Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
✝ Ingimundur Sig-fússon fæddist á
Seltjarnarnesi 8. sept-
ember 1962. Hann
lést á Akranesi 2. nóv-
ember sl. Foreldrar
hans voru hjónin Erla
Jónasdóttir og Sigfús
Ingimundarson, sem
bæði eru látin. Ingi-
mundur var 5. í röð 6
sona þeirra hjóna, og
lifa þeir Jónas, Guðni,
Ingólfur, Örn og Sig-
urjón bróður sinn.
Systkini samfeðra eru
Bryngeir og Lovísa, sem er látin.
Ingimundur kvæntist Hjördísi
Árnadóttur árið 2006 og áttu þau
soninn Sigfús Ara, en hann lést eins
dags gamall. Fyrir átti Ingimundur
Bjarneyju Vigdísi, f. 24. ágúst 1987,
með Hrefnu Bjarna-
dóttur.
Ingimundur átti
fjölbreytta starfsævi
til sjós og lands. Ingi-
mundur nam húsa-
smíði og naut hand-
lagni, natni og
útsjónarsemi hans sín
vel í því fagi, hvort
heldur unnið var að
nýsmíði eða viðhaldi
gamalla húsa. Ingi-
mundur var dagfars-
prúður og flestra
hugljúfi. Vart var
hægt að hugsa sér þægilegri sam-
starfsmann, sama hvert viðfangs-
efnið var.
Útför Ingimundar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 12. nóvember,
og hefst athöfnin kl. 11.
Nú hefur stórvinur okkar og félagi
kvatt í hinsta sinn og haldið á fund
feðra sinna og mæðra.
Alltof snemma kvaddir þú þennan
heim, kæri vinur, en svona er lífið oft
óútreiknanlegt og óréttlátt að manni
finnst. Hið jákvæða í sorginni er þó að
vita til þess að þú þurfir ekki að berjast
við þennan „draug“ lengur eins og þú
kallaðir veikindi þin. Hið jákvæða er
einnig að eiga allar þær fallegu og
skemmtilegu minningar og dýrmætu
stundir er þú gafst okkur. Smitandi
hlátur þinn, æðruleysi þitt og góðlát-
legt grín og geðprýði var það sem
gerði þig að svo einstökum félaga.
Nærvera þín var einstaklega notaleg,
þú varst alltaf þú sjálfur, engin upp-
gerð eða látalæti, ætlaðist einungis til
að maður sýndi slíkt hið sama. Þessir
eiginleikar þínir æðruleysi, húmor fyr-
ir sjálfum þér og öðrum sem og ótrú-
legt rólyndi og innri styrkur hjálpuðu
þér í gegnum veikindin og var aðdáun-
arvert að sjá hvernig þú nálgaðist
þetta erfiða verkefni.
Ingi reyndist mér og minni fjöl-
skyldu einstaklega traustur vinur.
Söknuður barna minna og konu er því
einnig mikill, þú varst einn af fjölskyld-
unni. Einhvertíma í sumar var ég að
rifja upp með sjálfum mér hvernig
okkar fyrstu kynni voru, mig minnir að
það hafi verið þegar við vorum um ell-
efu ára. Ég átti þá rauðan trévörubíl
frá Reykjalundi er þótti ákaflega vin-
sælt leikfang í þá daga, með þennan
trédrumb hljóp ég út um allt Teiga-
hverfið í Mosfellsbæ. Einn daginn
rakst ég á skolhærðan pilt sem átti al-
veg eins bíl, og án þess að heilsa eða
yrða hver á annan hlupum við þvert í
gegnum allt hverfið burrandi með bíl-
ana okkar. Síðan þá höfum við verið
stórvinir. Reyndar sagði Ingi mér í
haust að við hefðum hist einu sinni áð-
ur, þá hafði hann verið að leika sér í
garðinum heima hjá sér þangað sem
hann var nýfluttur og ég hafi undið
mér að honum og spurt hvort hann
væri kúreki eða indíáni. Minnir að við
höfum báðir verið indíánar.
Á tímabili bjuggum við langt frá
hvor öðrum og hittumst því minna en
oft áður. En nú seinni árin styrktist
vinátta okkar á nýjan leik og náði nýj-
um hæðum. Eins og ég sagði fyrr
reyndist Ingi börnum mínum einstak-
lega vel og hlökkuðu þau alltaf til að fá
hann í heimsókn.
Ingi kynntist einstaklega yndislegri
konu henni Hjördísi og urðu þau tíðir
gestir á okkar heimili og við hjá þeim.
Okkur þykir ákaflega vænt um allar
þær ljúfu stundir er við áttum saman.
Við vottum Hjördísi okkar innilegustu
samúð sem og ástkærri dóttir hans
Bjarneyju Vigdísi, og öðrum aðstand-
endum.
Þökk fyrir allt, kæri vinur.
Örlygur Atli Guðmundsson,
Hólmfríður G. Magnúsdóttir,
Tinna Eyberg Örlygsdóttir og
Atli Eyberg Örlygsson.
Ég sit hér dofin að skrifa um þig,
Ingi minn, sem varst mér svo kær.
Þetta er erfitt og mörg tár hafa fallið
síðustu daga.
Þú komst inn í líf mitt þegar ég var
lítil stelpa og allar götur síðan hékk ég
í þér, hvert sem þú fórst. Það þeytast í
gegnum hugann milljón minningar. Í
nótt, líkt og síðustu nætur lá ég and-
vaka og ég reyndi eins og ég gat að
stoppa hugsanirnar en þær brutust
um í einum hrærigraut. Ég ýmist grét
eða brosti ein í myrkrinu og vonaði svo
innilega að ég sæi þig. Hugsanirnar
leiddu mig vestur og þar þeyttust allar
minningarnar yfir mig, síðan suður í
Mosó, á Bragagötuna, Glaðheimana og
áramótin sem við fórum með stelpurn-
ar í Perluna. Ég minnist líka þess þeg-
ar að þú varst á Hringbrautinni og all-
ar þessar minningar eru mér svo
dýrmætar vegna þess að þú varst allt-
af svo góður við mig. Á endanum eltir
þú litla dýrið á Skagann og ég var svo
ánægð, ég gat hangið í þér endalaust
og gerði það. Presthúsabrautin var
okkar gata ásamt pabba og þar eyddir
þú miklum tíma með mér í smíðum og
kenndir mér margt þar. Í nótt kom
einmitt ein minningin þaðan, þegar
pabbi kom yfir og lét okkur borða sóla-
hringssoðnu öndina og þú með fullan
munninn af höglum.
Síðan var tími til kominn að þú næð-
ir þér í konu og við að kortleggja þetta
allt saman. Hjördís var í sigtinu og hún
var látin passa og þú sendur í heim-
sókn, það tókst með ykkur vinskapur
sem leiddi til hjónabands ykkar. Ég
var með smá eftirsjá, enda þurfti ég að
deila þér og upplifði mig sem litla syst-
ir sem væri að missa stóra bróður. Ég
varð samt svo himinlifandi með ykkar
hjónaband vegna þess að þú náðir
þarna í yndislega konu, sem var þér
svo góð og Bjarneyju er hún alveg
yndisleg. Þið eignuðust lítinn dreng,
Sigfús Ara, sem lést stuttu eftir fæð-
ingu og það var sárt símtalið frá þér
þegar þú hringdir í mig grátandi að til-
kynna mér veikindin hans. Þið fenguð
síðan ömmu og afabarn, hana Emilíu
litlu ykkar. Litla skottið var mikið hjá
afa og ömmu á Skaganum og þar á hún
sitt skjól. Nú sitja þær saman Hjördís,
Bjarney og Emilía litla og ylja sér
saman við ykkar minningar sem eru
þeim ómetanlegar.
Ég hef misst ástvini og marga vini
en enga jafn kæra mér og pabba og
þig. Nú eruð þið saman og þú með Sig-
fús Ara í fanginu. Mömmustrákur
varstu og það var sár missir ykkar
bræðra og föður þegar hún lést. Þú tal-
aðir mikið um mömmu þína, sauma-
skapinn sem hún kenndi þér sem barn
og mörgum minningum fengum við að
deila með þér.
Elskum elsku Ingi, ég veit ekki
hvernig ég á að enda þetta. Mér finnst
svo endanlegt að skrifa þetta en ég veit
samt að ég á eftir að ylja mér við allar
góðu minningarnar okkar. Takk fyrir
allar stundirnar okkar og takk fyrir að
hafa verið mér svona góður.
Elsku Hjördís, Bjarney og Emilía
Rán, ég vona að allar vættir vaki yfir
ykkur, leiði ykkur og styrki við ykkar
mikla missi.
Þín vinkona
Katla.
Andinn hverfur, allt er hljótt, lífið
lætur undan síga. Allt er svo endanlegt
þegar dauðinn kveður dyra. Skiptir þá
engu þótt örlögin verði ekki umflúin.
Ingimundur (Ingi) var gæfumaður í
þeim skilningi að hann veitti konu sinni
hamingju. Sjálfur ólst hann ekki upp
við slíkan munað. Var ungur sendur
burt frá fjölskyldu sinni til vinnu í
sveit. Var lítt tengdur föður sínum og
bræðrum, missti móður sína ungur.
Einstæðingur í mörgu tilliti. Kynntist
Hjördísi á fertugasta aldursári, hún
nokkrum árum yngri. Kom sem vonbi-
ðill með rauðar rósir og gerði hosur
sínar grænar. Þau felldu hugi saman.
Tveir einstaklingar í miðju lífs. Eitt
barn eignuðust þau, Sigfús Ara, er lifði
skammt. Sorgin var mikil og nær allt
frá þeim hjónum tekið.
Í andstreymi lífsins er gott að
gleyma sér við vinnu. Ingi var völund-
ur á tré og hamhleypa til vinnu. Park-
etlagði, gerði upp baðherbergi, þiljaði
og gerði húsakynni þeirra hjóna að
miklum sælureit.
Svo kenndi hann sér meins, upp-
götvaðist seint, meinið hafði dreift sér.
Hjónin voru samhent, breyttu mat-
aræði og lífstíl. En eigi má sköpum
renna.
Eftir situr minning um góðan mann
er unni konu sinni, var valmenni. En
Hjördís mín, þó að þér steðji mikill
harmur þá styttir öll él upp um síðir.
Sorgin er vissulega mikil og lengi skal
manninn reyna. Þú átt alla okkar sam-
úð og hlýju.
Magnús Örn Friðjónsson
Ingimundur Sigfússon✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA VIGFÚSDÓTTIR
frá Hrísnesi,
Barðaströnd,
lést á heimili sínu, dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð, sunnudaginn 8. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 16. nóvember kl. 13.00.
Ólafur Kristinn Þórðarson,
Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson,
Skarphéðinn Ólafsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir,
Þórður G. Ólafsson, Jónína S. Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERGÞÓR HÁVARÐSSON
vélstjóri
frá Vinaminni,
Stöðvarfirði,
lést þriðjudaginn 10. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra,
ÞORBJÖRG GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
myndhöggvari,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Stefán Andrésson, Þórunn Andrésdóttir,
Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Þóra Andrésdóttir, Gunnar Roach,
Andrés Narfi Andrésson, Ása Sjöfn Lórensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLDÓR GUÐNASON,
Kóngsbakka 10,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn
10. nóvember.
Guðný Hjartardóttir,
Guðrún Halldórsdóttir, Pétur Haraldsson,
Kristín Halldórsdóttir, Haukur Sigurðsson,
Guðni Halldórsson, Hildur Mikkaelsdóttir,
Sæmundur Halldórsson, Henný Bára Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
DÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
mánudaginn 9. nóvember.
Sigurgeir Angantýsson,
Vanda Sigurgeirsdóttir, Jakob F. Þorsteinsson,
Andri Sigurgeirsson, Aníta S. Ásmundsdóttir,
ömmubörnin og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær bróðir okkar,
LÁRUS ÞORGRÍMUR JÓNSSON,
lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði þriðjudaginn
10. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Svandís og Olga Jónsdætur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ERIKA ANNA EINARSSON,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu-
daginn 16. nóvember kl. 13.00.
Ingvar G. Snæbjörnsson, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Einar F. Snæbjörnsson, Ólafía Agnarsdóttir,
Fannlaug S. Snæbjörnsdóttir,
Guðjón S. Snæbjörnsson, Soffía Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Rósa Geir-
þrúður
Halldórsdóttir
✝ Rósa GeirþrúðurHalldórsdóttir
fæddist á Hlíðarenda
á Eskifirði 14. október
1928 1928. Hún and-
aðist á Landakoti í
Reykjavík 13. október
sl. og fór útför henn-
ar fram frá Fossvogskirkju 23. október.
Meira: mbl.is/minningar