Saga - 1974, Blaðsíða 178
170
BJÖRN ÞORSTEINSSON
og fédrengnr góður, eins og Aðalgeir kemst að orði. Brynjólfur var
forystumaður meðal fslendinga í Kaupmannahöfn, meðan hann
var á dögum, og hjálparhella þeirra margra í fjármálum, en svo
voru einnig aðrir leiðtogar þeirra í borginni við sundið: Finnur
Magnússon áður og Jón Sigurðsson síðar. Voru þessir menn að
kaupa sér fylgi eða voru þeir að inna af höndum skyldur, sem
fylgdu forystuhlutverkinu?
Mér þykir líklegt, að Brynjólfur og Fjölnismenn hafi haft dá-
lítil áhrif á Jón Sigurðsson, en get ekki lýst, hver þau voru eftir
lestur bókarinnar. — Hefðbundnar skoðanir okkar íslendinga á
sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld, þykja mér mjög flatbotnaðar. Ég
sé ekki að íslendingum hefði verið nein hætta búin í því að senda
íulltrúa á Ríkisþing Dana, svo að dæmi sé nefnt. — Ég sakna um-
ræðna um slík mál og margt annað í bók um Brynjólf Pétursson.
10) Tíunda vanrækslusynd Aðalgeirs er sú, að honum hefur láðst
að skila úttekt á verki sínu. Fávísir lesendur og andmælendur eiga
auðvitað að geta sagt sér það sjálfir að lestri loknum, en leiðbein-
ir.gar frá höfundi eru ávallt kærkomnar. Honum á einnig að
vera ljósast, hvað hann ætlaðist fyrir og hver varð árangurinn að
hans dómi.
Það, sem ég hef rakið hér, eru ekki 7 dauðasyndir Aðalgeirs
Kristjánssonar, heldur 10 vanrækslusyndir hans varðandi ævisögu
Brynjólfs Péturssonar. Ef hann telur sig borinn röngum sökum,
getur hann svarað báðum, en ég ætla að fara út í lítið eitt aðra
sálma í bili, meðan hann hugsar sig um stríðið.
Talcmarkanir ævisagna.
Það er yfirleitt létt verk og löðurmannlegt að fordæma það, sem
aðrir hafa unnið af alúð og samviskusemi. Öll okkar störf eru tíma-
bundin og afstæð að gildi að meira eða minna leyti, og á það jafnt
við um verk Aðalgeirs og annarra. Heimildaaðdrættir hans eru
traustir og þeir skipta höfuðmáli, þótt einstök kunningjabréf
Brynjólfs geti enn rekið á ógengnar fjörur. Aðalgeir heldur sig
innan ramma ævisögunnar og reynir hvorki að vandræðast með
vandamálin né þusa um þau framar en athafnasvið Brynjólfs náði
og heimildir hrökkva. Hvorki í titli bókar né málflutningi er sýnd-
armennska fólgin. Ritið er fyllilega hlutlæg ævisaga, sem virðist
skrifuð, áður en íslenskir sagnfræðingar uppgötvuðu vandamála-
vandræðin. Aðalgeir beinir sjaldan kastljósi sínu að einstökum af-
mörkuðum efnisatriðum eða atburðum, heldur rekur hann marg-
þætta atburðarás, að svo miklu leyti, sem hún er tengd ákveðinni
persónu. Af því leiðir óhjákvæmilega, að mikilvægir atburðir eins