Saga - 1976, Side 11
NAZISMI k ÍSLANDI
9
nýja flokks í 12 liðum. Þar var talað um að efla þjóðræði
í stað flokksræðis, láta hvert kjördæmi ráða því, hvaða
þingmannsefni það hefði í framboði, eyða sundrung og
stéttaríg og efla samúð meðal allra stétta þjóðfélagsins,
efla þjóðkirkjuna, vinna að heilbrigðri fjármálastefnu með
því að byggja upp trausta bankastarfsemi og afnema
skuldaverzlun, stefna að því, að sem flestir yrðu fram-
leiðendur eða þátttakendur í atvinnurekstrinum til sjós og
lands, afnema bitlinga og óþörf störf, sem launuð væru
af almannafé, vinna að því að koma opinberum umræðum
á heilbrigðari og siðlegri grundvöll en nú væri, láta þjóðar-
heill jafnan sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum einstalira
manna og vinna að sannri þjóðræknismenntun í landinu.4
Tvær greinar stefnuskrárinnar hafa á sér greinilegan
nazistískan blæ. Eru það hin fjórða („að eyða sundrung
og stéttaríg og efla samúð meðal allra stétta þjóðfélags-
ins“), en sem kunnugt er, voru þýzkir nazistar andvígir
stéttabaráttu, og hin ellefta („að láta þjóðarheill jafnan
sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum einstakra manna“), sem
minnir á hið alkunna slagorð þýzkra nazista „Gemeinwohl
geht vor Eigennutz."6 Ekki er Ijóst, hvort hér er um til-
viljun að ræða, en að öðru leyti er ekki unnt að draga þá
ályktun af stefnuskránni, að Jón H. Þorbergsson hafi haft
í hyggju að beita sér fyrir stofnun nazistaflokks. Stefnu-
skráin ber þess merki, að höfundur hennar hefur tekið
mið af ríkjandi ástandi í þjóðmálum, enda átti það að
verða aðalverkefni hins nýja flokks að vinna bug á erfið-
leikum þeim, sem við var að glíma. Það ber hins vegar
vitni um mikla bjartsýni að ætla sér að sameina alla þjóð-
ina í einum stjórnmálaflokki, en Jón H. Þorbergsson
virðist hafa gert sér vonir um, að það væri unnt vegna hins
slæma ástands af völdum kreppunnar.