Saga - 1974, Blaðsíða 164
156
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
að svo miklu meginatriði í tilgátum sínum. Eitt megin-
atriði í öllum fræðum Eliades er kenningin um það, að
endurnýjun tímans sé eitt meginatriði og þungamiðja í
trúarlegri hugsun allra trúarbragða. En íslensk goðafræði
er með þeim ósköpum ger í þeirri mynd sem við höfum
hana frá hendi Snorra, að hana vantar alveg goð, sem er
tákn Tímans. En í Njálssögu er ein af söguhetjunum
Kári, sem ber nafn sem hægt er að láta tákna Tímann í
trúarbragðafræðum nútímans. Nafnið þýðir vindur, en
það er einmitt eitt af mörgum nöfnum yfir Tímann í þeim
fræðum.
En þrátt fyrir efa minn ætla ég samt að sýna, hvemig
E. P. byggir tilgátur sínar upp, þannig að þær falli að
þessum kenningum trúarbragðafræðinga. Samkvæmt mín-
um athugunum er meginatriði þessara tilgátna fólgið í
tveimur meginhópum, þ. e. þeim tilgátum, sem segja frá
árlegri endurnýjun Tímans (Tilgátur 19—24) og öðrum
sem segja frá endurnýjun Tímans, sem byggð er á Stór-
ári („Grosses Jahr”). (Tilgátur 85—62). Aðrar tilgátur
eru flestar fólgnar í sviðsetningu á þeim goðfræðilegu
atriðum, sem hann þarf að notast við í þessum tveimur
meginflokkum.
Fyrstu tilgátur E. P. (1—19) eru í raun og veru upp-
bygging hans á hinni jarðnesku veröld landnámsmanns-
ins, sem hann kallar Hjól Rangárhverfis eða Ní-álu-vang.
Hann vill einnig meina, að sama hugtak sé að finna í hug-
taki Snorra: Jalangur, sem nú heitir Jellinge á dönsku.
Þessi Ní-álu-vangur fær síðar hjá honum nafnið Skíð-
blaðnir og er því eins konar Lífsins skip, og verður í
þeirri mynd staðurinn, þar sem endurnýjun Stórársins
fer fram í Ragnarökum.
Ní-álu-vangur er samkv. kenningum E. P. orðskylt orð-
inu Njörður, og hann gengur svo langt að tengja „álu”
við nafn hittitískrar þjóðsagnapersónu, að nafni Alalu.
Njörður á heima í Þrídröngum, þar sem veröldin var
sköpuð. Við sköpun landsins rekur hann reður sinn inn