Morgunblaðið - 12.11.2009, Qupperneq 27
Mjög gestkvæmt var hjá þeim, enda
voru þau bæði einstaklega gestrisin
og kunnu vel hina vandmeðförnu list
að rækja vináttuna. Þau hjónin eign-
uðust 6 dætur sem allar giftust og er
afkomendahópurinn orðinn stór.
Sorgardagur var það er Inga dótt-
ir þeirra var jarðsungin 3. nóv. sl. og
þann sama dag andaðist Jenný á
Landspítalanum. Átti þar við hið
forna orðatiltæki sjaldan er ein bár-
an stök. En huggun er það harmi
gegn að þær hafa sameinast á ný.
Ég kveð mágkonu mína með sökn-
uði og þakka samfylgdina, eiginkona
mín Rannveig kveður elskulega syst-
ur með þakklæti fyrir allt hið góða,
sem hún gerði henni.
Gleðiefni er það í minningunni er
þær systur Jenný og Sigrún heim-
sóttu okkur sl. sumar í Hvamm og
gistu. Við héldum síðan saman suður
með viðkomu á Blönduósi, þar sem
þær skoðuðu rækilega og af kunn-
áttu Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu-
ósi og heiðruðu minningu Halldóru
Bjarnadóttur. Er safn þetta hið
merkilegasta og nátengt sögu þjóð-
arinnar hvað varðar ullarvinnslu.
Við hjónin vottum öllum afkom-
endum og aðstandendum Jennýjar
Haraldsdóttur okkar dýpstu samúð.
Stend ég meðal grænna grafa,
grafa æskuvina minna.
Einn og einn þeir hnigu, hurfu,
hurfu undir jarðarsvörðinn.
Hægt og rótt á hausti mildu
hnígur regn úr dökkum skýjum.
Einn ég stend hjá grónum gröfum
gröfum æskuvina minna.
(Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson).)
Rannveig og
Hilmar Björgvinsson.
Það er ljúfsárt að minnast Jennýj-
ar Haraldsdóttur. Það er ljúft og
gott að minnast góðrar konu, sem
svo vel hefur reynst fjölskyldu sinni
og vinum. Og það er sérstaklega sárt
að hún skyldi kveðja svo fljótt og
óvænt, sem raun ber vitni. Jenný
hafði notið góðrar heilsu, og því kom-
ið svo mörgu í verk og átti þó mörgu
ólokið.
Jenný giftist hinn 30. des. 1950
Davíð Kr. Jenssyni frá Selárdal. Gaf
faðir hennar þau saman á æskuheim-
ili hennar á Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði. Það var okkur öllum í
fjölskyldu Davíðs mikið gleðiefni, að
hann skyldi ná ástum svo góðrar
stúlku, enda reyndist sambúð þeirra
alla tíð farsæl og hamingjurík. Húsið
þeirra og heimili að Langagerði 60
hefur reynst góð og traust umgjörð
um líf og störf fjölskyldunnar. Það
hefur einnig verið athvarf vina og
vandamanna, sem notið hafa frá-
bærrar gestrisni Jennýjar. Þá var
ekki síður gott að koma í heimsókn í
sumarbústaðinn Háum við Þing-
vallavatn, þar sem við nutum margra
gleðistunda. Já, það er margs að
minnast og þakka. Lífið og tilveran
tekur stundum skyndilegum breyt-
ingum. Nokkrum dögum fyrir andlát
Jennýjar deyr Inga dóttir hennar,
26. okt. sl. Það var mikið áfall fyrir
Jennýju og fjölskylduna.
Okkur langar einnig að minnast
Ingu Davíðsdóttur. Hún var góð
stúlka, sem varð að lúta í lægra haldi
og fékk ekki að njóta lífsins lengur
hér á jörðu. Blessuð sé minning
hennar.
Við sem skrifum þessi minningar-
orð, ásamt fjölskyldum okkar, flytj-
um öllum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jennýjar Har-
aldsdóttur.
Teitur Jensson, Elsie og Ólafía.
Kvödd er í dag æskuvinkona mín
Jenný Haraldsdóttir en hún lést 3.
þ.m. eftir stutt veikindi.
Ég naut þeirrar gæfu að kynnast
Jenný á okkar ungu dögum í glöðum
hópi ungra kvenna, sem þá stunduðu
nám við Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur. Þar var stofnað til góðrar vináttu
sem allar nutu. Frá þeim tíma áttum
við nána samleið sem aldrei bar
skugga á og fyrir það er þakkað.
Jenný ólst upp í góðum foreldra-
húsum í stórfjölskyldu, sem heldur
vel hópinn og er mikið mannkosta-
fólk. Jenný giftist Davíð Jenssyni,
miklum ágætismanni, og eignuðust
þau sex indælar dætur, sem gáfu
þeim stóra fjölskyldu. Hún eignaðist
gott og fallegt heimili, sem var róm-
að fyrir rausn og myndarskap og
þess nutum við vinirnir ekki síst.
Jenný gleymdi engum. Hún var
mikil fjölskyldumanneskja og fátt
gladdi hana meira en þegar allir voru
mættir í Langagerði í góðgerðir. Var
þá oft tekið lagið, en Davíð maður
hennar hafði fallega söngrödd og var
duglegur að leiða sönginn. Ég minn-
ist margra slíkra góðra og glaðra
stunda.
Á tímabili áttu þau sumarhús í
Miðfellslandi sem þau höfðu mikla
ánægju af, en eftir að Davíð missti
heilsuna létu þau garðinn heima
duga og sinnti Jenný gróðrinum af
mikilli natni alla tíð. Hún var starfs-
glöð og vandvirk með afbrigðum.
Hannyrðir léku einnig í höndum
hennar og bar heimilið þess fagurt
vitni.
Jenný hafði óvenju góða skapgerð.
Lífsgleði, hjálpsemi, gestrisni og
hlýja voru förunautar hennar. Hún
samgladdist þegar vel gekk og sýndi
stuðning þegar á móti blés. Hún sótti
styrk sinn í trúna sem þau hjón bæði
ræktuðu af mikilli alúð. Ég kveð með
miklum söknuði elskulega vinkonu
mína Jenný og þakka ógleymanlega
liðna tíð.
Ástvinum Jennýjar votta ég inni-
lega samúð. Minning hennar mun
lifa.
Ingunn Finnbogadóttir.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Antík
Antík í Maddömunum á Selfossi
Komnar með mánaðarbollana aftur!
Ýmislegt fallegt í jólapakkana. Opið
föstudag 13-18 og eftir samkomulagi.
Sími 483 3083 og 866 9269.
Gisting
AKUREYRI
Sumarhús (140 fm) til leigu við
Akureyri. TILBOÐ Á LEIGU - Sun -
Fim. verð 45 þús.
Glæsilegt útsýni yfir Akureyri.
www.orlofshus.is eða Leó, sími
897 5300.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Bílar
VW Golf Syncro 4x4 árg. '98
Ek. 140 þ. km, bsk., station, skoðaður
´10, vetrar- og 2 umg. sumardekk, ný-
yfirfarinn bíll í toppstandi. V. 390 þús.
Uppl.: jgj@snilli.is, sími 896 8989.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Skipti um rennur og bárujárn
á þökum, einnig smávægilegar
múrviðgerðir og ýmislegt fl.
Þjónum landsbyggðinni einnig.
Upplýsingar í síma 659-3598.
Sisal teppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík. s. 533 5800,
www.strond.is
Mig langar að minn-
ast elskulegrar mág-
konu minnar, Katrínar
Valtýsdóttur, sem lést
16. október sl. á Landspítalnum í
Fossvogi.
Kynni mín af Kötu, eins og hún var
alltaf kölluð af fjölskyldunni, hófust
þegar hún kynntist bróður mínum,
Guðbirni Guðjónssyni, ættuðum frá
Reykjum í Vestmannaeyjum árið
1946. Fljótlega myndaðist góð vinátta
okkar á milli og liðu ekki margir dag-
ar á þessum ríflega 60 árum sem við
höfðum ekki samband hvor við aðra.
Kata var uppalin á Selárbakka við
Eyjafjörð. Þaðan lá leiðin í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í Eyja-
firði til náms. Þar kynntist hún mörg-
um ungum konum á leið út í lífið eins
og hún sjálf. Þær stofnuðu saman
saumaklúbb sem hittist reglulega á
meðan heilsa og geta leyfðu. Kata
vann í Gefjuni á Akureyri við sauma-
skap áður en hún hleypti heimdrag-
anum og fluttist til Reykjavíkur. Þar
fékk hún vinnu við sauma á Sauma-
stofunni Fix sem starfrækt var í
miðbæ Reykjvíkur. Fljótlega kynnist
hún Bjössa og stofna þau heimili og
eignast dótturina Bergþóru. Kata og
Bjössi byggðu sér af miklum dugnaði
á erfiðum tímum hús við Sogaveg 220
þar sem þau bjuggu lengst af, en
fluttu síðan í Haukanes 5 í Garðabæ í
glæsilegt hús sem þau byggðu og þar
bjó hún uns yfir lauk.
Kata var alla tíð mikið fyrir hann-
yrðir og saumaskap og til hennar gat
ég leitað eftir aðstoð ef eitthvað vafð-
ist fyrir mér á því sviði. Hún var einn-
ig mikil blómakona og blómstruðu
nánast allar tegundir blóma í hönd-
unum á henni.Það varð að föstum lið
hjá mér og dætrum mínum að mæta í
eftirsaumklúbb hjá Kötu og þar var
ekki komið að tómum kofanum því
kökurnar hennar voru lystilega
skreyttar og ljúffengar eftir því.
Bergþóra dóttir þeirra hefur
lengst af búið í Ameríku ásamt eig-
inmanni sínum Karli, börnum og
barnabörnum. Kata fylgdist vel með
þeim öllum úr fjarlægð og sýndi hún
gestum stolt myndir af afkomendun-
um sem prýddu heimili hennar og
✝ Katrín Valtýs-dóttir fæddist í
Vallholti á Árskógs-
strönd í Eyjafirði 8.
júní 1923. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 16. október
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Bústaðakirkju 2. nóv-
ember.
duldist engum hversu
annt hún lét sér um
þeirra hagi, en vissu-
lega saknaði hún sam-
verustunda við barna-
börnin og
barnabarnabörnin sín.
Það hefur reynst Berg-
þóru minni erfitt að
vera svona langt í
burtu frá pabba sínum
og mömmu sl. misseri,
en hún og elsti sonur
hennar Guðbjörn
komu til landsins dag-
inn sem Kata kvaddi.
Það var ómetanlegur stuðningur fyr-
ir Bjössa að hafa þau sér við hlið á erf-
iðri stundu.
Ávallt voru Kata og Bjössi miklir
aufúsugestir á mínu heimili, enda
fylgdust þau alla tíð vel með og létu
sér annt um hvernig mínum börnum
reiddi af í lífsbaráttunni eins og þau
væru þeirra eigin.Síðustu árin urðu
Kötu mágkonu minni þung og erfið
veikindaár. Hún naut ómældar ástar
og umhyggju Bjössa, sem annaðist
hana af mikilli natni og gerði henni
kleift að vera heima nema síðustu 2
mánuðina þegar hún dvaldi á sjúkra-
húsi. Rakel bróðurdóttir Kötu hefur
reynst þeim hjónum einstaklega vel í
veikindastíðinu og sýnt þeim hlýju og
umhyggju sem er eftirtektarverð.
Megi góður Guð gefa að öllum þraut-
um Kötu sé nú lokið. Bjössa, Berg-
þóru og fjölskyldu hennar votta ég
innilega samúð mína og bið Guð að
blessa þau.
Jóhanna Guðjónsdóttir
og fjölskylda.
Kær vinkona hefur kvatt þennan
heim.
Ég kynntist Kötu fyrir rúmum ald-
arfjórðungi, þegar ég flutti inn í kjall-
arann í húsi þeirra hjóna. Þau voru þá
bæði komin yfir miðjan aldur og
bjuggu í fallegu húsi við Sogaveginn.
Hjá þeim bjó ég í tæp sex ár og var
sambýlið einstakt. Kata var greind og
fríð kona. Vöxturinn grannur og hár-
ið fallegt og þykkt. Hún var hrein og
bein, skýr í hugsun og hafði ríka rétt-
lætiskennd. Hjartahlý og létt í lund.
Ég á margar góðar minningar um
Kötu. Oft bauð hún mér að borða með
þeim hjónum og voru það sannkall-
aðar dýrðarstundir. Kata var ung í
anda og fann ég aldrei fyrir þeim ára-
tugum sem skildu okkur að í aldri.
Hún var greiðvikin og alltaf tilbúin að
leggja mér lið, hvort sem það sneri að
matargerð eða saumaskap, en á þeim
sviðum var Kata mín snillingur.
Hennar góðu ráð hafa dugað mér vel í
gegnum árin. Kata hafði græna fing-
ur og átti mikið af fallegum blómum
sem hún ræktaði af mikilli alúð. Oft
gaukaði hún að mér afleggjurum sem
mér tókst misjafnlega til með.
Starfsævi sinni varði Kata innan
veggja heimilisins. Henni og þeim
hjónum báðum var mikil snyrti-
mennska í blóð borin og áttu þau fal-
legt heimili á Sogaveginum og síðar á
Arnarnesi. Öll sín verk unnu þau af
alúð, fóru vel með sitt og sýndu mikla
ráðdeildarsemi.
Stóran hluta ævi sinnar bjó Kata
mín við heilsubrest, sem varð til þess
að hún treysti sér illa út af heimilinu.
Það háði henni sérstaklega að geta
ekki heimsótt einkadóttur sína og
barnabörn í Bandaríkjunum eins oft
og hún hefði viljað. Kata lét sér mjög
annt um barnabörnin sín. Hún sýndi
mér stolt myndir af þeim og sagði af
þeim fréttir.
Heilsuleysið og veikindin ágerðust
með árunum og voru síðustu árin
henni erfið. Í veikindum sínum naut
hún einstakrar umhyggju Bjössa eig-
inmanns síns. Aldrei kom til greina að
þiggja nokkra utanaðkomandi hjálp.
Kata sýndi mér og fjölskyldu minni
alla tíð einstaka vináttu og tryggð.
Fyrir það er ég henni þakklát.
Nú hefur Kata lokið lífsgöngu sinni
og leiðir skilur að sinni. Megi góður
Guð vaka yfir henni á ókunnum slóð-
um. Ég trúi því að hún sé nú eins og
vindblærinn, laus undan oki síns
hrjáða líkama, og gangi nú um létt-
stíg og glöð í góðra vina hópi.
Eiginmanni, dóttur og fjölskyldu
allri sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Katrínar Val-
týsdóttur.
Svanhvít Jakobsdóttir.
Katrín
Valtýsdóttir