Saga - 1974, Blaðsíða 10
6
GUÐNI JÓNSSON PRÓFESSOR,
Jónsdóttur. Guðni ólst upp til 12 ára aldurs á Leirubakka
á Landi hjá Sigurði bónda Magnússyni og Önnu konu
hans Magnúsdóttur. Jón, faðir Guðna, veiktist 1899, og
átti lengi í höfuðmeini, og var bærinn seldur ofan af þeim
hjónum árið sem Guðni fæddist og fjölskyldunni dreift.
Þá fór Ingibjörg með svein sinn 12 vikna í vinnumennsku
að Leirubakka og var þar næstu tvö árin, en fluttist þá
í nágrenni manns síns. Þeim tókst að setja saman bú að
nýju, en hjónin á Leirubakka töldu sig ekkert muna um að
fæða drenginn Guðna, svo að hann dvaldist hjá Land-
mönnum, uns hann fór að vinna fyrir sér 12 ára, og ungl-
ingur reri hann í tvær vertíðir eins og áður sagði.
Á unglingsárum eignaðist vinnupilturinn Guðni Jónsson
Sæmundar-Eddu og lá yfir Edduskýringum vetrarlangt
öllum frjálsum stundum. „Eg komst að vísu að raun um
það síðar, að ég hafði misskilið ýmsa staði, sem ég hafði
verið að glíma við að skilja hjálparlaust. En það gerði
ekki svo mikið til. Hreinn andvari norrænnar heiðni og
hetjualdar hafði leikið um hug minn og feykt burt öðrum
og hættulegra misskilningi. Þennan vetur fann ég sjálfan
mig”, segir Guðni í formála að Eddulyklum, sem hann
samdi rúmlega 30 árum síðar. Af óskýrgreinanlegum
fræðaþorsta braust öreiginn Guðni Jónsson til náms. Eng-
inn hvatti hann, en hann var hraustur og duglegur að
hverju sem hann gekk, og ágætur námsmaður. Systir
hans, Dagmar, gift Valgeiri Jónssyni síðar trésmíða-
meistara bjó bjargálna í Reykjavík, og skutu þau hjón
skjólshúsi yfir námsmanninn. Með styrk þeirra komst
Guðni til mennta. Hann lauk magistersprófi í íslenskum
fræðum við Háskóla Islands 1930, og var kennari við
ýmsa skóla, en við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga frá
1928—45, og síðan skólastjóri þar frá 1945—57, en þá
hét skólinn reyndar Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Hann
varð doktor við háskólann 1953, var prófessor í sögu Is-
lands 1958—67, en þraut þá heilsu, fékk heilablóðfall og
náði sér aldrei aftur. Hann starfaði í ýmsum fræðafélög-