Saga - 1974, Blaðsíða 83
f RÍKISRÁÐI
75
í bók sinni 1958. Margir ungir menntamenn, sem af ákafa
vilja berjast fyrir fyllra sjálfstæði og ala með sér mikinn
óvildarhug til Dana, skipa sér í Landvarnarflokkinn.
Jón Jensson skrifar nýjan bækling og telur, að uppgjöf
landsréttinda hafi verið lögfest á alþingi 1902. Hann styð-
ur þessa fullyrðingu með því að draga fram í umræðurnar
bréf Islandsráðgjafa, N. R. Rump, frá 29. maí 1897, þar
sem sagt sé, að íslensk sérmál skuli bera upp í ríkisráðinu
samkvæmt grundvallarlögunum dönsku, 15. og 16. grein.
Jón viðurkennir óbeint dulnefnisgreinarnar í fsafold 1897
með því að leggja sig fram um að skýra muninn á afstöðu
Corpus juris þá og sinni eigin nú. Corpus juris hafði talið
skaðlaust 1897 fyrir landréttindin og lagastöðu ráðgjaf-
ans, þótt fslendingar létu hlutlaust, að ráðgjafinn bæri
sérmálin upp í ríkisráðinu. í stjórnarskránni frá 1874
væri ekkert kveðið á um, hvar hann ætti að bera sérmálin
upp fyrir konungi og ríkisráðið gæti verið heppilegur vett-
vangur vegna eftirlits þess með takmörkunum sérmála-
svæðisins gagnvart alríkinu, sem hann taldi, að fslending-
ar viðurkenndu, að alríkisstjórnin þyrfti að hafa. Hitt
vildi Jón Jensson ekki viðurkenna, sem stóð í athugasemd-
um Albertis, að hér væri um stjórnlagalega nauðsyn að
ræða og því síður mætti fallast á skilning ráðherrabréfs-
ins, þann að sérmálaráðgjafi íslands ætti að sitja í ríkis-
ráðinu samkvæmt grundvallarlögunum, en hann telur ráð-
herrabréfið vitni um skoðun dönsku stjórnarinnar að því
leyti. Þetta telja andstæðingarnir lögstirfni og kreddu-
festu, Norðurland á Akureyri gengur svo langt að telja
það vitfirring að gera slíkar sundrungartilraunir út af
ríkisráðinu. Hrein öfugmæli séu það, er Einar Benedikts-
son þykist finna í því afsal landsréttinda vorra.
Landvarnarmenn stofna tvö ný blöð, og er fyrst að
nefna Landvörn 1903, ritnefnd Benedikt Sveinsson, Einar
Gunnarsson og Einar Benediktsson, og er blaðið mest
skrifað af hinum síðast nefnda. Komu út af því 10 tölu-
blöð, og er margt ófagurt orð þar að finna út af ríkisráðs-