Morgunblaðið - 12.11.2009, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Loksins er Heilsubælið íGervahverfi komið út ámynddiski, þættir sem í
huga margra Íslendinga eru klass-
ík. Grínklassík. Undirritaður man
eftir því að hafa legið yfir þátt-
unum á þrettánda ári, en þeir komu
út árið 1987. Hvernig skyldu nú
Hallgrímur Ormur, Dr. Saxi, Mal-
berg Snædal, Simonetta Sörensen,
Olli ofviti og dr. Adolf Litli þola ár-
in 22 sem liðin eru frá því þættirnir
voru sýndir á Stöð 2? Eitthvað sem
var sprenghlægilegt þegar maður
var 13 ára, er það ennþá hlægilegt?
Og kann maður að meta hámark ís-
lenska týpuskrípaleiksins þar sem
Laddi fór fremstur í flokki? Á móti
má spyrja: Hverjum finnst ekki
fyndin atriðin í viðbjóðslegasta eld-
húsi heims, eldhúsi heilsubælisins,
þar sem mestu skítkokka allra tíma
er að finna, Gulla og Hallgrím?
„Gulliiiiiiiiiii!“, „Hallgrímuuuuu-
uuuuur!!“ Hallgrímur Ormur er
einhver skemmtilegasta og ýktasta
persóna sem sést hefur í íslensku
sjónvarpi og einhver sú besta sem
Laddi hefur skapað. Og er þó af
nægu að taka. Samskipti yfirlækn-
isins, dr. Adolfs Litla, við Hallgrím
Orm eru hreinasta snilld. Hvar er
annars Júlíus Brjánsson í dag, sá
frábæri gamanleikari?
Allt frá því heilsbælisgengiðmarserar hænuskrefum inn í
bælið á tvöföldum hraða veit mað-
ur á hverju er von. Algjöru aula-
gríni, orðaleikjum og ýkjulátum,
skrípaleik og gríni sem er orðið dá-
lítið gamaldags ef litið er til nýlegri
gamanþátta á borð við Fóstbræður
og Stelpurnar. Grínið er auðvitað
ekkert verra fyrir það, síður en
svo, en maður veltir því fyrir sér
hvort þessir þættir myndu njóta
eins mikillar hylli væru þeir sýndir
í dag. Og árin virðast einhvern veg-
inn svo miklu fleiri en 22 frá því
maður hermdi eftir Olla, Hallgrími
Ormi og félögum, jafnvel oft á dag.
En hvað þótti manni svona fyndið?
Jú, þessi rosalega ýkti grínleikur
Ladda, Pálma, Eddu, Júlíusar og
Gísla Rúnars. Að öðrum ólöstuðum
er Laddi stjarna þáttanna, hann
skapaði margar sígildar persónur á
borð við Hallgrím Orm (kokkinn
sem var alltaf að borða hvítlauk og
ætlaði allt að drepa með and-
remmu), sjálfvirka heimsækjand-
ann („halló, halló, halló, ahahaha-
hahha) og prestinn síflissandi.
Stundum fær maður það á tilfinn-inguna að íslenskt grín sé
Laddi, að Laddi sé holdgervingur
íslensks skopskyns. Ótrúlegar vin-
sældir afmælissýningar Ladda í
Borgarleikhúsinu sanna þetta, ef til
vill, fólk virtist ætla að streyma
endalaust á hana. Enda verður að
segjast að hugmyndaflug Ladda er
magnað þegar kemur að grín-
persónusköpun. Að sama skapi
þekkir maður marga sem þola ekki
Ladda, einmitt út af þessu ýkta
týpugríni, hafa fengið of stóran
skammt af honum.
Menn hlæja ekki lengur aðfyrstu áramótaskaupunum,
nema þá þeir sem komnir eru yfir
sextugt. Kannski á það sama við um
Heilsubælið. Ekki get ég þó gefið
mér hvaða smekk íslensk þjóð hef-
ur almennt fyrir grínefni. Heilsu-
bælið var mjög vinsælt, hví skyldi
það ekki vera það enn? Það fyndn-
asta er kannski það sem stendur
aftan á DVD-hylkinu: „Diskurinn er
tileinkaður þeim sem eignast hann
áður en hann verður til sölu á af-
slætti aftan á pulsupakka.“
helgisnaer@mbl.is
Hæ, Litli! Hallgrímuuuuuur!!!
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
Heilsubælið Skrípaleikur og týpugrín frá árinu 1987. Laddi, Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson skera upp.
»En hvað þóttimanni svona fyndið?
Jú, þessi rosalega
ýkti grínleikur Ladda,
Pálma, Eddu, Júlíusar
og Gísla Rúnars.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
This is It kl. 5:45 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Jóhannes kl. 5:45 - 8 - 10 LEYFÐ
Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára
Wanted and Desired kl. 5:45 B.i.12 ára
Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára
Broken Embraces kl. 6 - 9 B.i.12 ára
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára
This is It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
YFIR 27.000
MANNS!
Sýningum fer
fækkandi
HHHH
„AÐDÁENDUR VERÐA
EKKI SVIKNIR.“
V.J.V, Fréttablaðið
HHH
D.Ö.J., kvikmyndir.com
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
„Myndin er spennandi
og heldur athygli
áhorfandans enda tekur
hún á eldfimu og
umdeildu efni“
-H.S., MBL
HHH
SÝND Í REGNBOGANUM
SLÁANDI, ÓGNVEKJANDI OG SVO MÖGNUÐ AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI!
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHH
„Vel gert og sannfærandi
jóladrama sem minnir á það
sem mestu máli skiptir“
-Dr. Gunni, FBL
HHHH
„Myndin er afburðavel gerð
og kærkomin viðbót í íslenska
kvikmyndasögu”
H.S., MBL
„Leikararnir eru ómótstæðilegir.”
T.V., Kvikmyndir.is
„Raunsæ og vel útfærð.“
-E.E., DV
HHHH
-Þ.Þ., DV
„Fantagóð
hrollvekja sem er
meðal þeirra bestu
síðuastu ár“
VJV - Fréttablaðið
HHHH
„Taugatrekkjandi og
vægast sagt óþægileg”
T.V. - Kvikmyndir.is
HHHH
„... í heildina er myndin
fantagóð og vel gerð...
góð tilbreyting“
-H.S., MBL
„Á eftir að verða
klassísk jólamynd.”
- Ómar Ragnarsson
„Frábær íslensk
bíómynd!!”
- Margrét Hugrún
Gústavsdóttir, Eyjan.is
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
Sunnudagsmogginn
er nú borinn út með
laugardagsblaðinu.
Spennandi efni, viðtöl,
menningarumfjöllun,
Lesbók.