Morgunblaðið - 12.11.2009, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
„KLASSÍK Í AMERÍSKRI ÍÞRÓTTASÖGU.“
100/100 - VARIETY
„THIS IS ONE HELLUVA GOOD MOVIE...“
90/100 - HOLLYWOOD REPORTER
„A KNOCKOUT OF A SPORTS DOCUMENTARY.“
80/100 – LOS ANGELES TIMES
FRÁBÆR MYND UM
UPPVAXTARÁR EINS
ÁSTSÆLASTA
KÖRFUBOLTAMANN
SAMTÍMANS,
LEBRON JAMES.
SÝND Í ÁLFABAKKA
YFIR 30.000 GESTIR
HVERNIG STÖÐVARÐU MORÐINGJA
SEM ER NÚ ÞEGAR Í FANGELSI?
GERRARD BUTLER OG JAMIE
FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU
HASARMYND Á ÞESSU ÁRI!
FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB
„VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG“
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
- Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna!
- Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum
/ ÁLFABAKKA
LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 16 COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 12
LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP GAMER kl. 8 16
MORE THAN A GAME kl. 5:50 - 8 - 10:20 7 ORPHAN kl. 10:20 16
THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L
THE INFORMANT kl. 5:50 LÚXUS VIP
TOY STORY 1 m. ísl. tali kl. 63D L 3D-DIGITAL
/ KRINGLUNNI
LAW ABIDING CITIZEN kl.8:10-10:30 16 SKELLIBJALLA... m. ísl. tali kl.6:15D L
THE INFORMANT kl.8:10-10:30 L FAME kl.6 L
TOY STORY 1 m. ísl. tali kl.6:153D L 3D-DIGITAL
COUPLES RETREAT kl.8:10D -10:30D 12 DIGITAL
Law Abiding Citizen, erhefndartryllir í andaDeath Wish-myndannameð Charles Bronson sem
vinsælda nutu á áttunda tug síðustu
aldar. Formúlan er einföld. Eig-
inkona og barn eru myrt á hrottaleg-
an hátt, eftir situr örvinglaður eig-
inmaður, sem í tilfelli Law Abiding
Citizen nefnist Shelton (Butler).
Hann telur sig í ofanálag svikinn af
réttvísinni þegar morðinginn fær
fljótlega náðun fyrir að ljóstra upp
um annan glæpamann.
Bronson var mun trúverðugri per-
sóna, hann tifaði út á götuna eftir
sólarlagsbil og jafnaði um óbermin
og flestir bíógesta glöddust innilega
þegar hann sendi þá inn í eilífðina.
Það var búið að ganga þannig frá
hnútunum að þeir áttu ekkert betra
skilið. Og svo var Bronson mun betri
leikari en Butler og átti samúð
manns alla, a.m.k. í fyrstu Death
Wish-myndunum.
Öfgarnar í Law Abiding Citizen
eru það yfir-gengilegar að flestir
heilvita menn hafa fengið meira en
nóg af limlestingum, drápum og mis-
þyrmingum eftir fyrsta korterið.
Ekki nóg með það heldur er sögu-
þráðurinn yfir máta ótrúverðugur,
órökréttur og götóttur. Shelton á
vissulega að vera einskonar ofur-
spæjari og óopinbert drápstól á veg-
um leynilegrar ríkisstofnunar.
Sú skýring er látin nægja til að út-
skýra það að honum tekst að halda
íbúum milljónaborgarinnar Fíladel-
fíu í heljargreipum lengst af sýning-
artímanum, sprengjandi heilu hverf-
in í loft upp og mannfallið líkt og í
heimsstyrjöld. Á meðan situr Shel-
ton niðurnjörvaður í einangrun. Nick
Rice (Foxx), lögreglumaðurinn sem
á að koma honum á kné, er þó enginn
aukvisi, heldur mikið mannval úr
hópi réttvísarinnar bestu manna.
Grey er natinn við að sviðsetja
krassandi átakaatriði og bregst ekki
bogalistin með sprengiefni og elds-
voða, frekar en í A Man Apart og
The Italian Job.
Butler er hvorki fugl né fiskur,
Foxx (Ray) er einfaldlega í hlutverki
sem er ekki hæfileikum hans sam-
boðið
Auðgleymd mynd og ómerkileg að
undanskildum nokkrum milljón dala
brellum og vel sviðsettum bardaga-
atriðum. saebjorn@heimsnet.is
Morðfól og milljón dala brellur
Foxx og Butler Söguþráður myndarinnar er yfirmáta ótrúverðugur.
Sambíóin
Law Abiding Citizen –
Löghlýðnir borgarar
bbmnn
Leikstjóri: F. Gary Gray. Aðalleikarar:
Jamie Foxx, Gerard Butler, Leslie Bibb
(Sarah Lowell), Bruce McGill, Colm
Meaney, Viola Davis, Michael Irby. 107
mín. Bandaríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur
kristrun@mbl.is
UM HELGINA mun Norræna hús-
ið halda í fyrsta skipti „suðræna tón-
listarsprengju“ frá norðri. Tónlist-
inni er lýst sem fjörugri og
frumlegri.
„Þetta eru tónlistarmenn frá
Norðurlöndunum og það sem er sér-
stakt við þetta er að flestir meðlimir
hljómsveitanna eru innflytjendur
sem búa á Norðurlöndunum,“ segir
Þuríður Helga Kristjánsdóttir,
kynningarstjóri hjá Norræna hús-
inu. „Flytjendurnir hafa sérhæft sig
til dæmis í tónlist forfeðra sinna í
upprunalöndunum.“
Kvöldin byrja í rólegri kantinum,
en enda síðan sem danspartí.
Hljómsveitin sem hefur leikinn á
morgun heitir Trans-Nations og
kemur frá Danmörku. Sveitin spilar
seiðandi tónlist undir gambískum og
evrópskum áhrifum. Sveitarmeð-
limir nota m.a. gambíska hljóðfærið
cora, sem er 21 strengs hljóðfæri og
líkist einna helst hörpu.
„Með næstu tveimur böndum fær-
ist meira stuð yfir tónlistina, en
kvöldið endar á hljómsveitinni
Shava frá Finnlandi.
Nafnið Shava er úr indversku og
þýðir partí og tónlistin stendur alveg
undir því nafni,“ segir Þuríður.
Heimsfræg djasshljómsveit
Laugardagskvöldinu er startað
með hljómsveit frá Grænlandi.
„Textarnir eru á grænlensku og er
tónlistin undir áhrifum frá ínúíta-
tónlist,“ segir Þuríður. „Einnig spil-
ar þá heimsfræga djasshljómsveitin
Another World; mjög skemmtilegur
bræðingur spilaður af fremstu
djasstónlistarmönnum Danmerkur
sem eru undir miklum áhrifum frá
Gana.“
Kvöldið endar svo á Dj Nad Jee
en þar blandast saman Bollywood-
bhangra danstaktur og finnsk hátt-
vísi. „Hann er meðal annars með
dansara og indverskar trommur á
sviðinu og heldur uppi miklu stuði.
Fólk er því hvatt til að taka dans-
skóna með.“
Tónlistin er ekki það eina sem
tengist menningu þessara suðrænu
landa. Nokkrar konur hafa tekið sig
til og ætla að elda helstu rétti land-
anna og munu gestir geta gætt sér á
þeim milli tónlistaratriða.
„Veislan er því fyrir öll skilning-
arvit; matur fyrir munninn, tónlist
fyrir eyrun og litir og sýning fyrir
augun,“ segir Þuríður að lokum.
Norræna húsið býður til suðrænnar tónlistarsprengju frá norðri
Miðasala fer fram á midi.is
Heitur
DJ Nad Jee.
Veisla fyrir öll skilningarvit
ÍSLENSKI tónlistarsöluvefurinn
gogoyoko.com, sem færði út tjald-
hælana til Norðurlandanna í byrjun
október, er þegar farinn að vekja þar
athygli. Þannig prýðir frétt um gogo-
yoko.com forsíðu fréttavefjar norska
dagblaðsins Aftenposten í dag.
Í frétt Jan Gunnars Furuly er lögð
áhersla á að íslenski Gogoyoko tón-
listarvefurinn fari nýjar leiðir til að
tryggja tónlistarmönnum sanngjarnt
endurgjald fyrir tónlist sína.
Norska félagið Ignitas hefur fjár-
fest í vefnum ásamt fleirum og það
gerir Gogoyoko kleift að útvíkka
starfsemina til Norðurlandanna. Enn
sem komið er eru flestir tónlist-
armennirnir á tónlistarvefnum frá Ís-
landi og Færeyjum, einnig má finna
þar sænska og danska tónlistarmenn.
Viðræður standa yfir við norska tón-
listarmenn.
Tónlistarsíðan gogoyoko.com var
opnuð 2. október síðastliðinn fyrir
notendur og listamenn á Norð-
urlöndum. Þar með tók íslenska
sprotafyrirtækið gogoyoko sitt
stærsta skref á alþjóðavettvangi til
þessa, að sögn Eldars Ástþórssonar
hjá gogoyoko í samtali við Morg-
unblaðið.
Þau hundruð íslenskra listamanna
og hljómsveita sem nú eru á gogo-
yoko.com gátu þar með selt tónlist
sína í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi. Stefnt er að því að opna
síðuna á fleiri markaðssvæðum síðar
á þessu ári.
Morgunblaðið/Frikki
Retro Stefson Ein þeirra fjölmörgu sveita sem vista tónlist sína á Gogoyoko.
Útrás vekur athygli
Heimskona Katerine
Suwalski í Another World.