Saga - 1974, Blaðsíða 120
112
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
Hann lézt 15. nóvember, nokkrum vikum eftir að Valtýr skrifar
bréf sitt.
fyrsta dóminn hans Lalla míns. í meiðyrðamáli Þorvalds Jónssonar
héraðslæknis gegn Skúla Thoroddsen (Grautarmálinu) lét
Lárus H. Bjarnason, settur sýslumaður, ganga dóm í héraði
12. janúar 1893 á þann veg, að Skúli skyldi greiða 50 krónur
í sekt og 10 krónur í málskostnað. Með dómi landsyfirréttar
28. ágúst var Skúli sýknaður.
2. bréf
Skúli Thoroddsen svarar Valtý á þann veg 25. febrúar
1894, að hann geti lítið verkað í Snæfellsnessýslu sökum fjar-
lægðar og annríkis. í kosningum þeim, sem fara fram um
vorið, bíður dr. Jón Þorkelsson lægra hlut fyrir séra Eiríki
Gíslasyni á Staðastað. Valtýr Guðmundsson hreppir þingsætið
í Vestmannaeyjum fyrir atbeina Jóns Magnússonar sýslu-
manns og Þorsteins Jónssonar læknis. Á aukaþinginu, sem
haldið er um sumarið, skipar hann sér í sveit hinna röskari
þingmanna og lætur meðal annars Stóra málið til sín taka,
en það er svo vaxið, að enskt-íslenzkt félag undir forgöngu
Sigtryggs Jónassonar vesturfaraagents fer fram á leyfi og
fjárstyrk til þess að leggja járnbrautir og annast gufuskipa-
ferðir milli landa og með ströndum fram.
Alþingi hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingu 1885
og 1886 og aftur 1893 og 1894. Valtýr Guðmundsson
telur ólíklegt, að slík heildarendurskoðun muni ná fram að
ganga. íslendingar eigi þess vegna að beita sér að þeim
stjómarbótakröfum, sem danska stjórnin sé til viðræðu um.
Hugmyndir sínar viðrar hann við Skúla Thoroddsen, þegar
hann kemur til Kaupmannahafnar í septembermánuði 1894
þeirra erinda að ráðgast við verjanda sinn í hæstarétti, G.M.
Rée lögmann. Valtýr hefur síðan leynilegar viðræður við
Nellemann dómsmálaráðherra, sem einnig er ráðherra Is-
lands.
Khöfn, V., Kingosgade 15 15./1. ’95.
Kæri vin!
Beztu þökk fyrir 2 góð brjef (27./10. og 10./11.).
Brjef þitt til Rée sendi jeg undir eins eptir að jeg hafði
fengið það. Ekki er mál þitt komið fyrir hæstarjett enn
og vita menn því ekki frekar um það nú en í haust. Rée