Morgunblaðið - 12.11.2009, Síða 32
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Margir íslenskir myndlistarmenn
hafa fundið harkalega fyrir krepp-
unni, þar sem sala á verkum þeirra
hefur dregist hressilega saman. Sú
virðist þó ekki vera raunin hjá Dav-
íð Erni Halldórssyni, hinum lita-
glaða málara. Öll málverkin nema
tvö, á sýningunni sem hann opnaði í
Hafnarborg um liðna helgi, munu
hafa selst fyrstu dagana.
Verk Davíðs Arnar selj-
ast þrátt fyrir kreppu
Fólk
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
BUBBI Morthens hefur í nógu að snúast nú um
stundir; hann stendur við Færibandið á Rás 2 á
hverjum mánudegi, í síðasta mánuði kom út ný
skífa hans með Egóinu, 6. október, og í vikunni
kom út ný laxveiðibók hans og Einar Fals Ing-
ólfssonar. Þrátt fyrir annir er Bubbi á fullu að
undirbúa næstu skífu, jólaplötu sem hann ætlar
að hafa með kántrýsniði. Að því er kom fram í
stuttu spjalli í vikunni hefur hann samið nokkur
jólalög og stefnir á að byrja á upptökum eftir
áramót með nokkrum traustum samstarfs-
mönnum, þar á meðal Pétri Hallgrímssyni gít-
arleikara. Auk eigin jólalaga hyggst Bubbi taka
upp nokkur lög af frábærri jólaplötu Hauks
frænda síns Morthens Hátíð í bæ.
Í spjalli á vefnum bubbi.is setur Bubbi fram
skoðun sína á jólamúsík yfirleitt og er ekki að
skafa utan af því frekar en fyrri daginn: „Það er
meira helvíti sem menn geta eyðilagt þessi jóla-
lög okkar í sykri, fitu, glassúr og strengjum
dauðans. Það virðist enginn hafa þann metnað
að gera jólaplötu frá hjartanu ekki pyngjunni.
Seinasta góða jólaplatan sem kom út á Íslandi
var jólaplata Hauks Morthens. Síðan hefur með-
almennskan verið að gera út af við jólalögin þar
sem allir halda að ef þú hefur þetta nógu væmið í
útsetningu þá sé það jól-ó. Auðvitað hlýtur að
vera þarna eitthvað sem er bitastætt sem ég
bara hef ekki heyrt, ef lag er gott þá er lagið
gott, en það er hægt að rústa því með bjöllu-
hljóm, stengjum og syrkurhjúpuðum kór.“
Sykur, fita, glassúr og strengir dauðans
Morgunblaðið/Ómar
Kántrý Bubbi gerir jólaplötu frá hjartanu.
Íslenskir fatahönnuðir verða
með opið hús milli kl. 18 og 21 í
verslunum sínum í miðbænum.
Þetta eru STEiNUNN, ELM, Spaks-
mannsspjarir, GuSt, MUNDI, Júni-
form, Andersen & Lauth, HANNA,
Kisan/Farmers Market, Nakti ap-
inn, Ásta creative clothes, Nostrum,
BIRNA, Nikita, E-label og Rósa De-
sign. Verslanirnar eru við Lauga-
veg, Bankastræti, Ingólfsstræti og
Klapparstíg. Áhugamenn um ís-
lenska fatahönnun ættu því að drífa
sig í bæinn. Annars vekur það at-
hygli hversu mörg þessara merkja
og verslana rita nöfn sín með há-
stöfum. MERKILEGT.
Fatahönnuðir bjóða
í heimsókn í kvöld
Fataverslunin Gyllti kötturinn í
Austurstræti heldur upp á fjögurra
ára afmæli milli kl. 14 og 18 á laug-
ardaginn. Þá verður aftur opnuð
herradeild verslunarinnar, „eftir
mikinn þrýsting frá karlmönnum“,
að sögn aðstoðarverslunarstjóra,
Viktoríu Hermannsdóttur. DJ Anna
Rakel þeytir skífum og Sigríður
Thorlacius syngur nokkur lög.
Herradeild Gyllta katt-
arins opnuð í afmæli
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TÓLF tónleika túr Mugisons og gít-
argoðsins Björgvins Gíslasonar um
gervallt landið hefst í kvöld í Edin-
borgarhúsinu á Ísafirði og lýkur í
Batteríinu, Reykjavík, þann 27. nóv-
ember.
„Ég sá Björgvin spila með blús-
bandi þegar ég var sautján ára,“
segir Mugison, talandi frá flugvell-
inum á Ísafirði þar sem hann er
kominn til að ná í goðið.
„Ég féll algerlega í stafi og hét
því að einhvern tíma yrði ég það
frægur að ég gæti gengið upp að
honum og beðið hann um að
djamma með mér. A.m.k. það fræg-
ur að ég yrði nokkuð viss um að
hann myndi ekki segja nei!“
Björgvin hefur áður leikið með
Mugison, lagði t.d. til gítarleik þeg-
ar hann vann tónlistina fyrir mynd-
ina A little trip to heaven og lék með
honum á Eurosonic-hátíðinni árið
2008.
„Hann kom inn í þá tónleika með
tveggja daga fyrirvara og ég kenndi
honum lögin í flugvélinni á leiðinni
út. Ég kynnti hann svo sem afa minn
þegar hann kom upp á svið.“
Í vikunni kemur svo út ný plata,
Ítrekun. Hún hefur að geyma lög
sem breyttust mikið á hljómleika-
ferðalagi vegna síðustu plötu Mug-
isons, Mugiboogie. Hann og vösk
sveit hans rúlluðu þeim því inn á
band í ársbyrjun 2009.
Tvíeykið Mugison og Björgvin
munu síðan halda opnar upptökur í
anda Damiens Rice í Sundlauginni,
miðvikudaginn 25. nóvember, og ef
vel tekst til verða þær gefnar út með
einhverjum hætti.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hringur Mugison ætlar að taka Björgvin Gíslason með sér um landið.
Mugison og Bjöggi Gísla
fara í kringum landið …
… og halda opnar upptökur í Sundlauginni
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„BÓKIN byrjar sem óbeint viðbragð
við hruninu,“ segir Huldar Breiðfjörð
um bók sína Færeyskur dansur, sem
er ferðalýsing frá Færeyjum, en
Huldar dvaldi þar í mánaðartíma,
nánar tiltekið í febrúar á þessu ári.
„Ég varð svolítið hissa þegar út-
rétt hjálparhönd barst frá eyjunum í
kjölfar efnahagshörmunganna – ég
var eiginlega búinn að gleyma því að
þær væru til! Það lagðist mikil Fær-
eyjavæmni yfir fólk hér heima fannst
mér, þetta var ekki lengur bara
frændþjóð heldur hin eina sanna
vinaþjóð.“
Vissi allt og ekki neitt
Huldar segist hafa farið að velta
fyrir sér sambandi þjóðanna í fram-
haldinu.
„Mér fannst það á margan hátt
einkennilegt. Mér fannst ég vita allt
um eyjarnar en um leið ekki neitt.
Mér fannst eins og ég hefði heyrt allt
um þær, en aldrei lagt við hlustir. Ég
hafði aldrei komið þangað og þegar
ég fór að spyrja vini og kunningja
hafði enginn þeirra farið þangað
heldur. Það er eins og það taki því
varla að fara þangað, þær séu það ná-
lægar. Það væri sóun á utanlands-
ferð. Færeyjar væru eiginlega ekki í
útlöndum. Þetta er skrítið mál, þær
eru mjög nálægar en líka svo fjar-
lægar.“
Huldar segir að hann hafi reiknað
út að mánuður væri passlegur tími,
enda séu fjarlægðir litlar þarna,
klukkutími eða svo í allt að því er
virðist.
„Ég leigði mér herbergi í verka-
mannakommúnu í Þórshöfn og vann
þetta svo þaðan, fór út um allt. Norð-
ur til Klakksvíkur og niður til Suður-
eyja með ferjunni. Og það var sama
hvar ég kom. Það var allt eins og á Ís-
landi … en samt ekki. Undarleg til-
finning. Klakksvík minnti mig t.d. á
Ólafsvík. Ég eignaðist vini og kunn-
ingja þarna en svo fór ég iðulega einn
í göngutúra og dró inn stemn-
inguna.“
Hrunið var ofarlega í huga allra
um þetta leyti.
„Þegar ég horfði á þá atburðarás
frá eyjunum sá ég hana í öðru ljósi.
Ísland var eins og stóri bróðir sem er
í ruglinu en Færeyjar líkt og litli
duglegi bróðirinn sem er að redda
þeim eldri.“
Eftir dvöl sína í Færeyjum fór
Huldar til Íslands og skrifaði bókina
vestur á Flateyri þar sem hann var í
sex mánuði. Fyrri bækur Huldars
eru áþekkar, ferðasögur sem gerast
á Íslandi og í Kína.
„Þar hittum við fyrir ferðalang
sem er í misdjúpum tilvistarspurn-
ingum mætti segja. En það er raun-
verulega ekkert samhengi á milli
þessara þriggja landa í bókum mín-
um, alltént á ég erfitt með að tjá mig
um það. “
Huldar segir að eyjarnar togi í sig í
dag.
„Það er fallegt og þægilegt tempó
þarna, fólk er sátt við sitt einhvern
veginn og mig langar að fara aftur
þangað. Aftur og aftur meira að
segja. Eitt af því sem maður heyrði
alltaf, frá öllum, var að Færeyingar
væru svo afskaplega gott fólk. Það
var bara afgreitt þannig. Það var al-
veg sama við hvern var talað, allt var
þetta á sömu leið. Mér fannst þetta
skrítið en ekki lengur. Þetta er bara
svona. Færeyingar eru afskaplega
gott fólk.“
Nálægar en líka svo fjarlægar
Ljósmynd/Grímar Jónsson
Hjá herraþjóðinni Huldar var í Kaupmannahöfn þegar blaðamaður heyrði í honum og voru ljósmyndunarmál leyst
á snaggaralegan hátt. Hann lét vin sinn smella af sér mynd og sendi svo um hæl í gegnum iður netsins.
Huldar Breiðfjörð sendir frá sér sína þriðju bók, Færeyskur dansur –
ferðalýsing Hugleiðing um einkennilegt samband tveggja grannþjóða
„Ég datt dálítið inn í tónlistina
þarna, en ég fylgist sæmilega
með í þeim efnum svona al-
mennt séð,“ segir Huldar.
„Þetta er mikið músíkfólk,
þetta liggur einhvern veginn svo
djúpt í fólkinu, allir syngja og
spila á hljóðfæri. Þetta er sterk-
ara einhvern veginn en hérna.
Líklega vegna þess að Fær-
eyingar héldu lífi í tungumálinu
með kvæðasöng og dansi á
meðan við varðveittum okkar í
skinnhandritunum. Músíkþjóð
og bókaþjóð?“
„Fínur tónleikur“