Saga - 1974, Blaðsíða 118
110
BRÉF VALTÝS GUÐMUNSSONAR
alþingismaður. Árið eftir var hann skipaður dósent við Kaup-
mannahafnarháskóla í sögu íslands og bókmenntum. Þegar Skúla
Thoroddsen berst fyrsta bréf Valtýs, var rúmt ár liðið, síðan honum
var vikið frá embætti sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirði um
stundarsakir. Hann gegnir þá starfi kaupfélagsstjóra og er rit-
stjóri Þjóðviljans unga. Jafnframt var hann þingmaður, fyrst kos-
inn af Eyfirðingum 1890, en haustið 1892 kusu ísfirðingar hann
á þing ásamt séra Sigurði Stefánssyni í Vigur.
1. bréf
Valtýr Guðmundsson hefur hlotið skjótan frama og er lík-
legur til afreka sem fræðimaður, en áhugi hans er farinn að
beinast að þingmennsku. Hann hefur óþokka á dr. Jóni Þor-
kelssyni, þingmanni Snæfellinga, enda hefur hann nartað í
Valtý í tímaritinu Sunnanfara, sem hann gefur út í Kaup-
mannahöfn. Þegar greinin Valtýr og Flateyjarbók birtist í
maíblaðinu 1893, þykir Valtý sér misboðið og höfðar meiðyrða-
mál á hendur dr. Jóni. Samskiptum þessara tveggja lær-
dómsmanna er lýst í bók Þorsteins Thorarensens, Vöskum
mönnum, sem út kom 1971.
Kingosgade 15, Khöfn, V 2./10. ’93.
Kæri skólabróðir!
Nú er þingið leyst upp og nýjar kosningar eiga að fara
fram 1.—10. júní næsta vor.
Mig hefur allt af hálflangað til að komast á þing, og
held að jeg gæti gert þar eitthvert gagn. Sjerstaklega mætti
búast við að jeg gæti orðið að töluverðu liði í skólamál-
inu, sem líklega kemur fyrir næsta þing, því jeg þekki
meira til skóla hjer en flestir aðrir. Jeg hef nú í mörg ár
verið kennari við latínuskóla hjer og í síðustu 5 árin
prófdómandi frá stjómarinnar hálfu við burtfararpróf
bæði fyrir stúdenta og realstúdenta, og hef þannig kynnst
því nær öllum skólum í Danmörku, þar sem jeg hef verið
prófdómandi við flesta þeirra fleirum sinnum og þeir
senda mjer skýrslur sínar.
Sá maður, sem mjer finnst einna helzt þyrfti að bola
burt af þingi, er Jón Þorkelsson, og get jeg ekki skilið
annað en það væri hægt. En hins vegar er alls óvíst að jeg