fyrir almenn-
ingi sem mörgum finnst svolítið
flóknir. Hve mikið er af þessu mjög
svo umdeilda gasi, koltvísýringi
CO2., í gufuhvolfinu?
Það liggur fyrir, það hefur verið
mælt á Hawai síðan 1958. Þeir sem
skoða þetta nánar munu sjá að um
þessar mundir er magn CO2. í gufu-
hvolfi 385 ppm.
En hvað segir þetta, hvað þýðir
þetta ppm? Það þýðir partar af
milljón og setjum dæmið í einfald-
ara samhengi. Hugsum okkur að
fyrir framan okkur sé stór kassi og í
honum séu 1.000.000, 1 milljón kúl-
ur. Þetta er gufuhvolfið, þessar kúl-
ur fylla út í það. Kúlurnar eru allar
hvítar nema þessar 385 kúlur, þær
eru rauðar og tákna koltvísýring
CO2.. Þarna sjáum við hvað CO2. er
stór hluti af öllu því sem í gufuhvolf-
inu er, það eru þarna 999.615 hvítar
kúlur á móti 385 rauðum kúlum.
Hvernig getur nokkur maður lát-
ið sér detta í hug að þessi örstærð
geti haft svo geipileg áhrif að ráða
loftslagi í heiminum?
Ég segi fyrir mig; það er ekki eðl-
isfræðilegur möguleiki á því að
þessi örstærð hafi nokkur teljandi
áhrif á loftslagið, ég er sannfærður
um það. Svo ætla ég að leiðrétta
sjálfan mig. Í minni fyrri grein kom
fram að CO2. væri 3% í gróðurhús-
ahjálminum, fyrirbrigði sem við-
heldur lífi á jörðinni, en þar átti að
standa 1%. Þannig er stærð CO2.
þegar búið er að grisja frá allt sem
ekki hefur áhrif á útgeislun varma
frá jörðinni.
SIGURÐUR GRÉTAR
GUÐMUNDSSON,
vatnsvirkjameistari og
orkuráðgjafi.
Til Ingvars Gíslasonar
Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni
Sigurður Grétar
Guðmundsson
NÚ ER vá fyrir dyr-
um. Það er nánast sama
hvað við Suðurnesja-
menn reynum að gera
til að bæta atvinnu-
ástandið á svæðinu.
Upp rísa alltaf öfl sem
reyna að bregða fyrir
okkur fæti. Það er ekki
einleikið hvað reynt er
að gera álverið í Helgu-
vík tortryggilegt. Mark-
vist er unnið gegn okkur í því máli.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri okkar hér
í Reykjanesbæ er sakaður um að fara
með frekju og yfirgang í máli þessu af
málsmetandi fólki. Telst það frekja að
vinna að atvinnusköpun? Telst það yf-
irgangur að hafa frumkvæði? Sem
betur fer eigum við bæjarstjóra og
bæjarstjórn sem tekur af skarið og
berst fyrir góðan málstað. Það er, „at-
vinna á svæðið“. Hann, ásamt fleira
góðu fólki hefur verið óþreytandi að
benda á möguleika og stuðla að aukn-
um atvinnutækifærum og betra
mannlífi.
Það er með ólíkindum að heyra og
lesa rök þessa fólks gegn álveri hér.
Þar bylur hæst í Vinstri grænum sem
virðast vera á móti allri atvinnu-
uppbyggingu nema prjónaskap og
leðurgerð. Svandís Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra hefur með óyggjandi
hætti brugðið fæti fyrir álvers-
framkvæmdum með dyggum stuðn-
ingi háttvirts fjármálaráðherra, Stein-
gríms J. Sigfússonar. Ekki er hægt að
segja að mikill stuðningur sé frá Sam-
fylkingunni. Hvar er stuðningur iðn-
aðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur?
Það vantar vilja
stjórnarliða
Hvar er stuðningur
fyrsta þingmanns kjör-
dæmisins, Björgvins G.
Sigurðssonar?
Allt þetta lið fer með
stjórn landsins og hefur í
hendi sér að taka til
hendinni hér á Suð-
urnesjum. Eina sem
vantar er „viljinn“.
Hverjir kusu þetta fólk?
Er ekki rétt að þeir sem
það gerðu krefji sitt fólk um aðgerðir
og það strax? Ég kaus það ekki en
kref það samt um aðgerðir. Þetta að-
gerðaleysi hefur ekki bara áhrif á ál-
ver í Helguvík heldur einnig á bygg-
ingu gagnavers Verne Holdings á
vallarsvæðinu. Svona má lengi telja.
Er ekki nóg komið? Aukið atvinnu-
leysi vofir yfir okkur ef ekkert er að
gert. Það er hvergi meira en hér á
Suðurnesjum. Það er nú svo að at-
vinnuleysið bítur okkur öll hvar í
flokki sem við stöndum. Atvinnuleysið
bítur jafnt sjálfstæðismenn, vinstri
græna og samfylkingarfólk og fram-
sóknarmenn. Atvinnuleysið er jafn
biturt hvar í flokki sem við stöndum.
Við þurfum samstöðu
Hvað er til ráða? Til þess að sporna
við þessu þarf samstöðu. Samstöðu
allra Suðurnesjamanna hvar í flokki
sem þeir standa. Það er kominn tími
til að við stöndum einu sinni dyggilega
samann. Það hefur ekki verið okkar
sterkasta hlið hingað til. Það sést best
á fjölda þingmanna sem við höfum átt
gegnum tíðina. Þá er hægt nánast að
telja á fingrum annarrar handar. Ekki
hafa ráðherrar af Suðurnesjum litið
dagsins ljós enn. Langflestir þing-
menn kjördæmisins búa handan við
Hellisheiðina og virðast hafa litlar
áhyggjur af okkur hér á Reykjanes-
inu með örfáum undantekningum.
Það sem ég á við með þessari sam-
stöðu er að allir leggist á eitt í að efla
atvinnulífið hér og beiti þrýstingi hvar
sem því verði við komið. Margar
hendur vinna létt verk. Sýnum þver-
pólitíska samstöðu. Látum verkin tala
og eflum mannlíf hér á Suðurnesjum.
Lykillinn að góðu mannlífi er atvinna
fyrir alla. Auðvitað erum við Suð-
urnesjamenn opnir fyrir öllum at-
vinnutækifærum en ekki fyrir „ein-
hverju öðru“. Ýmsar hugmyndir eru í
gangi um samstöðu, rætt hefur verið
um undirskriftasöfnun og Keflavík-
urgöngu. Frábærar hugmyndir – ef
við tökum þátt í þeim. Aðalmálið er þó
að við tölum einum rómi í ræðu og riti.
Látum finna fyrir okkur og í okkur
heyra. Ég skora á alla þingmenn kjör-
dæmisins, hvar í flokki sem þeir
standa, að beita sér af alefli í okkar
málum og þrýsta á ríkisstjórnina að
sigla línulögnum og álversfram-
kvæmdum í örugga höfn til heilla okk-
ar góða samfélagi hér á Suðurnesjum.
Nú er vá fyrir dyrum
Eftir Rúnar V.
Arnarson » Sýnum þverpólitíska
samstöðu. Látum
verkin tala og eflum
mannlíf hér á Suð-
urnesjum.
Rúnar V. Arnarson
Höfundur er verkstjóri
í Reykjanesbæ.
FRÁ því að Danir
hugðust flytja þjóð vora
á jósku heiðarnar hefur
hún ekki séð það svart-
ara en nú. Kúgun og
arðrán sem Danir lögðu
á þjóðina fullkomnaði
náttúran með óáran. Ís-
lenskir stórbændur,
prestar og embætt-
ismenn mögnuðu svo
ömurleikann hver með
sínu lagi. Að sárfátæk
fámenn þjóð sem bjó í hreysum skyldi
lifa af svo langdregnar hörmungar
ætti að stappa stálinu í þá sem nú
þurfa að súpa seyðið af afglöpum
stjórnmálamanna. Því miður hafa
valdhafar guggnað í samningum við
tvö fyrrverandi nýlenduveldi og samið
af sér með skelfilegum afleiðingum
fyrir Íslendinga. En það á engum að
koma í opna skjöldu, því í mörg ár hef-
ur þjóðin þurft að þola þinglið, sem
lagt hefur meiri áherslu á eigin hags-
muni en þjóðarinnar. Aðdragandinn
að sigri Samfylkingarinnar voru kosn-
ingaloforðin. Þegar Jóhanna Sigurð-
ardóttir varð forsætisráðherra lýsti
hún yfir að kjör aldraðra og öryrkja
yrðu ekki skert. Og ég sem hélt að
enginn gæti orðið fólkinu verri en
stóriðjuflokkarnir.
Icesave er nú aðalmálið. Án þess að
leysa það nær Samfylkingin ekki
helsta áhugamáli sínu,
sem er að koma Íslandi
undir ESB-valdið. Þar
yrðum við valdalaust peð
sem hefði lítið með sín
mál að gera, hvað þá við-
skipti við löndin utan
ESB. Þessa stundina eru
stjórnvöld að ganga frá
samningum við Breta,
verstu óvini okkar, og
Hollendinga. Náist sam-
komulag, gætu núlifandi
Íslendingar hafnað í ævi-
langri þrælkunarvinnu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vopn í
höndum Breta og Hollendinga og er
okkur stórhættulegur. Norðurlanda-
þjóðirnar og ESB hafa sýnt sitt rétta
andlit og vona ég innilega að þjóðin
sjái hve ESB er okkur fjandsamlegt.
Tungumál okkar og menning mundi
fjara út í þjóðahafinu og auðlindum
stolið. Leyfi mér svo í lok greinar að
vitna í lærða menn.
Einar Már Guðmundsson er án efa
besti málsvari Íslendinga. Því miður
er hann valdalaus.
Einar segir: Í rauninni er vandi Ice-
save-skuldbindinganna ekki vandi
þjóðarinnar, heldur eigenda þess
einkavædda banka sem rakaði til sín
fé í gegnum Icesave-reikningana.
Hafsteinn Hjaltason segir: Verj-
umst af alefli afturhalds- og tortím-
ingarstefnu ESB-samsóknarkrók-
álfanna. Andvaraleysi verður dýr-
keypt. Er okkur, sem njótum allra
þeirra framfara sem orðið hafa frá
endurreisn Alþingis, einhver vorkunn
að sýna nægja þrautseigju í erf-
iðleikum? Einu sinni var sagt að þjóð
sem fórnaði frelsi, fullveldi og auðlind-
um fyrir gróða og öryggi ætti ekkert
af því skilið.
Er Ísland rusl í augum Breta og
Hollendinga, spyr Vigdís Hauks-
dóttir.
Hagfræðingurinn James K. Galbra-
ith segir: Skrípaleikur að leggja á
slíka byrði. Fáránlegt er að ímynda
sér að Ísland eða eitthvert annað land
geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem
jafngilda 300-400% af vergri lands-
framleiðslu. Reyni stjórnvöld að axla
slíka skuldabyrði muni vinnufærir
einstaklingar flytja af landi brott.
Fáir eru jafnfróðir um AGS og
John Perkins. Hann segir lönd hafa
verið hneppt í efnahagsfjötra til að ná
síðan tökum á auðlindum þeirra.
Perkins fór um heiminn á árum áður
sem efnahagslegur böðull og útvegaði
ýmsum ríkjum hærri lán en þau réðu
við að borga. Þar með voru þau gengin
í gildru skuldareigenda. Hann ráð-
leggur Íslandi að neita að borga
skuldir sem það ber ekki ábyrgð á.
Holland og Bretland eiga að deila
byrðunum með Íslandi, segir sænski
seðlabankinn.
Bretar hafa alla tíð kúgað minni-
máttar. Þeir eru engra vinir, en falskir
þegar hentar.
Haft var eftir einum ráðherra okk-
ar, að íslenskir bankamenn væru
verstir meðal vestrænna þjóða.
Hvernig væri að bæta atkvæðamestu
stjórnmálamönnunum í þann hóp?
Verða Íslendingar dæmdir
í ævilangt skuldafangelsi?
Eftir Albert Jensen » Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn er vopn í
höndum Breta og Hol-
lendinga og er okkur
stórhættulegur.
Albert Jensen
Höfundur er fv. húsasmíðameistari.
BRÉF TIL BLAÐSINS