Saga - 1974, Blaðsíða 115
ÁRNI ÞÖRÐARS., SM. ANDRÉSS., GRUNDAR-HELGA 107
burðinum, sem hafður er eftir Agnesi abbadís, sonar-
dóttur Ingigerðar.
Ef Grundar-Helga var vitanlega föðurmóðurmóðir
Agnesar abbadísar, þurfti engin reiknuð rök fyrir þeirri
ættfærslu, aðeins að segja sem var.
Enn einn vitnisburðurinn er hafður eftir Þuríði Björns-
dóttur hirðstjóra Þorleifssonar, systkinabarni við Jón
lögmann, og hann gefur Sigurður Daðason, tengdasonur
Þuríðar, maður sem bjó um tíma í Húnavatnssýslu og var
sýslumaður þar. Þuríður segist ekki kunna að rekja saman
ætt föður síns Bjarnar og Þorvaldar á Móbergi föður
Bjargar, og „að hún vissi enga sína ætt við Þorvald
heitinn vera, svo hún kynni það að reikna, og ekki annað
Móbergsfólk, nema hún sagðist hafa heyrt það væri einnar
ættar“ (D. I. VIII, 93). Þuríður hefði áreiðanlega vitað
það, ef hún og Þorvaldur hefðu verið að 3. og 4. og ekki
synjað fyrir ef svo náin frændsemi var og það á almenn-
ingsorði. En „einnar ættar“ á við fjarlægari og ógreini-
legri frændsemi.
Enn er til vitnisburður Bjarnar Þorsteinssonar, sem
átti að hafa verið hjá Jóni á Móbergi, afa Bjargar, sem
á að hafa talið frændsemi sína við Kristínu Björnsdóttur
»að þriðja manni eða fjórða, en aldrei skyldara.“
Þá er enn getið vitnisburðar, sem kom fyrir dóm við
Vallalaug í Skagafirði 12. júlí 1592. I dómsskjalinu segir
svo um þennan vitnisburð: „Kom þar og fram vitnisburður
°S lýsing abbadís Solveigar, hverrar sál guð hafi friðað,
að hún ber vitni, að Ingigerður hafi verið dóttir Þorsteins
prests í Saurbæ og móðir hennar hafi verið ein fátæk
kona, og það hafi ekki gert nema illgirnistungur að
kenna þessa Ingigerði Grundar-Helgu, þar hún var þá
eigingift í þann tíma“ (Alþb. II, 293).
Solveig abbadís er hin sama, sem vitnisburðinn á að
hafa gefið um sögn Agnesar abbadísar, sem getið er hér
að framan. Solveig er væntanlega fædd nálægt 1470. Hún