Saga - 1976, Síða 10
8
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
fylgt Framsóknarflokknum að málum áður fyrr, en var
utan flokka, þegar hér var komið sögu. 1 lok febrúar 1932
hélt Jón til Reykjavíkur og beitti sér fyrir viðræðum við
nokkra menn, sem voru sama sinnis og hann. Þessar við-
ræður fóru fram í byrjun marz. Ekki er kunnugt nú,
hverjir þessir menn voru, en Páll Ólafsson frá Hjarðar-
holti skýrði svo frá í blaðagrein, að á fundum þessum
hefði verið rætt um stjórnmálaástandið í landinu og mögu-
leikana á stofnun nýs flokks, sem hefði á stefnuskrá sinni
samstarf til viðreisnar atvinnuvegum landsmanna til sjáv-
ar og sveita og niðurrif á þeim óheillastefnum, sem hefðu
ráðið hér á landi undanfarin ár.2 Hér er sveigt að Fram-
sóknarflokknum, sem hafði farið með völd frá 1927.
Árangurinn af þessum viðræðum varð sá, að Jón H.
Þorbergsson samdi bækling, sem hann kallaði „Þjóðstjóm-
arfloklíur. Drög að stefnuskrá", og gaf út í Reykjavík
1932. I þessum bæklingi gerði Jón grein fyrir skoðunum
sínum, og taldi hann, að flokkapólitíkin ætti mestan þátt
í því, hve hag þjóðarinnar væri illa komið um þessar
mundir. Stjórnmálaflokkarnir hefðu vegna ósamkomulags
og sundurlyndis ekki reynzt þeim vanda vaxnir að ráða
fram úr aðsteðjandi vandamálum. Ennfremur sagði Jón,
að þjóðin ætti margt hugsandi manna, sem vildu ekki
lengur fylgja öfgum stjórnmálaflokkanna. Þessir menn
yrðu nú að rísa upp og kveðja sér hljóðs hjá þjóðinni. Þeir
ættu að vinna að því að sameina alla, bæði þingmenn og
aðra, í einn Þjóðstjórnarflolck. Aðalskilyrðið fyrir því, að
nauðsynjamálum landsins væri haldið til sem réttastrar
stefnu, væri það, að þjóðin skiptist ekki í marga flokka
og að sem bezt samkomulag rílcti um öll úrræði. Núverandi
flokkaskipulag væri byggt á skökkum grundvelli og hlyti
að hrynja innan skamms og yrði þá fundið annað betra
skipulag um flokkstilhögun, sem byggðist á nauðsyn þess
að bæta núverandi ástand í þessum efnum og verja sjálf-
stæði landsmanna.3
1 bæklingnum voru einnig birt drög að stefnuskrá hins