Saga - 1974, Blaðsíða 187
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVORN
179
Ég ætla ekki að hætta mér út í neina bókamenntarýni, en af
þeirri nasasjón, sem ég hef af dönskum bókmenntum á 19. öld,
þykir mér merkilegt, hve íslensk skáld voru sjálfstæð gagnvart
dönskum samtíðarsnillingum. Sömu hugmyndir virðast hafa legið
á ledð beggja, en þeir útfæra þær á merkilega ólíkan hátt.
„Hvad er vel Livet?
Et pust i Sivet,”
sagði Oehlenschlager endur fyrir löngu og er danskt orðtak síðan.
Hvað er langlífi?
lífsnautnin frjóa,
alefling andans
og athöfn þörf”,
er lífsspeki, sem Jónas kenndi okkur.
Bollaleggingar um bókmenntir snerta ekki mjög náið vandamálið
Brynjólf Pétursson, en hann bjó í hópi skapandi snillinga og mót-
aðist af þeim. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur valið sér
slika félaga sem Brynjólfur Pétursson. Áhrif þeirra sjást glöggt
á ritgerð hans um alþíngi, sem ég hef áður minnst á og Aðalgeir
segir réttilega að sé „eina verulega greinin, sem birtist eftir
Brynjólf“. Stílbrögð, sem gætu verið ættuð frá Konráði Gíslasyni,
skipta þar engu meginmáli, heldur hugmyndir og rökleiðslur. Um
kosningarétt segir Brynjólfur m.a., að „það sé réttast í sjálfu sér,
að binda ekki kosningarréttinn við annað en fullan lögaldur og f j ár-
forráð og svívirðingarlaust líferni". — „Þó örbyrgðin leiði víða
hvar af sjer vankunnáttu og oft og tíðum siðferðilega spillingu,
væru það þó rangindi að segja við fátækan mann: þú hlýtur að vera
hæði vankunnandi og siðlaus af því að þú ert fátækur. Menn verða
líka að gæta þess, að hæfileikinn til þess að kjósa fulltrúa er þó
í rauninni kominn undir náttúruviti mannsins, og að því leyti einu
undir menntuninni, sem hún hvessir vitið, og að ríkir menn hafa opt
meiri freistni til að kjósa skaðsamlega fulltrúa, enn hinir fátæku”
(Pjölnir 1844, 120/121).
Ég bið áheyrendur afsökunar á því að ég er fallinn í þá tilvitn-
anafreistni, sem ég var áðan að skúta doktorsefnið fyrir. Mér finnst
einungis að stjórnmálamanninum Brynjólfi Péturssyni séu ekki gerð
n®gileg skil í bókinni, sem honum er helguð. Skýrleiki hans í fram-
setningu var mikill og myndauðgin ríkuleg, þegar hann vildi svo við
hafa, en þeir hæfileikar hans eru ekki dregnir fram sem skyldi. —
Aðalgeir skýrir mjög liðmannlega frá hinu íslenska samfélagi í
Kaupmannahöfn (bls. 144—52) og lífinu í Reykjavík (248—66). Þar