Saga - 1974, Blaðsíða 184
176
BJÖRN ÞORSTEINSSON
kunnur en óþekkt stærð áður en Aðalgeir kom til skjalanna og
ákjósanlegt rannsóknarefni. Það fylgir því viss öryg-giskennd að
leggja upp í kynnisferð aftur í aldir í fylgd með hógværu prúð-
menni eins og Brynjólfi Péturssyni. Bæði Dante og Njáluhöfundur
notuðu frægðamöfn til þess að flytja samtíð sinni boðskap,
skemmtan og þekkingu. Við þekkjum ekkert tímabil fyrr en við
höfum kynnt okkur sem rækilegast lífshlaup fólks, sem þá var
uppi, og af sem flestum stigum. Þótt ævisagan sé ákveðin rann-
sóknarleið, fylgir henni ávallt sú hætta að verða alleinhliða varnar-
skjal fyrir söguhetjuna, þótt fyllstu hlutlægni virðist gætt í frá-
sögninni. Mér er sjálfum ógjörlegt að fjalla um ævi einhvers
manns án þess að reyna að skilja hann, en skilningi, röngum eða
réttum, hlýtur ávallt að fylgja samúð. Ég varð fyrir þeirri reynslu
í síðasta mánuði að fjalla um Jón biskup Gerreksson úti í Uppsöl-
um, en meðal áheyrenda minna voru reyndir kirkjusöguhöfundar.
Þeir voru svo kurteisir að segja mér eftir lesturinn, að skoðanir
sínar á „dreggjum sænskrar kirkjusögu", eins og þeir orðuðu það,
hefðu breyst. Hvað sem hæft var í fullyrðingum Svíanna, er stað-
reyndin sú, að einstaklingurinn verður seint metinn að verðleikum.
Ævisagan býr yfir svo mörgum óþekktum eða a.m.k. óljósum stærð-
um, að rangt er að leita aðalskýringa á veigamiklum vandamálum
eftir leiðum persónusögunnar. Aðrir vegir eru öruggari til rétts
skilnings á slíkum málum. Stjórnarskrármál okkar íslendinga á 19.
öld og baráttuna fyrir kosningarétti verður t.d. að taka til sérstakra
rannsókna utan persónusögunnar, svo að dæmi sé nefnt. Þar með
er þó ekki sagt, að ekki hefði mátt gera þeim málum betri skil en
raun ber vitni um Brynjólf Pétursson.
(Aðalgeir
tók til máls, er hér var komið, og las m.a. úr óprentaðri ritgerð eftir
sig, að stjórnarskrárfrumvarp Brynjólfs væri unnið að langmestu
leyti upp úr dönsku grundvallarlögunum. Þar með taldi haim sig
bæta fyrir magran kafla um frumvarp Brynjólfs í bókinni, þótt
seint væri. — Að öðru leyti kom ekkert nýtt fram við umræðurnar.
Eftir stóð að réttlæta, að bók með jafnalvarlega ágalla væri tekin
hæf til doktorsvarnar.)
Gallarnir á bókinni eru:
1) Vandamálin, sem um er fjallað, eru tilviljanakennd.
2) Fáum vandamálum eru gerð rækileg skil.
3) Meira er um endursagnir á heimildum en sjálfstæðar ályktanir
og úrvinnslu.
4) Óþarfar tvítekningar fyrirfinnast.