Saga - 1974, Blaðsíða 186
178
BJÖRN ÞORSTEINSSON
höfðu yfirleitt ekki neitað íslendingum um þau réttindi, sem Danir
höfðu áunnið sér, en það dregur samt á engan hátt úr mikilvægi
tilskipunarinnar. í kjölfar hennar sigldi pólitísk vakning á íslandi,
þar hófst stjórnmálastarfsemi, sem doktorsefnið hefði mátt gefa
meiri gaum. Annars flytja kaflar hans um stéttaþingin, Kristján 8.,
skipulag alþingis og framboðsraunir Brynjólfs margan fróðleik, sem
ekki hefur áður sést á bókum, m.a. tillögur Kriegers amtmanns frá
árinu 1837 um breytta stjórnarhætti á íslandi, en hann vildi stofna
hér til landsstjórnar með aðsetri í Reykjavík. Margt annað merki-
legt er í þessum þáttum, en þó vantar mig svolítinn herslumun til
þess að vera ánægður. Brynjólfur segir, að úrskurður konungs um
endurreist alþingis sé merkilegastur „allra þeirra, er gjörðir hafa
verið af danakonúngum íslandi til góðs, og verða má íslendingum
til meiri viðreistar, ef þeir kunna að færa sjer hana í nit, enn til-
skjipan sú, er afsalaði stjórninni einkarjett til að versla við íslend-
ínga, og fjekk hann í hendur Dönum” (B.P. 167)'. — Brynjólfur
taldi m.ö.o. alþingisboðskap konungs jafnmikilvægan og afnám ein-
okunarverslunarinnar, og hefur eflaust í þessu sem flestu öðru
sem hann fjallaði um, haft rétt fyrir sér. Aðalgeir segir hins vegar:
„Úrskurður konungs um endurreist alþingis er fyrir margra hluta
sakir merkilegur“ (167), og rengir það enginn.
Tímabilið, sem bókin fjallar um, var mjög örlagaríkt hér á ís-
landi sem annars staðar og vert rækilegra rannsókna.
Sögusviðslýsingar.
Aðalgeir gerir sögusviði sínu oft góð skil einkum úti í Kaup-
mannahöfn, en þar var aðalvettvangur Brynjólfs, eftir að hann fór
þangað til náms. Eitt er það þó, sem ég sakna mjög í bókum, sejn
fyrir mig hefur borið um útlegðarár íslenskra mennta í Kaup-
mannahöfn. Þar er yfirleitt ekki að finna danskt baksvið hinnar ís-
lensku vakningar á 19. öld. Samtök íslendinga eins og Fjölnis-
félagið hafa átt sér fjölda hliðstæðna í menningarlífi stórborigar-
innar, en á þá hluti er yfirleitt ekki minnst, heldur er þeim lýst
þar eins og einangruðum spútnikum úti í geimnum. Kaupmanna-
höfn á 19. öld átti sér Unuhús, miðstöðvar hugmynda og hrær-
inga: Bakkehus og Solbjerg, sem Troels-Lund segir frá í samnefnd-
um ritum, en þau bera undirtitil: „Træk af et nyt Livssyns Ud-
vikling i Norden“. Troels-Lund er þekktastur fyrir stórvirki sitt:
Dagligt Liv i Norden pá 1500 tallet, — en Bakkehus og Solbjerg
er einnig klassik. Þar er saga menningarbyltingarinnar á Norður-
löndum sögð á mjög notalegan hátt af einum af mörgum töfra-
mönnum 19. aldar.