Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 alltaf muna er að þegar ég kom í heimsókn langaði mig alltaf að leika með rúllurnar þínar sem þú geymdir í kassa inni á baði og bjó ég til hús úr þeim út um allt baðgólf og lék mér þar stundunum saman. Þar sem ég er eina stelpan, nafna þín og yngst af níu barnabörnum þín- um, kom ég oft og fékk að gista hjá þér og þótti mér það nú ekki leiðin- legt. Við höfðum allan heimsins tíma til að vera saman og þú kenndir mér ýmsa hluti, t.d. að leggja kapal, spila ólsen-ólsen og að hekla. Þú varst rosalega myndarleg í höndunum, prjónaðir og heklaðir á mig peysur og kjóla og föt á dúkkurnar mínar. Þér fannst gaman í sumarbústaða- ferðum, sem við fjölskyldan fórum í, þá annaðhvort til Unnu eða Eddu frænku. Við fórum í gönguferðir, eld- uðum góðan mat og fannst þér gott að komast í bústaðinn, hitta fjölskyld- una, syngja og spila. Þú varst alltaf svo ánægð að heyra hvað barnabörnunum gengi vel í skól- anum og því sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Þér fannst gott að ég væri í ballett og fimleikum þar sem þú varst í leikfimi í mörg ár bæði í Vestmanna- eyjum og í Garðabænum. Þú sagðir mér oft hvað það væri mikilvægt að vera sjálfstæð og gera alltaf sitt besta þar sem þú þurftir ung að standa á eigin fótum og taka þínar eigin ákvarðanir. Fyrir tveimur árum greindist þú með Alzheimer sem er erfiður sjúkdómur sem hafði mikil áhrif á minnið þitt. Þér þótti það mjög erfitt og óþægilegt að geta ekki gert sömu hluti og þú varst vön að gera áð- ur. Sjúkdómurinn gerði það að verk- um að þú þurftir að fara á elliheimili og varð ég mjög ánægð þegar ég vissi að þú fengir herbergi á Eir. Það var stutt fyrir mig að fara og heimsótti ég þig oft á leiðinni heim úr skólanum. Við spjölluðum saman um lífið og til- veruna. Efst á óskalistanum hjá þér voru bananar, suðusúkkulaði og brjóstsykur. Ég kom ýmist ein, með mömmu eða pabba og stundum tók ég vinkonur mínar með mér. Þér þótti fátt skemmtilegra en að fara í heim- sóknir og fá gesti í heimsókn. Þú sagðir mér margoft skemmtilegar sögur úr London í Vestmannaeyjum þar sem þú bjóst þegar þú varst ung og gleðiglampi kom í augun þegar þú minntist á Eyjar og lífið þar. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hefði mikil áhrif á minni þitt virtust allar gömlu sögurnar og gömlu eyjalögin lifa og kunnir þú hvert lag orðrétt! Þú varst mjög söngelsk og áttir það til að syngja fyrir alla á Eir og þótti starfsfólkinu alltaf jafn gaman að hlusta á þig. Þú hafðir ennþá góðan húmor og sagðir oft brandara. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, amma mín, og þér mun ég aldrei gleyma. Ég þakka þér innilega fyrir allar yndislegu og ógleymanlegu samveru- stundirnar okkar. Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég enda þetta á bæninni sem þú kenndir mér. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Anna Sesselja Marteinsdóttir. Mig langar að minnast elskulegrar móðursystur minnar Sesselju Einars- dóttur nokkrum orðum. Sella, eins og hún var alltaf kölluð, var ein af þrem- ur systrum frá London í Vestmanna- eyjum. Elst var móðir mín, Þuríður, Anna var í miðið og Sella var yngst. Móðir mín og Anna eru báðar látnar fyrir meira en 20 árum. Í minningunni, alveg frá því ég var krakki, var alltaf talað um Sellu sem mikinn fjörkálf og var hún hvers manns hugljúfi og það eltist ekkert af henni, enda var hún í miklu uppáhaldi hjá systrum sínum. Hún fór ung að heiman, lærði hárgreiðslu í Reykja- vík, giftist Gunnari sínum, en missti hann eftir margra áratuga hjóna- band. Þau eignuðust þrjú börn, Eddu Sigrúnu, Guðrúnu og Martein og síð- an komu barnabörnin. Alltaf var gaman og gott að heim- sækja hana, hvort sem var í Miðtúnið eða eftir að hún flutti í Garðabæinn, þá orðin ekkja. Hún tók á móti manni með faðminn opinn, gestrisnin var henni í blóð borin. Fyrir utan okkar hlýju samskipti miðlaði hún mér jafn- an minningum um móðurfjölskyld- una, sem hefur verið mér mikils virði. Það er margs að sakna þegar Sella er horfin af sjónarsviðinu. Heimili hennar var einstaklega glæsilegt. Sella var fagurkeri, allt í kringum hana bar vott um mikla smekkvísi, hvert sem litið var. Sella var lífsglöð manneskja og eftir að hún varð ein og flutt í Garðabæinn tók hún mikinn þátt í félagsstarfi aldr- aðra svo sem tungumálanámi, fimleik- um og hannyrðum og þar liggur ým- islegt fallegt eftir hana. Nokkrum sinnum fór hún til útlanda með fim- leikahópnum í sýningarferðir og sómdi sér þar heldur betur vel. Síðastliðið ár hefur verið fjölskyld- unni erfitt að horfa upp á þessa glæsi- legu konu verða smám saman að fórn- arlambi minnisleysis. Ég votta fjölskyldunni samúð mína og kveð frænku mína með miklum söknuði. Sigríður Guðjónsdóttir. Í dag kveð ég Sellu móðursystur mína. Þegar ég hugsa til æskuáranna, þá er Sella frænka mér ofarlega í huga. Ég minnist þess að hún passaði mig, þegar ég var lítil stúlka, er mamma dvaldi í langan tíma á spítala. Það var alltaf gott að koma í Miðtúnið, á fallega, hlýlega heimili þeirra hjóna, Sellu og Gunnars. Þegar foreldrar mínir byggðu sér hús og við fjölskyld- an vorum í húsnæðisvandræðum þá var ekki lengi verið að útbúa okkur dvalarstað í kjallaranum hjá Sellu og fjölskyldu. Þar leið okkur vel. Sella var fjölhæf kona og mikill fag- urkeri. Hún var lærð hárgreiðslukona og starfaði um tíma við þá iðju. Einnig vann hún til fjölda ára við verslunar- störf í snyrtivöruverslun og var þar fjölhæfur starfskraftur og ráðgjafi. Sella var glæsileg, glaðleg, hlý kona, sem laðaði alla að sér. Ég votta fjöl- skyldu Sellu frænku innilega samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Sigríður Kristinsdóttir. Sesselja Einarsdóttir var móður- systir konu minnar, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, yngsta dóttir hjónanna Sigríðar Einarsdóttur og Einars Símonarsonar, sem kennd voru við húsið London. Vestmannaeyjar voru alla tíð systr- unum Þuríði, Önnu og Sesselju upp- spretta endalausra frásagna og sam- ræðna, enda fylgdust þær vel með mönnum og málefnum í Eyjum og héldu órofa tryggð við sína gömlu heimabyggð. Svo lifandi voru lýsingar þeirra og frásagnir, að ég, alls ókunn- ur mönnum og mannlífi í Eyjum, var farinn að þekkja vel til fólks, sem ég hafði aldrei séð og atburða, sem ég hafði aldrei áður heyrt af. Sú fegurð, sem allstaðar blasir við í Vestmannaeyjum, þar sem útsýnið, hvert sem litið er, er fegurra en víðast annars staðar, hlýtur að setja ævar- andi mark á þá, sem fá að vaxa upp í svo stórbrotinni náttúru og mannlífi, sem óvíða er tengdara náttúru lands- ins. Þegar ég nú kalla fram myndir frá samverustundum stórfjölskyldunnar, standa mér skýrt fyrir hugskotssjón- um hugljúfar og stundum gáskafullar minningar af kynnum mínum af Sellu og Gunnari Marteinssyni og þeirra fjölskyldu. Ég man vel þegar tengdaforeldra mína vantaði húsnæði meðan nýbygg- ing þeirra var á lokastigi. Þá kynntist ég af eigin raun þeirri samkennd og hjálpsemi, sem eru svo ríkulegir þættir í huga og eðli Vestmannaey- inga, því hjónin í Miðtúni 56 tóku ekki annað í mál en að fjölskyldan, eins og hún legði sig, flytti inn á heimili þeirra, og ég fylgdi með. Í þessu sambýli kynntist ég Sellu og hennar fjölskyldu náið. Heimili Sellu og Gunnars var róm- að fyrir fegurð, bæði hvað snerti hús- búnað og litasmekk. Snyrtimennska var allstaðar í fyrirrúmi, enda var hún aðall þeirra beggja. Í bakgarðinum voru kynstur af gróskumiklum rósum, glitfíflum, lit- skrúðugum skógarsóleyjum auk óteljandi fjölærra jurta og sumar- blóma í beðum, innrömmuðum af djúpt skornum og þráðbeinum könt- um, þar sem frjó gróðurmoldin hafði verið mulin og jöfnuð með höndunum og hvergi sást arfakló né spíra af grasi. Hvar sem Sella fór, vakti hún verð- skuldaða athygli sakir glæsileika og einstaklega hlýlegs viðmóts. Það var ætíð tilhlökkunarefni að eiga í vænd- um fjölskyldufund með Sellu. Hún laðaði að sér fólk af öllum aldri og var ávallt hrókur alls fagnaðar í þeim hópi, sem safnaðist um hana. Hún var glaðlynd og grínfull á eigin kostnað og átti auðvelt með að halda uppi lífleg- um samræðum. Sellu er sárt saknað. Ég þakka henni samfylgdina og fyrir þá traustu vináttu, sem hún sýndi fjölskyldu okkar alla tíð. Megi himnafaðirinn varðveita með okkur öllum minn- inguna um Sesselju Einarsdóttur. Guðlaugur Helgason. Góða Sella. Ennþá hverfur ein úr saumaklúbbnum okkar og nú erum við aðeins fjórar eftir. Mikið saknar maður þessara yndislegu kvenna því við höfum verið saman allt frá því vor- um litlar stelpur, eignuðumst svo eig- in börn og auðvitað var mikið talað um barnauppeldi á þeim tíma í okkar hópi. Sella kom alltaf kát og fyllti okk- ur gleði með sínum léttleika og ekki skemmdi það fyrir þegar vel lá á henni að hún söng Vestmannaeyja- lögin sem við allar dáðum og hún hafði svo ljúfa rödd. Heimili hennar og manns hennar, Gunnars Marteinssonar, var hlýlegt og fallegt og ekki óprýddi fallegi garðurinn þeirra þar sem þau bjuggu í Miðtúni. Gunnar dó allt of snemma og eins urðum við hinar fyrir ástvina- missi. Eftir að Sella missti mann sinn flutti hún í íbúð í Löngumýri í Garða- bæ. Hún var hlýleg eins og hennar var von og vísa. Við áttum þar ynd- islegar stundir saman. Börnin hennar sýndu henni mikla umhyggju þegar heilsa hennar fór að bila. Oft var það áður fyrr að sauma- klúbbar voru kannski ekki hátt skrif- aðir en ég held að við höfum átt góðar og yndislegar stundir. Við minnumst Sellu sem elskulegrar konu sem alltaf var smekkleg með sjálfa sig og heimili sitt. Hún var hárgreiðslukona að mennt og það eru víst nokkrar konur sem minnast hennar að góðu einu. Elsku Sella, við þökkum þér fyrir þitt góða og elskulega viðmót. Við vorum stoltar af þér. Það verður ekki langt að bíða að við hittumst á ný því allar erum við orðnar háaldraðar. En það er eins og gömul kona sagði: Mennirnir ákveða en Guð ræður. Farðu í friði, góða vinkona. Gunnþóra. Látin er kær vinkona okkar Sess- elja Einarsdóttir. Sesselja var ávallt gleðigjafi þeirra sem henni kynntust. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í Garðabæ. Hún var í handavinnuhóp og í leikfimi og fór meðal annars á Evrópumót 50 ára og eldri, „Gullnu árin“, sem haldið var á Kanaríeyjum árið 2005. Það voru æfingar, sýningar og ferðalög. Sýningahópurinn heitir „Neisti“. Sesselja var mjög ánægð með ferðina og talaði mikið um að fara aftur árið 2008 en vegna veikinda sinna komst hún ekki. Við söknum Sesselju sem alltaf var syngjandi glöð og kát. Við sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. F.h. leikfimishópsins Neista og fé- laga úr Félagi eldri borgara í Garða- bæ, Guðbjörg Jónsdóttir. Við fregnir af láti Jónínu Jónsdóttur verða ljóslifandi minningar okkar systranna frá bernsku- og æskuár- unum. Í 20 ár bjuggu fjölskyldur okkar í sama húsi á Ránargötu 14 í Reykjavík. Þrjár fjölskyldur í þriggja hæða húsi bjuggu í sambúð, sem aldrei bar skugga á. Samheldn- in var slík. Börnin átta í húsinu hlupu milli hæða og voru alls staðar eins og heima hjá sér. Meira en 65 ár eru liðin. Þetta er „veröld sem var“. Í dag væri erfitt fyrir fimm manna fölskyldu ásamt ömmunni að búa í tveggja herbergja íbúð, eins og Guðmundur og Jónína gerðu. Í þá daga kom auk þess skyldfólk og vinir úr sveitunum og allir fengu að gista. Næstum er óskiljanlegt hvernig hægt var að hýsa heilu gestkomandi fjölskyldurnar í tveggja herbergja íbúð. En þannig kynntumst við fjölskyldurnar í hús- inu skyldfólki og vinum hinna víðs vegar að af landinu. Og þegar Grét- ar, sonur Guðmundar og Jónínu, og við systurnar fermdumst var þess vegna eðlilegt að halda sameigin- lega fermingarveislu. Efnin voru ekkert mikil, en veislan var flott, fannst okkur, haldin í Aðalstræti 12 með mat, dansi og harmonikuleik. Allir í veislunni þekktu alla, þótt fjölskyldurnar væru algjörlega óskyldar. Það var ekki ónýtt að eiga afa og ömmur á hverri hæð. Amma Sal- óme og Jónína bökuðu ástarpunga, kleinur og parta fyrir allt húsið og Salóme prjónaði nærföt á alla. Í kjallaranum voru amma Matthildur og afi Jón Halldórsson frá Hólma- vík. Hann hjálpaði við heimadæmin og hún við að sauma leikfimisbún- inginn. Á afa, sr. Jón, treysti maður í tungumálunum. Allar voru mæð- Jónína Steinunn Jónsdóttir ✝ Jónína SteinunnJónsdóttir (Junna) fæddist á Söndum í Miðfirði 19. ágúst 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 30. október. urnar húsmæðra- skólagengnar og heimavinnandi eins og þá tíðkaðist. Vissu- lega þurfti að hafa fyrir lífínu og lifa sparlega, fötum var vent og þau voru margnýtt. Fyrir jól var útbúinn snjóbing- ur úti í garði til að frysta jólaísinn. Eng- inn var ísskápurinn, en fiskurinn og mjólk- in geymd á tröppun- um eða hengd á krók út um eldhúsgluggann. Húsmæð- urnar komu við hver hjá annarri á morgnana á leiðinni með mjólkur- brúsann úr mjólkurbúðinni og fisk- inn úr fiskbúðinni. Þá var gleði og sorgum deilt og allir tilbúnir að að- stoða og hjálpa skilyrðislaust. Fólk hafði nógan tíma. Enginn metingur, allir höfðu það álíka. Ekkert sjón- varp, en mikið lesið, spilað og sagð- ar sögur. Fáir áttu bíla á þessum árum, en Guðmundur Albertsson, eiginmaður Jónínu, átti grænan sendiferðabíl sem við krakkarnir nutum góðs af. Öllum var troðið í skottið með skíði og sleða og keyrð upp í Ártúnsbrekku, sem var langt, langt fyrir utan bæinn, skilin þar eftir og síðan sótt eftir vinnu Guð- mundar í pósthúsinu á kvöldin. Björn Jónsson á neðstu hæðinni fór líka í strætó með allan skarann í sundlaugarnar gömlu. Að fá að dvelja í sumarbústaðnum hjá Jón- ínu og Guðmundi í Presthúsum á Kjalarnesi og busla þar í sjónum var algjör sæla. Jónína heitin kveður nú síðust af elstu kynslóðinni sem tengist þess- um bernsku- og æskuminningum okkar. Hún var stórmyndarleg kona til orðs og æðis, vel gefin, afar ritfær og mun líka hafa fengist við að yrkja. Aldrei hallaði hún orði á nokkurn mann. Alltaf jákvæð, minnug og einstaklega trygg og frændrækin. Slíkir kostir skila sér til afkomendanna. Við systurnar er- um þakklátar fyrir samfylgdina og ljúfar minningar. Grétari, Lóu, Ödda og fjölskyldum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Þuríður og Helga Guðjónsdætur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA BREIÐFJÖRÐ SVEINBJÖRNSSONAR, Skólastíg 16, Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. Anna Kristjánsdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRMUNDUR ÞÓRMUNDSSON, Fossvegi 10, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 4. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 13.30. Unnur Jónsdóttir, Vilborg Þórmundsdóttir, Benedikt Benediktsson, Margrét Þórmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Þórunn Þórmundsdóttir, Gísli Steindórsson, Jóhann Þórmundsson, Sigríður Möller, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.