Saga - 1974, Blaðsíða 85
í RÍKISRÁÐI
77
rædd í ríkisráðinu (af hinum dönsku ráðherrum), heldur
að ráðherrann hitti konung þar og beri þar upp fyrir
honum — ekki öðrum — þau mál, sem hann hefur að
flytja. Þótt nefndarmenn viðurkenni ekki, að þetta fyrir-
komulag sé „stjórnarfarsleg nauðsyn", þar sem finna
mætti aðra vegi til að tryggja þá vitneskju, sem ríkis-
stjórnin vilji hafa um það, hverju fram vindi í íslenskri
löggjöf, og eins hitt, að danskir ráðgjafar komi ekki of
nærri íslenskri löggjöf, þá sjái þeir ekki annað fyrirkomu-
lag hagfelldara og umsvifaminna en það, sem frumvarpið
fari fram á. Því segjast þeir aðhyllast það óhikað, eins og
það liggi fyrir, með þeim formála, sem þeir hafi gert.
Þeir gera síðan ítarlega grein fyrir stöðu hins nýja
ráðherra Islands. Hann verði skipaður eftir stjórnarskrá
Islands, ekki grundvallarlögunum. Hann verði íslenskur
embættismaður, launaður af landssjóði, ekki ríkissjóði.
Valdsvið hans liggi fyrir utan valdsvið grundvallarlaganna
og dómsvald ríkisritarans. Hann sitji ekki að staðaldri í
ríkisráðinu og eigi ekki sæti í ráðgjafasamkundum
(Ministerraad). Hann leiti úrskurðar konungs eins í ríkis-
ráðinu. Hann sé laus við flokkaskiptingar og stjórnar-
skipti í Danmörku, en standi og falli með því fylgi, sem
hann hafi á alþingi Islendinga. Nefndarmenn telja sem
sagt, að nú sé orðið til íslenskt þingræði, en ýmsir and-
stæðingar ríkisráðsákvæðisins héldu því fram, að svo væri
ekki, íslandsráðherra hlyti að fara frá, ef stjórnarskipti
yrðu í Danmörku.
Þá segja nefndarmenn, að staða ráðherra Islands í ríkis-
ráði sé allt annars eðlis en ríkisráðsseta ráðgjafans fyrir
Island (hins danska) hafi verið í framkvæmd til þessa.
Sérstaða hans í ríkisráði sé sjálfsögð og ómótmælanleg og
því ekki lengur ástæða til að hafa á móti því, að hann beri
sérmál landsins þar upp fyrir konungi. Undir þetta skrifa
weð Hannesi Hafstein m.a. lögfræðingarnir Skúli Thor-
oddsen, Lárus H. Bjarnason og Guðlaugur Guðmundsson.