Saga - 1974, Blaðsíða 191
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
183
niið njóta sín, þótt honum séu stundum mislagðar hendur eins og
öðru fólki.
Tilvitnanastíll Aðalgeirs er furðulipur og hnökralítill, þótt hann
sé stundum dálítið svifaseinn. Tilvitnanafarganið er alls ekki
sprottið af skorti á frásagnarhæfni hjá doktorsefninu, heldur er
hér um einhvers konar misskilinn vísindastíl að ræða; Aðalgeir
telur það líklega hámark fræðimennskunnar að láta heimildirnar
tala sjálfar.
Ég er Aðalgeiri mjög þakklátur fyrir að hafa ráðist í óeigin-
gjarnt rannsóknarstarf og skilað því samviskusamlega í höfn. Þeir
eru ekki mjög margir, sem hafa fórnað tíma og kröftum síðustu
áratugi við það að grafa upp hulda dóma, þess fólks, sem byggir
útsker þetta. Nú eru hins vegar að verða allmikil umskipti hjá
ckkur og margt ungt ágætisfólk er komið til starfa í sagnfræði,
þökk sé eflingu háskólans. í dag erum við að mínu viti að kveðja
Kristjánssonatímabilið í rannsóknum á sögu 19. aldar, og mér
þykir fara vel á því að efnt sé til hátíðar. Fáir hafa unnið íslenskri
sagnfræði meira og betra gagn en þeir síðustu áratugina, og stór-
virki eru enn væntanleg frá þeirra hendi, ef drottinn gefur líf og
heilsu, en þeirri náð erum við öll háð.
Bók Aðalgeirs um Brynjólf er ekki ímynd neinnar fullkomnunar,
en hún er heiðarlega unnin og það skiptir höfuðmáli. Með bókinni,
aðföngum til hennar og útgáfu bréfa Brynjólfs — hefur Aðalgeir
i'utt brautina, svo að nú er m.a. hægara en áður að ráðast í það
verk, sem hefur setið allt of lengi á hakanum. Mér er það ekki
með öllu skiljanleg-t, að hingað til hefur engin viðhlítandi rannsókn
verið gerð á Fjölnismönnum og áhrifum þeirra. Maður á banabeði
varð fyrstur til þess að meta verk Aðalgeirs. í Nýjum augum
°Pnar Kristinn E. Andrésson ný viðhorf til íslenskra atburða og
manna á 19. öld, en mið eru þar m.a. tekin af sjónarhólum, sem
doktorsefnið hefur hlaðið. í þeirri bók getur hann þegar séð árang-
Ul' verka sinna, og virðist mér það uppbót fyrir þann ómaklega
refsidóm að verða hér að hlýða á rausið í okkur Bergsteini. Allir,
sem eitthvað þekkja til sagnfræðirannsókna hér á landi, hljóta að
vera á einu máli um það að Aðalgeir hafi unnið mikilvægt þarfa-
vei'k með bók sinni. Hver sá, sem tekur einhver meginvandamál ís-
lenskrar sögu til meðferðar af ekki minni elju og alúð en Aðalgeir
hefur gert í þessari bók og dregur fram annað eins magn ókunnra
°g ókannaðra heimilda, sá er að mínu viti alls góðs maklegur og
doktorsnafnbótar verður.