Saga - 1974, Blaðsíða 226
218
RITFREGNIR
ingi og fégjöfum til að sýna, að mótspyrna verði ekki þoluð. Ef
íslendingar hefðu vitað fyrir fall Ólafs Tryggvasonar, hefði saga
þeirra getað þróazt á annan hátt, en þó olli það engu falli laganna
frá 1000.
X.
í viðbæti við ritgjörð sína reynir höfundur í örstuttu máli að
gjöra grein fyrir helztu atriðum í síðari þróun kristni á Islandi
fram til biskupsvígslu ísleifs 1056. Þar minnir hann enn á, að
rómversk-katólska kirkjan og erkistóllinn í Hamborg-Brimum
hafi engan þátt átt í því að koma kristni á í landinu, heldur hafi
það verið verk írsku og engilsaxnesku kirkjunnar, sem hún var
í andstöðu við. Þeir erlendu biskupar, sem getið er um, að starfað
hafi á íslandi á fyrri hluta 11. aldar, hafi ekki verið vígðir af
katólsku kirkjunni. Þeir tóku virkan þátt í útbreiðslu kristni á ís-
landi og stóðu í nánu sambandi við ættir þeirra þriggja manna,
sem forystu höfðu um kristnitökuna. Um þessa biskupa er sagt, að
þeir hafi boðið margt linara en Isleifur biskup og urðu því vinsælir
við vonda menn. Spurning vaknar um það, hvort þeir hafi gjört
þetta til vinsælda eða haft aðrar skoðanir á grundvallaratriðum
kristinnar trúar. Aðalbert erkibiskup í Hamborg-Brimum bannaði
Islendingum að þiggja þjónustu þessara biskupa, sem farið hefðu
til landsins í óleyfi sínu. Svo virðist, segir höfundur, að þessir
biskupar hafi verið vígðir í engilsaxnesku kirkjunni. Hann minnir
á togstreituna, sem átti sér stað milli konunganna í Danmörku og
Noregi annars vegar og katólsku kirkjunnar hins vegar um þar-
lend völd. Konungar vildu auka áhrif sín og sóttu því presta til
Englands.
Það kemur undarlega fyrir sjónir, að íslenzku höfðingjarnir
skuli ákveða í tíð þeirra konunga, að íslenzka kirkjan skyldi lúta
erkistólnum í Hamborg-Brimum og þá um leið katólsku kirkjunni.
Alla landnámsöldina hafði verið náið samband milli íslands og
Noregs, og Noregskonungar höfðu haft mikinn áhuga á þróun
kristni á íslandi allt frá Ólafi Tryggvasyni. Engilsaxneskir prest-
ar höfðu átt mikinn þátt í að koma kristni á í báðum löndunum.
Hins vegar hafði erkistóllinn í Hamborg-Brimum lítinn sem engan
þátt átt í þessari þróun mála, og engar heimildir eru til fyrir þvi,
að íslenzkir höfðingjar hafi haft samband við hann, fyrr en ís-
leifur er vígður biskup árið 1056 með samþykki keisara og páfa.
Höfðu íslenzkir höfðingjar svo nákvæmar upplýsingar um kirkju-
legt ástand á meginlandinu um miðja 11. öldina, að þeir gætu
sagt fyrir þróun mála eftir upplausn sambandsins milli Danmerk-