Saga - 1976, Page 7
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
Nazismi á íslandi
Saga Þjóðernishreyfingar íslendinga og
Flokks þjóöernissinna
Ritgerð þessa samdi ég upphaflega til B.A.-prófs haustið 1970
undir handleiðslu Bergsteins Jónssonar lektors. Fyrir hvatningar-
orð Jóns Guðnasonar lektors hóf ég að endurskoða hana haustið
1975 með birtingu í tímariti Sögufélagsins í huga, og birtist hún
nú hér allmjög breytt. Tilgangur ritgerðarinnar er að rekja sögu
Þjóðernishreyfingar Islendinga og Flokks þjóðemissinna, bera
stefnu þessara flokka saman við stefnu þýzka nazistaflokksins og
gera grein fyrir skyldleika, sem var með þessum flokkum. Ég hef
nær eingöngu stuðzt við ritaðar heimildir, svo sem blöð, tímarit,
bæklinga og bækur, en einnig veitti Jón Þ. Árnason fyrrverandi for-
maður Félags ungra þjóðernissinna mér ýmsar upplýsingar. Kann
ég honum og Guðjóni Friðrikssyni blaðamanni og Guðmundi Ingólfs-
syni ljósmyndara, sem létu mér í té ljósmyndir þær, er Skafti Guð-
jónsson og Jón Dahlmann tóku, beztu þakkir.
I. Stjórnmálaástcmdið á Islandi 1932—1933.
Áður en sagt verður frá upphafi nazistahreyfingar á
íslandi, er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir stjórn-
mála- og efnahagsástandi hér á landi á árunum 1932—1933.
Á öndverðu árinu 1932 var heimskreppan farin að segja
alvarlega til sín hér á landi. Mikið verðfall varð á helztu
útflutningsvörum landsmanna, fisk- og síldarafurðum, ull,
gærum og kjöti, og gripu stjórnvöld þá til þess ráðs að
setja á gjaldeyrishöft og dregið var úr verklegum fram-
kvæmdum. Verðfallið og ráðstafanir stjórnvalda höfðu í
för með sér gífurlegt atvinnuleysi. —
Um þetta leyti sat að völdum ríkisstjórn Framsóknar-
flokksins undir forystu Tryggva Þórhallssonar, en í stjórn-
arandstöðu voru Sjálfstæðisfloklcurinn og Alþýðuflokk-
urinn. Kommúnistaflokkur Islands, sem hafði verið stofn-