Saga - 1974, Blaðsíða 168
160
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
hugtök skilgreind, sem E. P. notast við. Þar að auki er
fjallað um endurnýjun Tímans í ellefta kafla síðarnefndu
bókarinnar: „Die heilige Zeit und der Mythos der ewigen
Wiederkehrs”, s. 438—462: Og þar má finna grein um
hina árlegu endurnýjun tímans, s. 453—458. Og í næstu
grein „Die kontingente Wiederholung der Kosmogonie,
s. 458 til 461, vitnar Eliade í fjórða sinn til íslenska orðs-
ins „landnáma” og Coomaraswamy máli sínu til stuðnings.
Um endurnýjun Tímans á stórárinu „Grosses Jahr” fjall-
ar greinin „Die totale Regeneration, s. 461—462. I þessar
bækur vil ég vísa þeim mönnum, sem nánar vilja bera
saman hugmyndir Einars og Eliades.
Kostir og gallar ritverka Einars Pálssonar.
Hinar síðari bækur E. P. eru skýringarrit við hina
fyrstu. Þar fær maður sem áður greinir að kynnast fjöl-
breytilegu lestrarefni Einars við gerð tilgátna sinna. Þar
kemur fram einn af kostunum við verk Einars, en hann
er sá, að Einar er sá fyrsti meðal Islendinga, sem reynir
að setja íslenska goðafræði í kerfi, sem sérfræðingar nú-
tímans í almennri trúarbragðasögu geta áttað sig á, og
til þess að geta gert það leitar hann víða fanga í fræði-
bókum, sem íslenskum stúdentum eru alls ekki aðgengileg-
ar á íslenskum söfnum. Ég fann það best sjálfur, er ég
fór að leita að þeim við undirbúning þessarar greinar.
Það er ótvíræður kostur á bókum hans, að tilvitnanir eru
nákvæmar. Og það kemur í ljós við nánari athugun, að
margar bækurnar, sem hann vitnar í, eru þess virði að þær
séu lesnar til lærdóms og fróðleiks, jafnvel til skemmtun-
ar. Þar er einkum um að ræða bækur Eliades, Campbells,
Albrights, Frankforts, Tillyards og C. S. Lewis. Allar
þessar bækur eru fullar af hugmyndum um trúarbragða-
fræði, fornaldarsögu og miðaldafræði, sem gott er að lesa
og hafa í huga, þegar miðaldabókmenntir fslendinga eru
lesnar.