Saga - 1974, Blaðsíða 124
116
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
lands, síðar bankastjóri í Landsbanka. „Þókti bera af öðrum
kaupmönnum um sína daga að þjóðrækni og frjálslyndi," stend-
ur í íslenzkum æviskrám.
Thomsen, H. Th.A., stórkaupmaður, búsettur í Kaupmannahöfn, en
rak mikla verzlun í Reykjavík. Sonur hans, Ditlev, tók við
verzluninni eftir hans dag 1899.
Lefoli(i), I.R.B., stórkaupmaður. Hafði Eyrarbakkaverzlun.
gufuskipafjel(aginu). Det Forenede Dampskibsselskab.
Pali Einarssyni, sýslumanni í Barðastrandarsýslu.
Þorv(aldi) lækni Jónssyni, Guðmundssonar ritstjóra. Hann beitti
sér mjög gegn Skúla Thoroddsen í málsrannsókninni gegn
honum.
Ehlers, Edvard Lauritz, danskur læknir, sem ferðaðist hér á landi
sumarið 1894 og aftur 1895 til þess að kynna sér holdsveiki-
mál. Beitti sér fyrir því, að danskir Oddfellowar reistu holds-
veikraspítalann í Laugarnesi 1898.
Niels Finsen læknir varð stúdent við Lærða skólann í Reykjavík
ári á undan Valtý, 1882.
3. bréf
Málarekstur landsstjómarinnar á hendur Skúla Thoroddsen
hefur staðið yfir síðan sumarið 1892 og vakið þjóðarathygli.
Lárus H. Bjarnason, sem skipaður var konunglegur rann-
sóknardómari og settur sýslumaður í stað Skúla, kveður upp
dóm í héraði 10. júlí 1893 og dæmir Skúla frá embætti og til
greiðslu málskostnaðar. Landsyfirréttur breytir þeim dómi í
000 króna sekt og til greiðslu málskostnaðar. Hæstiréttur í
Kaupmannahöfn tekur málið fyrir 11. febrúar 1895 og kveð-
ur upp þann dóm 15. febrúar, að Skúli skuli sýkn vera af öll-
um ákæruatriðum, en gjaldi að einum áttundahluta sakar-
kostnað. Valtýr óskar Skúla til hamingju með úrslitin, en
Skúli svarar 6. maí: „Vel fór málið á endanum, og gladdi
það mig auðvitað mikið.“ Skúlamálið er rækilegast rakið í
bók Þorsteins Thorarensen, Eldi í æðum, sem út kom 1967, og
bók Jóns Guðnasonar, Skúla Thoroddsen, fyrra bindi, sem út
kom 1968.
Khöfn, V., Kingosgade 15 1./3. ’95.
Kæri vin!
Jeg gratúlera þjer af hjarta með úrslitin í „Lalla“-
málinu, sem jeg veit að þú hefur frjett löngu áður en þú
fær þetta brjef, því Jón í Múla hefur sagt mjer að hann