Saga - 1974, Blaðsíða 89
í RÍKISRÁÐI
81
Á alþingi 1911 voru flutt tvö frumvörp til nýrrar
stjórnarskrár. Annað var flutt af tveimur þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, Bjarna frá Vogi og Jóni Þorkelssyni,
hitt af tveimur þingmönnum Heimastjórnarflokksins,
Jóni Ólafssyni og Jóni Jónssyni frá Múla. í báðum frum-
vörpunum var fellt niður ákvæðið um uppburð íslenskra
mála í ríkisráði. 1 nefnd var soðið upp úr þessum frum-
vörpum nýtt frumvarp, og enn forðuðust menn hið vara-
sama orð ríkisráð. Allt var ósagt um það, hvar málin
skyldu borin upp til staðfestingar. Heimastjómarmönnum
var að vísu meinlaust við ríkisráðsákvæðið nú orðið, en
þeim var mjög í mun að fá fram þingrof og nýjar kosn-
ingar, því að þeir voru í miklum minni hluta, en þar af
leiddi þá, að vonlaust var að fá samþykkt nýtt stjórnar-
skrárfrumvarp, nema fellt væri burt ríkisráðsákvæðið,
en þetta átti eftir að draga heldur en ekki dilk á eftir sér.
Snemma árs 1912 kemlur í ljós, að Friðrik 8. telur sig
móðgaðan af brottfalli ríkisráðsákvæðisins, og danska
stjórnin lítur þetta einnig alvarlegum augum, ríkisráðs-
ákvæðið geti ekki verið íslenskt sérmál, og þeir skilja ekki
hvers vegna þetta sé gert, líta á þetta sem nýtt óvildar-
efni ofan á það, að uppkastinu var hafnað. Hvenær hafði
danskur ráðherra haft minnstu skipti af íslenskum mál-
um í ríkisráði, og hvar gat uppburður málanna annar-
staðar farið fram? spyrja þeir. Því höfðu Islendingar
aldrei svarað.
Islendingum var ekki í mun að ýfast við Friðrik 8., en
þeir gátu ekki sóma síns vegna tekið ríkisráðsákvæðið
UPP í stjómarskrárfrumvarpið héðan af. Eina lausnin á
málinu virtist vera sú að fresta staðfestingu stjómar-
skrárinnar, þangað til úrslitatilraun hefði verið gerð um
ný sambandslög. Og hún var gerð 1912, en bar engan ár-
angur.
Sjálfstæðismenn taka stjórnarskrárfrumvarpið upp
lítt breytt 1913. Minnt er á, að konungur hafi neitað að
staðfesta þvílíkt frumvarp, meðan ekki hafi náðst sam-
6