Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 26
✝ Jenný Haralds-dóttir fæddist á
Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði hinn 12.
ágúst 1928. Hún and-
aðist á Landspít-
alanum 3. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
séra Haraldur Jón-
asson, prófastur á
Kolfreyjustað, og
kona hans Guðrún
Valborg Haralds-
dóttir. Hálfbróðir
Jennýjar (samfeðra)
var Jónas, f. 1916, d. 1998. Alsystk-
ini hennar voru Sigrún, f. 1923,
Ragnar, f. 1925, Þórey, f. 1930,
Rannveig, f. 1933, Haraldur f.
1936, Björgvin, f. 1938, d. 2002,
Hilmar, f. 1940 og Helga, f. 1941, d.
1991.
Jenný giftist hinn 30. desember
1950 Davíð Kr. Jenssyni, bygg-
ingameistara, f. 8. apríl 1926, d. 1.
janúar 2005. Foreldrar hans voru
Jens Gíslason frá Selárdal og kona
hans Ingveldur Benediktsdóttir.
Börn Jennýjar og Davíðs eru: 1)
Valborg, f. 3. júní 1952, gift Ragn-
ari B. Ragnarssyni, þau eiga fjögur
börn og átta barnabörn. 2) Krist-
rún, f. 8. maí 1954, gift Ásgeiri Ei-
ríkssyni, þau eiga tvo syni og eitt
barnabarn. 3) Inga, f. 17. febrúar
1959, d. 26. október
2009. Sambýlismaður
var Jóhann Bjarna-
son, þau eiga eina
dóttur. Fyrri maður
Ingu var Haraldur
Eggertsson, þau eiga
eina dóttur. 4) Jenný,
f. 10. febrúar 1962,
sambýlismaður er
Ólafur Einarsson sem
á tvö börn. Jenný var
í sambúð með Ómari
Ingólfssyni, þau eiga
eina dóttur. 5) Hild-
ur, f. 2. september
1967, gift Hreini Hafliðasyni. 6)
Elsa María, f. 25. maí 1971, gift
Þórhalli Matthíassyni, þau eiga
þrjú börn.
Jenný og Davíð hófu búskap sinn
í Reykjavík og byggðu sér fljótlega
framtíðarheimilið í Langagerði 60,
þar sem Jenný hefur áfram búið
eftir fráfall Davíðs. Að afloknu
skyldunámi stundaði Jenný nám
við Tóvinnuskólann á Svalbarðs-
strönd og Húsmæðraskóla Reykja-
víkur. Hún sinnti húsmóðurstörfum
meðan dæturnar komust á legg.
Jenný starfaði á gæsluvellinum við
Tunguveg þar til að hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Útför Jennýjar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Í dag er jarðsungin elskuleg móðir
okkar Jenný Haraldsdóttir.
Við systurnar minnumst hennar
ekki eingöngu sem fyrirmyndarmóð-
ur heldur einnig sem kraftmikillar
og duglegrar konu sem kenndi okkur
margt á lífsleiðinni. Hún lagði mikið
upp úr því að viðhalda sterkum fjöl-
skylduböndum, en hún lét þar ekki
við sitja því hún hugsaði einnig vel
um vinahóp sinn. Fjölmörg boð voru
í Langagerði 60 og þar var ávallt
glatt á hjalla þar sem mamma reiddi
fram veitingar með sínum kviku
hreyfingum. Hún var dugleg við að
rækta garðinn bæði í Langagerði og
að Móum, sumarbústað okkar á
Þingvöllum, en þar skildi hún eftir
sig gróskumikinn sælureit. Mamma
var mikil hannyrðakona og skilur
eftir sig mörg falleg útsaumsverk.
Hún var einnig iðin við prjónaskap-
inn og prjónaði fjöldann allan af
lopapeysum sem hlýja mörgum.
Við vorum allar svo lánsamar að
hafa fengið að ferðast með foreldrum
okkar bæði innan lands og utan. Þeg-
ar við lítum til baka voru þetta okkur
dýrmætar stundir. Foreldrar okkar
nutu þeirrar gæfu að ferðast um
heiminn sem veitti þeim ómælda
ánægju og gleði. Biðum við stelpurn-
ar spenntar eftir myndakvöldunum
og frásögnum þeirra af ógleyman-
legum ferðum.
Mamma hafði sterka réttlætis-
kennd og kenndi okkar að gera öllum
jafn hátt undir höfði og greina rétt
frá röngu. Við erum henni afar þakk-
látar fyrir þetta góða veganesti.
Mamma var heilsuhraust fram á
síðasta dag. Hún náði að kveðja
Ingu, elskulegu systur okkar, sem
kvaddi þennan heim fyrir aldur
fram, en þær mæðgur háðu baráttu
um líf sitt á sama tíma. Megi góður
guð varðveita og geyma ástkæru
móður okkar og Ingu systur sem
hafa sameinast nú hjá föður okkar.
Við kveðjum þær með miklum sökn-
uði og þökkum góðar samverustund-
ir. Blessuð sé minning þeirra.
Valborg, Kristrún, Jenný,
Hildur og Elsa María.
Við hjónin kveðjum nú okkar ást-
kæru móður og tengdamóður. Hún
var „drottningin“ okkar í Langa-
gerðinu, þangað sem alltaf var gott
að koma. Við minnumst hennar sem
myndarlegrar og duglegrar konu
sem prjónaði mikið, eldaði góðan
mat, hafði glæsileg kaffiboð auk þess
að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.
Hún var okkur mjög góð og þótti
alltaf svo vænt um okkur. Okkur þótt
líka mjög vænt um hana og söknum
hennar sárt. Við óskum þess að hún
hvíli í friði og sé nú á ný sameinuð
elsku pabba og tengdapabba sem
tekur á móti henni á himnum.
Við þökkum elsku mömmu og
tengdamömmu allar góðu stundirnar
og kveðjum hana með virðingu og
söknuði.
Hildur og Hreinn.
Elskuleg tengdamóðir mín var
burtkölluð hinn 3. júní sl. eftir
skammvinna sjúkralegu. Hún
kenndi sér þess meins sem dró hana
til dauða einungis tæpum tveimur
vikum fyrir andlátið. Með henni er
gengin mikil sómakona sem ég var
svo lánsamur að kynnast fyrir rúm-
um 37 árum þegar við Kristrún dótt-
ir hennar fórum að draga okkur sam-
an.
Jenný var gæfukona sem átti því
láni að fagna að lifa hamingjusömu
og innihaldsríku lífi, auk þess að vera
heilsuhraust fram undir það síðasta.
Jafnvel þótt á móti hafi blásið og ým-
is áföll dunið yfir bjó hún yfir æðru-
leysi, trú, styrk og innri krafti sem
reyndist henni vel. Hún og Davíð
tengdafaðir minn nutu þess að
ferðast víða um lönd, auk þess sem
þau áttu sinn sælureit til margra ára
í sumarbústaðnum við Þingvalla-
vatn. Þar lofa verkin meistarana.
Jenný var ein af þessum konum sem
hægt er að segja að sjaldan hafi fallið
verk úr hendi. Hún átti fallegt heim-
ili sem hún hugsaði vel um, hún hafði
ánægju af prjónaskap og hún var
ræktarsöm við ættingja sína og vini.
Hún bjó nánast alla sína búskap-
Jenný
Haraldsdóttir
artíð í Langagerði 60, þar sem þau
Davíð byggðu sér og dætrum sínum
fallegt heimili. Eftir að Davíð féll frá
í upphafi árs 2005 var hún staðráðin í
að búa áfram í Langagerðinu, enda
heilsuhraust og fullfær um að sjá um
sig sjálf.
Að leiðarlokum þakka ég tengda-
móður minni góð kynni og samfylgd-
ina. Hún auðgaði líf mitt og án efa
okkar allra sem þekktum hana og
áttum með henni samleið. Það er
mikill harmur kveðinn að fjölskyld-
unni við fráfall Jennýjar.
Systurnar og fjölskyldur þeirra
sakna móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu. Á sama tíma syrgjum
við öll Ingu dóttur hennar sem lést
einungis rúmri viku fyrr, langt fyrir
aldur fram.
Blessuð sé minning þeirra beggja.
Ásgeir.
Elskuleg tengdamóðir mín og
amma barnanna er farin og er sökn-
uður okkar mikill. Hún hafði alltaf
verið hraust en allt í einu gaf heilsan
sig. Hún tók þeim tíðindum eins og
öllu öðru með einstöku æðruleysi
fram á síðasta dag.
Jenny var trúuð kona og lifði sam-
kvæmt því og þótti gott að koma til
kirkjunnar sinnar. Ég mun minnast
Jennýjar tengdamóður minnar fyrst
og fremst fyrir hjálpsemi hennar,
hlýju og góðvild.
Kynni mín af henni hófust þegar
ég fór að eltast við yngstu dóttur
hennar Elsu Maríu. Var mér tekið af
tengdaforeldrum mínum með hlýhug
og vinsemd og hef ég búið að því æ
síðan.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar ég sit og rita þessar
línur. Jenný bar mikla umhyggju
fyrir afkomendum sínum og hafði
áhuga á öllu sem þeir tóku sér fyrir
hendur. Allar stundinar í Langa-
gerðinu eru okkur mjög ofarlega í
huga. Oft voru þar mikil veisluhöld
hjá stórfjölskyldunni. Á meðan við
hjónin byggðum okkar fyrsta hús
bjuggum við inni á þeim og vakti hún
eftir mér langt fram eftir með heitan
mat og ég tala nú ekki um hvað ég
var alltaf í vel straujuðum fötum á
þeim tíma. Síðan þegar við héldum
okkar fyrstu jól með þeim í nýja hús-
inu okkar þá settist hún niður við
messuna og sagði að það væri í fyrsta
skiptið sem hún hlustaði á messuna
og hvíldist án alls umstangsins sem
fylgir jólamatnum. Eftir það voru
þau, og síðar hún, alltaf hjá okkur á
jólunum, okkur og börnunum til mik-
ilar ánægju. Það verður tómlegra við
matarborðið hjá okkur í Heimalind-
inni á jólunum í framtíðinni.
Það voru forréttindi að vera með
þér þessar stundir, eiga með þér jól-
in og njóta þeirra saman. Spánar-
ferðin með þeim hjónum er mjög eft-
irminnileg og vorum við með
frumburðinn með í för sem var gjöfin
hennar á 70 ára afmælisdeginum ár-
ið áður. Ferðin seinna til Kanarí með
ömmunum tveimur var mjög
skemmtileg og vel heppnuð í alla
staði. Ekki er annað hægt en minn-
ast á allar ferðirnar á Þingvöll þar
sem Davíð og Jenný höfðu gert sum-
arbústað, sem var eins og heimili
þeirra, alveg einstakur í alla staði og
þar sást að mikil garðyrkjukona var
á ferð. Eftir að við hjónin bjuggum
tímabundið á Akureyri var hún tíður
gestur hjá okkur, dvaldi oft lengi
sem var yndislegur tími fyrir okkur
og börnin sem fengu og njóta hennar
enda var hún alltaf til í að sinna þeim.
Jenny var mikil prjónakona og hafa
allir afkomendur notið góðs af því,
m.a. eru litlir sokkar og vettlingar á
ungbörnin svo listilega gerðir að un-
un var að sjá. Elma Jenný okkar
fékk fram á síðasta dag kennslu í
prjónaskap og þótti Matthíasi Davíð
bróður hennar þetta mjög framandi
en var svo farinn að sauma út með
ömmu. Jenný var sannkallaður
heimsborgari og hafði mjög gaman
af að ferðast og skoða heiminn, var
alltaf svo vel til höfð og hafi mjög
gaman af því að koma vel fyrir.
Við kveðjum Jenný með söknuði
og ömmubörnin Elma Jenný, Matt-
hías Davíð og Tómas Fannar eru
þakklát fyrir góð kynni. Við sendum
dætrum Jennýar og fjölskyldum
þeirra hughreystandi kveðjur.
Þórhallur Matthíasson.
Við viljum með nokkrum orðum
minnast ömmu okkar, Jennýjar Har-
aldsdóttur, sem kvaddi okkur svo
skyndilega að okkur fannst. Hún var
alla tíð afar heilsuhraust sem við er-
um afar þakklátir fyrir. Okkur
fannst því erfitt að skilja þegar kom-
ið var að kveðjustund eftir alvarleg
en blessunarlega skammvinn veik-
indi.
Amma okkar var sterk, hjartahlý
og einstaklega barngóð kona.
Stórum hluta barnæsku okkar var
varið bæði að heimili hennar og afa
okkar í Langagerði sem og á róló-
vellinum skammt hjá þar sem hún
vann lengi. Við vorum báðir einnig á
leikskóla í götunni. Nálægðin við
ömmu okkar var því mikil og tengsl-
in sterk.
Við eigum margar sterkar minn-
ingar úr Langagerðinu. Skyr í há-
deginu, Tommi og Jenni í sjónvarp-
inu, kubbarnir í skemlinum sem voru
nú aftur komnir í notkun fyrir barna-
barnabörnin sem komu í heimsókn í
„Langömmugerði“. Allar pönnukök-
urnar, rabarbarasultan, matarboðin
og ekki síst prjónaskapurinn sem var
henni svo kær alla tíð. Hún var ekta
amma.
Við höfum oft heyrt hversu sam-
rýnd fjölskylda okkar er. Svo sam-
rýnd að það þykir eftirtektarvert.
Okkur þótti það sjálfsagt á uppvaxt-
arárunum en nú gerum við okkur
grein fyrir því hversu dýrmætt það
er eiga sterka og nána fjölskyldu.
Það er ekki síst ömmu okkur að
þakka. Hún lagði ríka áherslu á að
fjölskyldan hittist reglulega og rækt-
aði tengslin. Styrkurinn sem hlýst af
því að eiga stórt og gott bakland hef-
ur verið afar dýrmætur, ekki síst á
þessum erfiðu tímum.
Amma missti dóttur sína og móð-
ursystur okkar, Ingu, í miðjum veik-
indum sínum. Við viljum einnig
minnast hennar hér en okkur er
huggun í því að vita að þær mæðgur
eru nú saman á góðum stað.
Guð varðveiti minningu þeirra.
Eiríkur Stefán og Davíð.
Þegar ég hugsa um engla hugsa ég
um ömmu og mömmu, tvær mikil-
vægar manneskjur í mínu lífi. Þær
kveðja snöggt, en eftir lifa dýrmætar
minningar.
„Elsku amma Jenný mín, þú hefur
alltaf verið konan sem ég lít mest
upp til. Þú varst með stórt og gott
hjarta, gerðir allt sem þú vildir og þú
gast gert allt sem þú vildir. Þú
kenndir mér, þú hlustaðir og gast
gefið. Þú ert ein ótrúlegasta kona
sem ég hef kynnst.
Ég er svo þakklát fyrir stundirnar
sem við höfum átt, bæði í stórum hóp
eða bara við tvær. Ég hef verið svo
heppin að vera alnafna þín sem er
einn mesti heiður sem hægt er að fá.
Ég held að kraftarnir sem í þér
bjuggu fylgi nafninu. Þegar ég hugsa
til þín fæ ég styrk, styrk til að halda
áfram, styrk til að trúa og gera það
sem hjartað segir mér.
Þér þótti ekki leiðinlegt að fylla
Langagerðið af fólki, þér leið best ef
þú fékkst að vera á iði allan tíman.
En til að slappa af inn á milli tókstu
prjónana þína upp, ef til vill dottaðir
þú yfir þeim. Þú hugsaðir jafn vel um
blómin þín og fólkið þitt, enda hefur
þú ræktað fallega garða í kringum
þig bæði á Móum og í Langagerðinu.
Þér þótti gaman að upplifa, innan-
lands sem utanlands og ekki var
verra að fá að upplifa með þér, elsku
amma.“
Erfitt er að skilja að mamma og
amma eru farnar. En þessar tvær
eru mínir englar og munu passa mig
og fjölskylduna okkar. Þær eru alltaf
hjá okkur.
Ég sakna ykkar og ég elska ykkur.
Ykkar,
Jenný Haraldsdóttir.
Elsku systir, ég vil þakka þér fyrir
allar ánægjustundir sem við áttum
saman.
Fráfall þitt bar svo skjótt að, eng-
in hefði trúað að duglega konan sem
alltaf var svo hraust og aldrei varð
misdægurt kveddi svona snöggt. Þú
varst svo elskuleg að koma oft til mín
eftir að Hjörtur dó síðastliðið ár. Þá
vorum við báðar orðnar ekkjur og
náðum vel saman. Þá eru góðar
minningar um ferðalögin sem við
fórum í sumar og svo ferðir sem við
fórum með mönnum okkar í gamla
daga. Þar bar aldrei neinn skugga á.
Það var mikið áfall þegar Inga
dóttir þín dó núna 26. október þegar
þú varst á spítalanum en þú stóðst
þig eins og hetja, eins og alltaf.
Elsku systurdætur og allir ætt-
ingjar, það er mikið áfall að missa
móður og systur með viku millibili.
Mér er orða vant. Ég bið Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Elsku systir, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Þín systir,
Sigrún.
Jenný Haraldsdóttir, alnafna eldri
dóttur minnar, fer í sína hinstu ferð í
dag.
Þótt ýmislegt benti til alvarleika
veikinda Jennýjar þá datt mér ekki í
hug þegar ég og stelpurnar mínar
heimsóttum hana á spítalann að það
væri í síðasta sinn sem ég sæi þessa
merku konu.
Jenný var kona sem engan átti
sinn líka. Hún var kona sem ég mat
mikils allt frá fyrstu tíð. Hún hafði
skoðanir og hún hafði drauma. Það
var fátt sem stoppaði hana. Líf henn-
ar var fjölbreytt og það er heiður að
hafa átt hlut að því.
Margar voru stundirnar sem ég
átti með henni og Davíð sem geym-
ast í minningunni. Allar stundirnar
að Móum, í Langagerði, í húsunum
okkar, í veislum, í ferðalögum og
heimsóknum á báða bóga.
Þetta átti bara að vera svona allt-
af, en allt breyttist og mikið saknaði
ég gömlu hjónanna alla tíð.
Nú eru þau hjónin sameinuð á ný
og saman geta þau nú haldið för sinni
áfram á vit ævintýra, gleði og vænt-
umþykju.
Við sem eftir lifum gleymum ekki
og höldum minningu þeirra á lofti
alla tíð. Við erum þakklát fyrir það
sem við fengum í fararnesti frá Jen-
nýju og Davíð.
Jenný, takk fyrir þau ár sem við
áttum saman og takk fyrir það sem
ég hef lært af þér í gegnum tíðina. Þú
lifir áfram í hjarta mínu.
Haraldur Eggertsson.
Það er bjart yfir minningu Jennýj-
ar Haraldsdóttur, sem kvödd er í
dag.
Jenný er fjórða barn séra Haralds
Jónassonar (1885-1954), prófasts á
Kolfreyjustað, sem kveður þetta
jarðlíf. Séra Haraldur eignaðist 10
börn með eiginkonum sínum Sig-
rúnu Jónsdóttur (1881-1919) og Guð-
rúnu Valborgu Haraldsdóttur (1901-
1990). Skólabróðir Haralds, Magnús
Jónsson, prófessor, segir svo m.a. í
minningargrein um hann. „Mér
finnst þetta táknrænt um þennan
mæta mann og trúa þjón. Hann sest
að starfi og haggast ekki þaðan fyrr
en yfir lýkur. Vinnur starf sitt, and-
legt og veraldlegt, ef þar skal í milli
greina, preststarf og prófastsstarf,
heimilislíf með konu og börnum, bú-
skap, sveitarstörf og allt annað, svo
að ekki fellur blettur á skjöld hans.“
Jenný bar það með sér alla tíð hvað-
an hún kom og hverjar voru rætur
hennar.
Hún ólst upp á Kolfreyjustað og
kynntist þar öllum almennum störf-
um og ekki síst hannyrðum. Hún
stundaði nám við Gagnfræðaskólann
í Neskaupstað og síðar við Tóvinnu-
skólann á Svalbarði við Eyjafjörð,
undir handarjaðri Halldóru Bjarna-
dóttur, hinnar merku forystukonu í
vefnaði og heimilisiðnaði. Bjó hún að
þessu námi alla ævi og fór það ekki á
milli mála, að Halldóra hafði haft
sterk áhrif og þroskandi á nemanda
sinn.
Ung að árum stofnuðu þau til hjú-
skapar Jenný og Davíð Kr. Jensson
byggingameistari frá Selárdal. Þau
hjónin voru samtaka í lífsbaráttunni
og eignuðust myndarlegt heimili, þar
sem rausn og glaðværð réð ríkjum.
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég mun sakna þín, elsku
amma mín. Þín
Íris.
HINSTA KVEÐJA