Saga - 1974, Blaðsíða 13
IN MEMORIAM
9
Hafsjór af fróðleik.
Enginn íslenskur fræðimaður hefur gert fæðingarsveit
sinni önnur eins skil og Guðni Jónsson. Eyrarbakki, fæð-
ingarstaður hans, var samhrepptur Stokkseyri til 1897,
en um eyrina samdi hann eins konar trilógíu, þriggja
binda verk, 1085 bls. samtals.
Stokkseyringasaga Guðna hefst á ættfræðiriti: Bólstað-
ir og búendur í Stokkseyrarhreppi, 462 síður, dotorsrit-
gerð, þar af er nafnaskrá 66 tvídálkasíður, og mun ritið
greina frá um 2.500 manns eða viðlíka mörgu fólki og
Sturlunga. Síðari bindin tvö, Stokkseyringasaga I. og II.,
eru 623 síður, þar af 30 síðna tvídálka nafnaskrá. Ritið
greinir frá tæplega 1000 mönnum og geymir myndir af
360 eða rúmlega þriðju hverri söguhetju. Stokkseyringa-
saga þykir mér merkust bóka, sem Guðni Jónsson samdi,
en þar er ekki einungis sögð saga fólks, atvinnuhátta og
menningar í litlu þorpi við brimsollna strönd, heldur er
þar skyggnst rækilega inn í sögu þjóðarinnar einkum á
breytingatímunum miklu á 19. og 20. öld. — Þá hefur
Guðni samið Sögu Hraunshverfis á Eyrarbakka og Gríms
Gíslasonar á Óseyramesi og rakið niðjatal hans, en í þeim
fræðum er fjallað um sögu sama byggðarlags og Stokks-
eyringasaga greinir frá. Um þá Stokkseyringa hefur hann
samið um 2.000 Skírnissíður, en auk þess hefur hann
gefið út um þá ýmis þáttasöfn og Söguna af Þuríði for-
manni eftir Brynjólf frá Minnanúpi.
Dr. Björn Karel Þórólfsson sagði um Bólstaði og bú-
endur við doktorsvörn Guðna, að þar væri „dreginn saman
svo mikill fróðleikur, að ekki verður jafnað við annað en
hafsjó. Það verða vafalaust margar sveitir hér á landi,
sem öfunda Stokkseyringa af því fræðasafni, sem þeir
eignast hér um sveit sína að fornu og nýju, forfeður sína,
sjálfa sig og ættfólk sitt. — Aðdrættir til bókarinnar eru
stórvirki, enda hefur þess orðið vart fyrr, að doktorsefni