Saga - 1974, Blaðsíða 82
74
GÍSLI JÓNSSON
skrifar nú þrjár greinar með dulnefnum í ísafold1) um
þingtímann og hefur getgátur uppi um það, hvað komið
hafi til, að ráðherrann tók ríkisráðsákvæðið upp í frum-
varpið. Gefur hann í skyn, að það sé Heimastjórnarmönn-
um eða a.m.k. Hannesi Hafstein að kenna, en ákvæðið var
settinn að ósk konungs. Blöð Heimastjórnarmanna þekkja
strax handbragð Valtýs á greinunum og skilja, að þær
eru ætlaðar til sundrungar, ekki hvað síst af því, að hann
er óspar á tilvitnanir í orð manna af þeirra eigin liði, sem
fyrr höfðu sagt, að ríkisráðsákvæðið táknaði innlimun í
ríkiseininguna dönsku og annað þvílíkt.
Meðan þing situr enn, boða „nokkrir kjósendur” til
málfundar um stjórnarskrármálið. Einar Benediktsson
hélt þar fram sömu skoðunum og hann og faðir hans höfðu
gert, meðan Valtýskan var á dagskrá, taldi að frumvarpið
um heimastjórn væri hrein líkkista fyrir frelsi og sjálfs-
forræði Islands, meðan í því væri ríkisráðsákvæðið. I sér-
stökum bæklingi kallar hann heimastjómina þannig lag-
aða ný-valtýsku og mótmælir henni ákaflega.
Jón Jensson telur nú, þvert ofan í fyrra álit, að ríkis-
ráðsákvæðið innlimi Island í Danmörku. Verjendur frum-
varpsins halda fram skaðleysi þess á sama hátt og gert
var í nefndaráliti efri deildar, og talað er um lögfræð-
ingakreddur og lögstirfinga (stokjurista), sem líti meira
á form en efni og deili um keisarans skegg. Mikill hluti
fundarmanna virðist eiga erfitt með að átta sig á efni
málsins og situr hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu, þar
sem skorað er á alþingi að fella ríkisráðsákvæðið burt.
Þessi tillaga er samþykkt með 40:20 atkvæðum. Þar með
er talið, að landvarnarhreyfingin eða flokkur hennar sé
til orðinn, en helstu foringjarnir eru í fyrstu þeir Einar
Benediktsson og Jón Jensson. Þáttur Valtýs Guðmunds-
sonar var mjög hulinn, uns Sigurður Líndal dró hann fram
x)l Síðan viðurkenndi hann faðernið, sjá S. Líndal: Upphaf Land-
varnar.